Nokkrir stórtækir útgerðarmenn krefjast þessa dagana þess að skuldum þeirra vegna framvirkra samninga verði aflétt. Af hverju á að aflétta framvirkum lánum þessara fyrirtækja, en ekki annarra fyrirtækja spyrja forsvarsmenn Samtaka iðnaðarins.
Þeir útgerðarmenn sem stóðu að þessum tóku með því þátt í að „steikja krónuna“
Eiga þeir útgerðarmenn sem ekki eiga fyrir skuldum að losna við skuldirnar og fá síðan fyrirtækin afhent aftur skuldlaus?
Þessir útgerðarmenn stóðu að þessum veðmálum til þess að hagnast og voru vafalaust búnir að ná inn myndarlegum gróða á hruni krónunnar fyrir banakhrundið. En aðgerðirnar bitnuðu á íslenskum almenning og nú vilja þeir senda reikninginn til íslenskra skattgreiðenda.
Þessi útgerðarfyrirtæki eru nú í eigu íslenskra skattborgara og þau á að nýta til þess að greiða niður skuldir íslensks samfélags.
10 ummæli:
Já er þetta ekki smekklegt eða þannig.
Ekki fékk almenningur tækifæri til að verja sig gegn gengissveiflum en bankarnir fóru strax um áramótin 2007/8 að láta gæludýrin í bómull.
Árásin á krónuna hófst svo í lok febrúar og stóð allt árið.
Hrunið sem svo varð er bein afleiðing af gengisbraskinu, ekki endilega skuldum útrásarfyrirtækja, þó svo að himinháir vextir Seðlabankans og jöklabréfaútgáfa séu svo hinn endanlegi nagli í líkkistuna.
Til viðbótar við sjávarútvegsrisana voru mörg stór fyrirtæki og eignarhaldsfélög sem tóku þátt í þessum glæpsamlega gjörningi bankana.
Fréttin í dag um kröfu Kjalars, eignarhaldsfélags Ólafs Ólafssonar á Kaupþing er hugsanlegt dæmi um slíkan gjörning.
Upphæðin sem um ræðir er talin nema 650 m. evra og engin spyr hvaðan komu þessar miklu fjárhæðir.
Það er eitthvað mikið að í þessu öllu saman að mínu mati.
Það sem fær mig til að halda slíku fram er það sem haft var eftir Kristni Hallgrímssyni, hæstaréttarlögmanni og stjórnarmanni í Kjalari, "Samningurinn (Innsk. gjaldeyrissamningur Kjalars) var upphaflega gerður um áramótin 2007/2008. Hann var í gildi til skamms tíma í senn, viku eða tvær vikur, en síðan endurnýjaður yfir árið. Samningnum var ætlað að verjast gengissveiflum þar sem lán félagsins eru að nánast öllu leyti í erlendri mynt."
Ljóst er að með þessu er verið að segja að gjaldeyrislán voru tekin í gegnum viðskiptabanka, sem svo aftur tók lán frá Seðlabanka, sem svo aftur hækkuðu stýrivexti til að slá á útlánin. Það sem þessir aðilar voru að gera var ekkert annað en planlögð árás á krónuna því þeir vissu að Seðlabankinn gæti ekki varið krónuna í hið óendanlega. þeir biðu því bara rólegir eftir steiktri krónu.
Niðurstaðan varð hins vegar ekki sú sem búist var við.
Svona í lokin, Kristinn Hallgrímsson lögmaður var formaður skilanefndar Gift, dánarbús Samvinnutrygginga, sá hinn sami og situr í kjararáði og ákveður laun æðstu stjórnenda ríkisins.
Guðmundur,
Vil koma einu á framfæri sem ég held að sé að misskiljast hjá þér.
Þessir framvirku samningar hjá útgerðunum voru með stöðu með krónunni, þ.e. útgerðirnar voru að veðja á styrkingu krónunnar.
Þess vegna eru þessir samningar í bullandi mínus, vegna þess að krónan hrundi. Það eru skuldirnar sem þeir vilja fá felldar niður.
Ef þeir hefðu veðjað gegn krónunni eins og t.d. Egla(Ólafur Ólafsson),þá væru þessir samningar í vaðandi hagnaði.
Útgerðirnar eru síðan margar hverjar með erlend lán sem eru að fara illa með þær, það er önnur saga, en kemur þessum umtöluðu framvirku samningum ekki við.
Ábending: Þarna er misskilningur á ferð hjá þér Guðmundur, þeir útgerðarmenn sem skulda bönkunum vegna framvirkra samninga voru að kaupa krónur framvirkt, svo féll gengi krónunnar og því eru þeir í skuld við bankana. Þeir sem hinsvegar seldu krónur eiga aftur kröfur á bankanna vegna hagnaðar af því. Þeir sem keyptu krónur voru sannarlega ekki að "steikja" hana.
Eitthvað ertu að misskilja hér Guðmundur og ættir að láta upplýsa þig betur. Útgerðirnar voru með stöðu sem var með krónunni en ekki á móti, þessvegna eru stöður á samningum þeirra í tapi. Þeir sem tóku stöðu á móti krónunni græddu á falli hennar.
Útgerðirnar sem tóku stöðu með krónunni í gegnum samninga gerðu það til þess að færa væntanlegt tekjustreymi í erlendum gjaldeyri strax yfir í íslenskar krónur.
Já þú ert með þetta öfugt Guðmundur, útgerðirnar voru látnar kaupa krónur framvirkt.
Útgerðir selja í erlendu. Hvers vegna voru þær að veðja á krónuna?
Stend við það sem í greininni stendur
Mikið djö..... vil ég fá þig í framboð Guðmundur.
Ég er launamaður og ég er orðinn mjög reiður á þessum endalausu sögum um hvernig þessir menn höguðu sér.
Síðan sitjum við upp með skítinn eftir þessa menn.
Ég segi burt með þá og núverandi og fyrrverandi ráðamenn þjóðarinnar sem að bera sína ábyrgð á þessu.
Útgerðirnar gerðu þessa samninga af tvennum ástæðum:
1) til þess að verja sig gegn styrkingu krónunnar, en styrking krónunnar þýðir jú að verðmæti afurða þeirra minnkar vegna þess að þeir selja afurðirnar fyrir gjaldeyri
2) þessir samningar voru hinsvegar umfram þær upphæðir sem útgerðirnar voru að verja fyrir gengissveiflum, og verða því að teljast spákaupmennska að miklu leyti
Ég held því miður Guðmundur að þú sést eitthvað að misskilja.
Gerir kröfu um að menn séu amk nokkurn veginn upplýstir áður en menn gaspra svona.
Þetta er vitlaust hjá þér, útflutningsfyrirtæki hagnast á veikri krónu, það sem sjávarútvegurinn gerði var að þegar krónan hafði veikst verulega seldur þeir tekjur sínar (gjaldeyri) framvirkt og tóku þar með stöðu með krónunni (sem ætti að vera jákvætt fyrir krónunna). Þetta telst alls staðar annars staðar en á Íslandi góð áhættustýring, en það er svo sem annað mál.
Hins vegar er það óskiljanlegt ef þeir (LÍÚ) ætlast til að þeir fái að gera samninganna upp á einhverju öðru gengi en aðrir (önnur fyrirtæki eða almenningur).
Svo er eitt sem er kannski lýsandi. Þú ert eða varst varamaður í stjórn lífeyrissjóðs, er það ekki ? Eru lífeyrissjóðir ekki að fara fram á það sama ? og má ekki gera kröfu til þess að þeir sem stjórna lífeyri okkar séu amk örlítið betur að sér um fjárfestingar/fjármál en þú hefur sýnt hérna ?
Kveðja
Mark Felt
"Stend við það sem í greininni stendur"
Alveg með þetta. Staðreyndir skipta engu máli. Gott að hafa svona menn í forystu.
Skrifa ummæli