sunnudagur, 25. janúar 2009

Of seint

Þessi afsögn er of sein og breytir í raun litlu. Ráðherra að gera tilraun til þess að eiga möguleika í komandi prófkjörum. Möguleika Samfylkingar til þess að hanga í 20% hlutnum í næstu kosningum. Viðbárur Geirs í dag eru lýsandi fyrir viðhorf sjálfstæðismanna, aldrei að viðurkenna mistök, aldrei að fallast á tillögur annarra. Sýna öllum að það séu þeir sem hafi völdin. Þessi vinnubrögð hafa leitt yfir þessa þjóð margfalt ömurlegri stöðu en þörf var á.

Þjóðin er endanlega búinn að missa allan áhuga á núverandi stjórnkerfi. Hrun íslenskra stjórnmálamanna hófst í glannaskapnum í Ráðhúsinu, þeirri gandreið hefur svo verið vel viðhaldið af þingmönnum. Tilvist stjórnmálamanna og háttsettra embættismanna hefur í vaxandi mæli byggst mætti markaðarins og völdin snúast yfir í að tryggja stöðu sína og viðhalda stólunum. Enda hefur boðberum frelsis og einstaklingsframtaks verið raðað í ríkistryggða stóla prófessora, sendiherra, seðlabanka, hæstaréttar og héraðsdómara.

Nýfrjálshyggjan hefur beitt sér í að losa sig við alla félagslega umgjörð og ekki boðið upp á nein úrræði í stað þeirra sem fjarlægð eru. Af nýfrjálshyggjumönnum er félagsleg umgjörð kölluð slævandi eða deyfandi. Í stað þess hefur verið þrýst á aukin skil á milli efnahagslífsins og hins félagslega umhverfis. Vaxandi hnattvæðing hefur tryggt hreyfanleika auðs og nýtt til skammtímafjárfestinga og skammtímahagræðingu.

Nýfrjálshyggjan þiggur áhrifamátt sinn frá pólitísku og efnahagslegu valdi þeirra hagsmunaðila sem hún stendur vörð um; hluthafann, iðnjörfana og stjórnmálamenn af hægri kantinum. Með þeim má telja miðjumenn sem hafa komið sér notanlega fyrir í uppgjöf afskiptaleysisins.

Eftir situr vanhæfa ríkisstjórn sem senn er á förum. Í Seðlabankanum sitja höfundar íslenska efnhagsundurins Davíð Oddsson og hefur sér til fulltingis sjálfskipað bankaráð með á fremsta bekk talsmann íslenska efnahagsundursins. Nýfrjálshyggjuna í sinni skýrustu mynd Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Í skjóli þessara manna nýttu nokkir fjármálaguttar það svigrúm sem íslenska nýfrjálshyggjan hafði skapað með afskiptaleysi afnámi eftirlits.

Eftir situr þjóð með sviðna jörð og nauðgararnir eru sestir að heima hjá fórnarlömbunum og vilja ekki fara. Eins og Illugi lýsti svo snilldarlega.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Betra er seint en aldrei. Þetta þýðir að hreinsað verður út úr Seðlabankanum.

Nema Steingrímur Jóhann taki saman við Sjálfstæðisflokkinn til að verja Davíð.

Það væri í takt við það sem hann og Guðni Ágústsson buðu upp á eftir hrunið.

Það tryggði Davíð frest í nokkra mánuði.

Sverrir

Nafnlaus sagði...

Betra seint en ekki !

Sjálfstæðisflokkurinn er aðalgerandi í öllum þeim málum sem þú minnist á !

Borgarstjórnarsirkusinn á sjálfstæðisflokkurinn einn og óstuddur !

Fjármálastefna nýfjrálshyggjunar síðustu ára á sjálfstæðisflokkurinn einn , en framsóknarflokkurinn á sinn þátt í að koma reglugerðarverkinu þannig fyrir að þetta gat allt gerst í þágu sjálfstæðisflokksins !
Samfylkingin átti möguleika á að breyta reglugerðum eða lögum, en ekkert var gert vegna sjálfstæðisflokksins !

Það voru allir að vinna fyrir sjálfstæðisflokksins !

Þegar allt er þrotið og allt hrunið, þá er gott að hlaupa á brott og skylja allt eftir í kjöltu sjálfstæðisflokksins !

Nafnlaus sagði...

Held, Guðmundur, að eina leiðin sé að ná þjóðarsátt með aðkomu og frumkvæði verkalýðsfélaga og atvinnurekenda. Stjórnvöld þurfa jafnframt að leggja fram raunhæfa efnahagsstefnu um 100% skatt á laun yfir ákveðinni upphæð, tímabundið, svo skila megi viðunnandi fjárlögum án þess að við leggjum af velferðakerfið. Við verðum nokkuð blönk næstu árin, en það er ekkert mál ef við verðum saman í þessu.

Nafnlaus sagði...

sammála þessari grein í öllum atriðum.

ps. Þú mættir nú gjarnan lækka launin þín.