fimmtudagur, 15. janúar 2009

Vextirnir allt að drepa

Hinir himinháu stýrivextir Seðlabankans eru í dag 15% hærri en í nágrannalöndum okkar. Seðlabankar annarra landa keppast við að lækka vexti til þess að hamla gegn samdrætti, en hér er ekkert gert þó svo samdráttur hér sé kröftugri.

Vaxta kostnaður heimila og fyrirtækja hér er almennt yfir 20% og fjármögnun fyrirtækja að færast yfir í dýr skammtímalán. Þetta veldur því að fyrirtæki sem jafnvel eru með prýðilegan rekstur eru að fara í þrot.

Þetta þýðir vitanlega háa innlánsvexti og hlýtur að vera umhugsunarefni hversu mikla vexti við erum að greiða út úr íslenska hagkerfinu af hinum gríðarlegu miklu fjármuna í eigu „erlendra aðila?“ sem er hér í m.a. Jöklabréfum. Það er svo spurning hvort það séu í raun erlendir aðilar sem njóta góðs af þessu.

Sé litið til þess sem upp er koma á hverjum degi velta margir því fyrir sér hverra hagsmuna sé verið að gæta. Óneitanlega hafa margir hrokkið við þegar viðskipta- og fjármálaráðherrarnir eru allt í einu farnir að mæta á fundi í nýju bönkunum og farnir að skipta sér af ráðningu nýrra bankastjóra. Þeir vel þekktir af því að fara alls ekki eftir reglunum við skipan dómara og fl.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Að skifta um efnahagsstjórn er orðið spurning um líf eða dauða. Að borga 20% vexti af íbúðarláni eins og maður er að gera þessa dagana er bara enn eitt dæmið um að við búum við mafíustjórnun. Þjófræði eða kleptocracy er að verða besta skilgreiningin á stjoŕnkerfi okkar.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þessi leið að lánaleiðréttingu ekki fjarri lagi?

tekið af bloggi bensa:

http://blogg.visir.is/bensi/2009/01/05/neyðarkall-yngri-fjolskyldnanna-vegna-orettlatrar-verðtryggingar/




" Ég geri tillögu um að ”neyðarlög um vísitölubindingu fjárskuldbindinga” verði sett strax og Alþingi kemur saman. Neyðarráðstöfunin feli í sér:

Vísitala neysluverðs til verðtryggingar verður fryst við gildi hennar 1. mars 2008 til 28.febrúar 2009.

Allar fjárskuldbingingar sem bundnar eru þeirri vísitölu skulu umreiknast miðað við þessa ákvörðun og koma til uppgjörs eigi síðar en 31.mars 2009. Þannig fellur niður 17,9% hækkun höfuðstóls og tilsvarandi greiðslubyrði.

Frá 1. mars 2009 skulu heimildir til verðtrygginga fjárskuldbindinga aðgreindar í samræmi við eftirfarandi;

· Ríkisskuldabréf taki mið af neysluvísitölu án húsnæðiskostnaðar

· Námslán taki mið af launavísitölu

· Fasteignalán taki mið af vísitölu fasteignaverðs/staðbundins íbúðaverðs

· Bundin innlán til 5 ára eða lengri tíma taki mið af neysluvísitölu án húsnæðiskostnaðar."

með kveðu Runar

Nafnlaus sagði...

Djöfull væri flott að fá löglærðan aðila og hagfræðimenntaðan aðila til að taka þessa tillögu Bensa, slípa hana til, og koma henni svo í gegn.

þetta myndi fara langleiðina með að skera meirihluta þeirra sem eru fæddir eftir 1970 niður úr snörunni, og gefa þeim von að geta staðið í skilum við sína lánadrottna.

öddi