þriðjudagur, 27. janúar 2009

Hvað ætlar þú að fá í staðinn?

Allir íslendingar utan nokkurra stjórnmálamanna og embættismanna, vilja sjá nýtt þjóðfélag rísa. Þetta hefur komið vel fram á undanförnum vikum. Það varð til þess að ríkisstjórnin féll. Sjálfstæðisflokkurinn ásamt sínum embættismönnum stóð í vegi að nokkurt mál yrði klárað.

Upp úr rústum ríkisstjórnarinnar standa fjölmörg mál sem einkennast af ógeðfelldri svikamyllu.
Þetta hafa fréttamenn ásamt fleiri mönnum sem þekkja vel verið að draga fram, eins og hefur komið fram í Kastljósum undanfarna viku og Silfrum síðustu helga.

Á forsendum þessa er maður svo undrandi hvernig ungir þingmenn mása og blása þessa dagana og hamast við að þyrla upp moldviðri í samræmi við þau úreltu fræði sem þeim voru kennd í hinum spilltu stjórnmálaskólum og almenningur hefur verið að hafna undanfarið.

Það eru svo fáir í dag sam hafa áhuga á að hlusta á einhver útúrsnúningatrykk. Við viljum heyra hvernig menn ætla að taka á vandanum, bjarga heimlum og koma fyrirtækjunum í gang. Hreinsa upp skítinn eftir þá sem hafa stjórnað efnahagslífinu undanfarna áratugi og hvers vegna Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn sinntu ekki hlutverkum sínum og vörðu eignir samfélagsins.

En það eru sumir fréttamenn sem enn eru í gamla farinu, eins og t.d. þingfréttamaður sjónvarpsins, sem spurði Geir harla einkennilegra spurninga í gær og svo í kvöld þegar hún spurði formann Framsóknar hvaða hyglingu hann vildi fá í staðinn fyrir að verja nýja ríkisstjórn.

Fréttamaðurinn er fastur í hinu gamla fari hyglingarinnar. Einmitt helstu undirstöðu þeirrar andúðar sem ríkir meðal þjóðarinnar á viðteknum vinnubrögðum stjórnmálamanna og flesta dreymir um að hverfi með fallinni ríkisstjórn.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

,,..formann Framsóknar hvaða hyglingu hann ætlaði að fá í staðinn.."

Framsóknarformaðurinn verður skoðaður sérstaklega vegna þessa !

Þar sem hann hefur verið kynntur sem nýr og kemur beinnt úr grastótinni.

Finnst þér það skrítið að þessi umræddi fréttamaður hafi spurt svona ?
Þessi fréttamaður er einn af þeim sem þurfti ekkert annað en flokksýrteini í sjálfstæðisflokknum, einn af mörgum sem flokkurinn hefur komið fyrir í opinbera kerfinu !

Fólkið með flokksskýrteinin þurfum við að koma út úr opinbera kerfinu !

Nafnlaus sagði...

Eiginlega myndi ég vilja orða þetta þannig, að það er ekki skrítið að "gamlir"fréttamenn spyrji leiðtoga framsóknar með þessum hætti. Framsókn hefur nefnilega í gegn um tíðina alltaf verið til sölu - og er vafalaust enn, svo sem allt bendir til. Sorglegt að þessi væntanlega stjórn skuli þurfa að starfa í skjóli hennar.

Nafnlaus sagði...

Þessi dúkka Sjálfstæðisflokksins, sem hefur verið dubbuð upp í starf þingfréttaritara, á erfitt með að fela bullandi hlutdrægni sína, sbr þegar hún sagði að á mótmælafundi á Austurvelli væru mörg kunnugleg andlit frá flokksfundi VG.

Það þarf að spúla bláþörungana út úr RÚV - með látum.

Nafnlaus sagði...

fyrsta málsgreinin er flott hjá þér, allt sjálfstæðismönnum og embættismönnunum þeirra að kenna og nú getum við farið að sofa í ró og friði.

það er komið nýtt lið sem reddar þessu.
Kyrrsetur peninga auðmanna og fær líka tillegg frá þeim í bjargráðasjóð heimilana.
Gengur í ESB og gengur ekki í ESB
Tekur upp annan gjaldmiðil þegar við göngum í ESB og göngum ekki í ESB
Lætur alla fá hærri laun og bætur en tekur samt ekki lán, já og endursemur við IMF, eða rekur þá burt.

Æi ég nenni ekki að skrifa meira, en ég held að menn ættu aðeins að spá í hvað þeir skrifa áður en þeir pósta svona bullgreinar......

Nafnlaus sagði...

En svar Sigmundar við þessari (í ljósi sögunnar að mínu mati eðlilegu) spurningu var býsna gott, og þarf ekki einusinni að segja "býsna gott miðað við framsóknarmann..."
Hver veit, ef formaður Framsóknar hefur séð ljósið (og er ekki bara svona slyngur að spila á kjósendur, heldur virkilega meinar það sem hann sagði - sem er nú alveg smá séns...), þá er kannski von til að hið sama gildi um forystu annarra flokka. Nema íhaldsins, auðvitað, mér sýnist að ráða megi af framgöngu þeirra talsmanna að þar á bæ séu gömlu gildin enn í heiðri höfð: Flokkurinn fyrst og honum þóknanlegir aðilar, annað og aðrir eru aukaatriði...
kveðja,
Tumi