miðvikudagur, 21. janúar 2009

Burt með skrílinn í Alþingishúsinu

Ummæli ráðherra og þingforseta á meðan á mótmælum stóð í gær lýsa vel veruleikafyrringu og hroka þess fólk sem situr Alþingi Íslendinga. Í skjóli þessa fólks, og reyndar með þátttöku nokkurra þeirra (eða maka), hefur þrifist mesta eignaupptaka sem þekkst hefur.

Ítrekað hefur komið fram í ummælum þessa fólks, að fólk sé skríll. Mótmæli það ummælum eða athöfnum yfirstéttarinnar, svindli þess og svínaríi. Þrátt fyrir vaxandi mótmæli og aðvaranir hagsmunasamtaka sem ráðamenn virtu að vettugi hafa innviðir samfélagsins hrunið og eftir stendur sviðin jörð. Ekkert kemur fram um úrbætur, það eina sem leiðir þetta fólk áfram er að halda stólunum og völdunum.

Aðilar atvinnulífs og stjórnir lífeyrissjóða settu ríkisstjórninnni algjörlega stólinn fyrir dyrnar í leit þeirra eftir miklum lánum og heimflutning fjármuna lífeyrissjóðanna erlendis í október síðastliðnum. Sett voru skilyrði um tiltekt en því höfnuðu ráðherrar algjörlega, í kjölfar þess hrundu bankarnir. Það var röng ákvörðun ráðherra sem því olli.

Þá leituðu ráðherrar til seðlabanka í nágrannalöndum okkar og fengu nákvæmlega sömu svör. Viðbrögð íslenskra ráðamanna voru þau að allir væru óvinir þeirra. Þráast var við fram í desember að sætta sig við þau skilyrði sem seðlabankar norðurlandanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setti íslenskri ríkisstjórn. Hún er svo rúin trausti að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ásamt seðlabönkum norðurlanda afhenda lánsfé í skömmtum. Ríkistjórnin verður að framkvæma ákvena hluti svo hún fái næsta skammt.

Í ræðum stjórnarþingmanna og ráðherra var þetta allt erlendu hruni að kenna. Nú liggur fyrir að þeir vissu betur en lugu að þjóðinni. Á hverjum degi koma upp ný mál sem upplýsa þjóðina um að ráðherrar þekktu vel til í svínaríinu, en gerðu ekkert. Einkafyrirtæki fengu í þessi skjóli að stunda sýndarviðskipti á ábyrgð íslenskra skattgreiðaenda. Þrátt fyrir að forsvarsmenn hagsmunasamtaka hefði legið á hurðarhúnum ríkisstjórnarinnar um viðbrögð og prófessorar í háskólanum settu fram aðvarnir.

Viðbrögð stjórnarþingmanna og ráðherra voru þau að hæðast af öllum sem bentu á að sú glansmynd sem ríkisstjórnin vildi halda að almenning væri blekkingar og svik.

Ríkisstjórnin og fylgisveinar hennar eins og stjórnir Seðlabanka og Fjármálaeftirlits er algjörlega rúið trausti. Þetta fólk verður að víkja strax.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst alveg sérstaklega orð forseta Alþingis Sturlu alveg út úr kortinu og lýsa hroka. Enn það virðist vera að þessir 63 þingmenn okkar séu algjörlega veruleika fyrtir því að allir flokkar samþykktu að mál um léttvínssölu í matvörubúðum yrði tekið fyrir. Nei það þarf að kjósa eigi síðar enn í Maí á þessu ári Kv Simmi

Nafnlaus sagði...

En þeir víkja ekki !

Þetta er 106 daga gömul krafa !
Hvað á til bragðs að taka ?

Geta verkalýðsfélög mætt með fánana sína á Austurvöll?

Nafnlaus sagði...

Ríkisstjórnin fellur í vikunni

Nafnlaus sagði...

Ríkisstjórn fellur í vikunni, eða eitthvað dramatíkst gerist, það er nokkuð víst.

Við ættum að kjósa, hafa ESB atkvæðagreiðlsu í leiðinni, og jafnvel að fækka verulega alþingismönnum niður í ca. 31 (verður að vera oddatala), fyrst við erum á annað borð að þessu.

Öddi