miðvikudagur, 11. mars 2009

Trúarbrögð

Var að flakka á milli rása seint í gærkvöldi og datt m.a. inn á stöðina hans Ingva Hrafns. Þar var fyrrv. heilbrigðisráðherra á eintali við hvítan Makka. Honum lá greinilega mikið á um að sannfæra Makkann um að Sjálfstæðisflokkurinn hefði jú eitthvað gert rangt, en það væri ljóst að þau kristilegu gildi sem flokkurinn hefði sett sér árið 1929 um frelsi og stétt með stétt væru í fullu gildi. Margir hefði verið að gera athugasemdir við stefnu flokksins og útfærslu en engir hefðu komið með neinar lausnir. Eftir stæði að Sjálfstæðisflokkurinn hefði andstætt Vinstri flokkunum verið að bæta stöðu þeirra sem minna mættu sín.

Þegar hér var komið skipti ég frá eintali Guðlaugs við Makkann. Þetta var svo líkt því þegar Hannes Hólmsteinn endurritaði sögu síðustu aldar og setti söguna upp á myndbönd þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði bjargað öllu einn á móti öllum. Ekki var minnst á baráttu verkalýðsfélaga eða kvennahreyfingar. Þetta er eins og trúarbrögð, ekki stjórnmál. Skyldu þessir menn trúa þessu eða eru þeir bara að bulla eitthvað upp úr sér vitandi að þér fá sín atkvæði burtséð frá því hvað þeir segja eða gera?

Hér eiga vel við orð Johns Voight :

Ef allir væru ríkir
og allir gætu lifað
á skuldabréfum
eða vöxtum
Þyrfti enginn að vinna
og allir myndu deyja úr hungri.


Samtök launamanna gagnrýndu ákaft hvernig ríkisstjórnir síðustu ára hafa markvisst látið skerðingarmörk bótakerfis sitja eftir í efnahagsþróuninni þannig að skattbyrði hinna efnaminni hefur vaxið um um allt að 7% á undanförnum árum eins og Indriði Þorlákssonn fyrrv. skattstjóri benti á í greinum sínum um skattamál. Á þetta hafa samtök launamanna bent á undanförnum árum en uppskeran verið takmörkuð. Þá helst í formi greina sendiboða stjórnvalda þar sem beitt er villandi meðaltölum til þess að réttlæta skattastefnuna.

En þessa dagana er verið að bakka út úr vitleysum Frjálshyggjunar eins og eftirlaunalögum og nú er verið að færa vaxtabætur í fyrra horf. En eins og fram hefur komið m.a. hér og í greinum nokkurra háskólaprófessora og hagdeildum aðila vinnumarkaðs þá versnaði staða þeirra sem minna máttu sína umtalsvert í kjölfar Frjálshyggjubyltingarinnar á meðan þeir lækkuðu skatta á þeim sem mest höfðu á milli handanna. Skerðingarmörk voru látin sitja kyrr, samanber eignastuðla vaxtabóta og þær nánast hurfu hér á Suðvesturhorninu.

Annað sem er að koma fram það er hvaða afleiðingar það hafði þegar Frjálshyggjan sleppti bönkunum lausum inn á lífeyrismarkaðinn og undir allt örðum forsendum en almennum sjóðunum var gert að starfa. Það voru margir sem bentu á vankanta á þessu, m.a. miklar þóknanir til bankasjóðanna, mikinn rekstrarkostnað, t.d. má benda á opnu auglýsingar í nokkur ár á meðan almennu sjóðirnir sátu (réttilega) undir miklu eftirliti um rekstarkostnað. eins var bent á hættu á að bankarnir liti til sinna hagsmuna umfram annarra. Nú blasir þetta við þeim sem fluttu séreignir sínar úr almennu sjóðunum yfir í bankana.

Það er ekki bara það sem Hrabba Kriss benti á í ágætum pistli hér á Eyjunni í gær, Hrabba hefði átt að kanna líka hversu mikið af innlegg hennar fór í þóknanir umfram það ef hún hefði ekki sinnt endalausum áskorunum bankanna, eins og hún sagði í pistlinum. En sumir ráðast síðfellt á almennu sjóðina og eru með alhæfingar um alla sjóðina.

Enn einu sinni ef menn hafa eitthvað út sinn sjóð að setja þá vitanlega beina þeir því þangað, ekki alhæfa um alla. Vitanlega á að endurskoða launkjör starfsmanna lífeyrissjóða, þau tóku mið af ofslaunastefnu bankakerfisins. Ekki var hægt að fá starfsmenn til lífeyrissjóðanna nema í hörkusamkeppni við bankakerfið. Nú eiga stjórnir sjóðanna að endurskoða þessi mál, ekki bara launin heldur öll kjör.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Athugasemd þín er ómakleg. Í þáttunum um 20. öldina var til dæmis mjög mikið rætt um kvennabaráttu á Íslandi og skilmerkilega getið allra brautryðjenda úr hópi kvenna, eftir því sem myndefni og rými leyfðu. HHG

Nafnlaus sagði...

Auðvitað þarf að skoða laun þessara manna, enn samt þarf að eyða þessu rugli um að laun undir 700Þúsund séu ofurlaun. Við verðum mörg ár að viina upp þennan skaða sem launafólk hefur orðið fyrir. Svo eru fréttinir um eignastöðu heimilna er skelfilegar og þarf að breyta þeim strax, enn þar er verðtrygginn stór skaðvaldur. Við þurfum að koma okkur burt úr þeim hópi ríkja með verðtryggingu sem eru Brasilía, Chile og Ísarel. Kv Simmi