föstudagur, 7. desember 2007

Skerðingarmörkin

Ríkisstjórnir undanfarinna ára hafa markvist látið skerðingarmörk ekki fylgja verðlagi, þannig að þeir sem minnst fá hafa fengið ennþá minna. Auknar tekjur hafa svo verið nýttar til þess að lækka skattprósentuna, sem vitanlega leiddi til þess að þeir sem hafa hæstu tekjurnar fengu miklar skattalækkanir.

Í viðtölum við spaugarann Laffer sem frjálshyggjumenn fengu hingað nýverið, kom greinulega fram að hann var kolvitlaust upplýstur um stöðuna hér á landi, reyndar var ýmislegt sem hann sagði um norðurlöndum stórfurðulegur brandari.

Hagsmunasamtök öryrkja, aldraðra og launþegasamtökin reyndu árangurslaust að ná fram leiðréttingum, en nú hefur orðið breyting á til batnaðar og má vafalaust þakka dugnaði Jóhönnu Sigurðardóttir fyrir það.

Í þessu sambandi má t.d. benda á hvernig stjórnvöld nýttu sér hækkun fasteignaverðs milli áranna 2004 og 2005 til þess að skerða vaxtabætur um nokkra milljarða. Þessi skerðing bitnaði fyrst og fremst á lág – og millitekjufólki og þá sérstaklega ungu fólki með erfiða greiðslubyrði.

Hvernig fóru stjórnvöld að þessu, jú þau þau létu eignastuðul ekki fylgja verðlagi. Eignastuðlar voru hækkaðir um 25% í stað þess að þeir þurftu að hækka um 83% svo ungt fólk á höfuðborgarsvæðinu stæðu í óbreyttri stöðu. Með 25% hækkun eignastuðuls hurfu vaxtabætur margra ungra fjölskyldna. Það er svo að koma fram í því þessa dagana að vaxandi fjöldi eigna er að fara nauðungaruppboð. Við greiðslumat var gert ráð fyrir vaxtabótum sem samsvörðu um einum meðalmánaðarlaunum.

Og vaxtabæturnar renna í ríkissjóð (eða réttara þær fara aldrei þaðan).

Engin ummæli: