Undanfarinn áratug eða svo hafa bankarnir sótt mjög inn á lífeyrissjóðamarkaðinn, ekki síst séreignasjóðina. Þeir hafa verið með margskonar boð í gangi um sérkjör þeirra sem flytji sig frá almennum lífeyrissjóðum atvinnugeiranna, yfir til bankanna með lífeyris- og séreignasparnað sinn.
Bankarnir hafa varið hundruðum milljóna króna í auglýsingar og kynningarherferðir, á meðan þingmenn settu ströng lög sem takmörkuðu svigrúm almennu lífeyrissjóðanna á þessum vettvangi.
Kynningarfulltrúar bankanna fóru víða og varð vel ágengt. Þeir byggðu söluaðferðir sínar oft á því að gera almennu lífeyrissjóðina tortyggilega og fólk ætti ekki að setja öll eggin í eina körfu.
Allir sem eitthvað þekkja til á fjármálamarkaði vita að þetta er fjarstæða og villandi áróður bankanna, engir eru með með eins dreifðar fjárfestingar og einmitt almennu lífeyrissjóðirnir.
Við höfum síðan orðið vitni að því hvernig bankarnir hafa notað þetta fé til útrásar og svo æðisgenginna launasamninga sinna forkólfa, ásamt bólgnum starfslokasamningum, ráðningarsamningum, kaupréttarsamningum og hvað þetta heitir nú allt saman. Öll vitum við að fjármunir til þessara útgjalda bankanna rignir ekki niður af himnum, þau eru tekin út í lakari kjörum sparifjáreigenda og ávöxtun lífeyrisjóðanna sem þeir stjórna.
Nú er sú staða kominn upp að nettó skuldir íslendinga eru komnar upp í 1800 milljarða og það mun taka okkur áratugi að komast út úr þessu. Það hlýtur þessa dagana hljóta að vera renna vomur á margra þeirra sem trúðu sendifulltrúum bankanna og treystu þeim fyrir lífeyrissparnaði sínum.
En bankaforkólfarnir eru svo bíræfnir og hafa reyndar fengið undirtektir hjá nokkurm þingmönnum um að nú eigi almennu lífeyrisjóðirnir að koma til hjálpar strákunum í bönkunum og láta þá líka fá það sparifé sem er í almennu lífeyrissjóðunum.
Reyndar úr því ég er kominn á þessar slóðir, þá er kannski rétt að benda þeim sem oft eru að beina spjótum sínum að vali stjórnarmanna í almennu lífeyrissjóðanna. Sú gagnrýni er að því leiti rétt að framkvæmdastjórn SA skipar helming stjórnarmanna, á meðan eigendur sjóðanna kjósa einungis helming þeirra.
En það er svo undarlegt að aldrei fjalla þingmenn um hvernig staðið sé að kjöri stjórnamanna í þá lífeyrissjóði sem bankarnir hafa með höndum. Hver er ávöxtun þeirra, hver er rekstrarkosnaður þeirra og svo frv.
1 ummæli:
Hárrétt, Guðmundur. Því miður hafa bankarnir notað þessa sjóði sína til að þvinga fólk með séreignasparnað sinn þangað inn gegn því að það fái sjálfsagða þjónustu í viðkomandi banka. Það er búið að féfletta fólk herfilega í þessu sambandi og afleitt að löggjafinn skuli hindra sjóði í eigu launþega til að kynna sig og sín kjör.
Skrifa ummæli