sunnudagur, 31. ágúst 2008

Hins ýmsu form spillingar

Samkvæmt árlegri úttekt stofnunarinnar Transparency International þrífst hvergi minni spilling í heiminum en á Íslandi. Á skalanum 1 til 10, þar sem 10 merkir engin opinber spilling, mælist Ísland með 9,7. Niðurstaða stofnunarinnar byggir könnunum með spurningum um misnotkun á opinberu valdi í eigin þágu og mútuþægni opinberra starfsmanna.

Um er að ræða 16 spurningar og er Ísland aðeins í 6 spurningum. Allar spurningarnar utan einnar snúast um mútur. Ísland getur ekki annað en skorað hátt í svona könnun vegna þess að umræðan um spillingu hér snýst um fyrirgreiðslu stjórnmálamanna í formi pólitískra ráðninga, einkavinavæðingar, opinbers stuðnings til stjórnmálaflokka og kosningasmala sinna (sem þeir settu á launaskrá hins opinbera í vor) og svo sjálfra sín í formi eftirlauna.

Til þess að tryggja stöðu sína þá hafa íslenskir stjórnmálamenn gætt þess að embættismannakerfið verði ekki of sterkt og þeim vikið sem verða í vegi þeirra. Þar má minna á nýlegt dæmi úr Reykjavík, sem Ólafur nýrekinn borgarstjóri vakti athygli á í einni af kveðjuræðum sínum. Þeir sem kanna spillingu í löndum og bera þau svo saman hafa bent á að það sé ekki hægt að gera svona kannanir á Íslandi þar sem stjórnmálamenn hafi gætt þess að fáar reglur séu til á Íslandi um störf stjórnmálamanna.

Afstaða þingmanna Sjálfstæðisflokksins undanfarna daga segir í raun allt, auk þess að þeir skuli hiklaust vitna í framangreinda könnun og halda því fram á grundvelli hennar að það sé engin spilling á Íslandi og engin ástæða til þess að gera neitt!!

Það hlýtur einnig að mörgum umhugsunarefni hvernig tilteknir fjölmiðlar birta fréttir um þessa könnun og meðhöndla niðurstöður hennar sem staðreyndir. Við höfum orðið vitni af því í dag hvernig málin ganga fyrir sig. Ritstjóri tiltekins fjölmiðils birtir opinberlega athugasemdalaust að virtur sagnfræðingur hafi látið nemandi sinn gjalda þess í einkunnargjöf, að sá sem ritaði prófritgerð sem snérist um ljóðskáld sem sé sagnfræðingnum ekki samsinna í pólitískum skoðunum. Þar fari Kommatittur sem hafi verið rekinn frá tilteknum skóla með skömm og hrakinn vestur á Ísafjörð í útlegð.

Það eitt að ritstjórinn trúi gleypi þetta athugasemdalaust segir svo margt, svo gríðarlega margt. Hann hafði ekki fyrir því að athuga hvort einhver fótur væri fyrir því, hvort viðkomandi hefði t.d. einhverntíma starfað hjá umræddum skóla. Er ætlast til þess að einhver taki mark á dagbókum ritstjórans eða það sem fjölmiðillinn birti undir hans stjórn?

Þetta er sambærilegt og þegar tiltekinn söguritari endursamdi sögu síðustu aldar, þar sem tilteknum flokki var eignað allt jákvætt sem gerst hafði á Íslandi. Ekki minnst á baráttu launamanna og samtök þeirra, eða samtök kvenna. Sjónvarpið var látið kaupa þessa seríu og menntamálaráðuneytið keypti hana líka og sendi í alla grunnskóla landsins. Varaformaður þessa flokks hélt hinu sama fram í fréttaþætti nýverið, varaformaðurinn er í dag menntamálaráðherra Íslands.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið hlýtur að vera erfitt að vera einn þeirra sem stöðugt hrópa bananalýðveldi og aðra fásinnu. Þú finnur varla land sem er minna spillt enda hafa menn ekkert í höndum sem sannanir um allt þetta röfl. Kannski helst atvinnumiðlun stjórnmálaflokkana sem er gagnrýnisverð, en menn verða nú samt að fá að ráða menn sem þeir treysta, enda virðist það lenskan, hvar sem í flokki menn standa.

Nafnlaus sagði...

,,Kannski helst atvinnumiðlun stjórnmálaflokkana sem er gagnrýnisverð, en menn verða nú samt að fá að ráða menn sem þeir treysta, enda virðist það lenskan, hvar sem í flokki menn standa."

Spllingin á Íslandi birtist helst í þessum orðum þínum !
Ef þú kastar í mig, þá má ég kasta í þig !

Þú talar um að ,,treysta" í sambandi við pólitík.
Ef það er eitthvað sem fólk ætti aldrei að gera er að nota þetta orð í sambandi við pólitík !
Þegar pólitíkusar ráða fólk þá eru þás eru þeir að borga einhvern greiða !
Það gera þeir í hvaða flokki sem er !
Var ekki Steingrímur fyrstur til að ráða sér ,,flokkssmala" ?
Sem pólitíkusarnir kalla aðstoðarmenn !

Núna er spillingin komin til að vera hjá Reykjavíkurborg , með núverandi samstarfsflokkum !
Einkavinavæðingin er hafin af fullum krafti !

Núverandi meirihluti í Bolungarvík er á fullu í spillingunni, með fjölskyldu Einars K. Guðfinnssonar fremsta í flokki !
Svona starfar sjálfstæðisflokkurinn !