þriðjudagur, 7. október 2008

Einn á móti öllum

Einkennilegt. Einn maður berst við alla hagfræðinga landsins, alla hagfræðinga heimsins, alla stjórnmálamenn landsins, alla bankastjóra landsins. Allir hafa rangt fyrir sér, nema hann.

Hann vildi ekki leyfa bönkunum að stækka, en samt gerðu þeir það á meðan han sat í sæti Seðlabankastjóra.

Hann vildi ekki sleppa bönkunum lausum, en samt var bindiskylda afnumin meðan hann sat sem forsætisráðherra þegar það var gert.

Hann vildi stækka gjaldeyrisvarasjóðinn en samt var frekar ákveðið að lækka skatta.

Við höfum það svo gott að hans mati. Það kemur reyndar ekki fram fyrr eftir tvær þrjár vikur. Bara ef verkalýðshreyfingin sætti sig ástandið þó að kaupmáttur hafi hrapað um 10%, gengið fallið um 90% og launamenn semji við hann og Seðlabankann að gera engar kröfur um úrbætur.

Hverjum á að vorkenna; þessum eina manni eða öllum landsmönnum?

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

´Hér er einn að spyrja spurningar sem Davíð svaraði ekki :

http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/664990/

Nafnlaus sagði...

Það sem Davíð sagði má segja í stuttu máli: ekki benda á mig ég er saklaus, ég var ekki í þessu partíi.

Nafnlaus sagði...

Það væri nú synd að segja að maðurinn standi ekki í lappirnar. Efast um að margir stæðust þessar árásir sem hann sætir alltaf. Mér fannst hann færa nokkuð sterk rök fyrir máli sínu og get ekki annað sagt en að hann hafi komið nokkuð sterkur frá þessu viðtali.

Nafnlaus sagði...

Mér fannst Davíð æðislegur í Kastljósinu! Loksins skildi ég út á hvað þessi aðgerð gengur og ég er DO algjörlega sammála. Vildi að þetta hefði komið fram fyrr. Hann sagðist alls ekki vera saklaus en færði góð rök fyrir máli sínu. Mikið rosa var ég ánægð með hann! :)

Nafnlaus sagði...

Það er illa komið fyrir þessari þjóð þegar ríkisfjölmiðillinn telur það greinilega hlutverk sitt að hjálpa seðlabankastjóra að reyna að halda andlitinu með smjörklípuaðferðum.

Nafnlaus sagði...

Ég hélt ég ætti ekki eftir að segja þetta um hann Davíð blessaðan en fjandi er hann bæði skýr og klár í kollinum. Hann hefur auðsjánlega fyrir allöngu gert sér grein fyrir að þjóðin stefndi að barmi þess hengiflugs þar sem hún er nú. Eftir að hafa hlustað á hann í kastljósi er ég sannfærður um að honum mun takast að leiðbeina landsfeðrum okkar á réttar brautir við að koma þjóðinni á réttan kjöl.
Hafðu þökk fyrir gamli skröggur.

photo sagði...

Hæfileikar stjórnmálamanna er að lifa af. Davíð kann þann leik betur en nokkur annar. Því þarf að hafa alveg sérstakar gætur á því sem að hann segir og gerir.
Það sama gildir með þjóf eða glæpamenn að þeir eru sérfræðingar í að spinna lygavef um sínar gjörðir og geta látið fólk trúa nánast hverju sem er.
Það er annars ótrúlegt hvernig málin hafa þróast hjá Davíð síðustu daga. Þegar upp er staðið, þá er ekki ólíklegt að það hafi verið Glitnisbanki sem hafi hugsanlega verið best staddur af öllum bönkunum þar sem að þeir voru svo skammt á veg komnir með að stofna innlánsreikninga í útlöndum.
Enn vitum við ekki um stöðu mála hjá Kaupþing banka en Landsbankinn með Björgólfsfeðga og Kjartan Gunnarsson í broddi fylkingar hefur tekist að skuldsetja þjóðarbúið um fleiri HUNDRUÐ MILLJARÐA í útlöndum sem að þeir hafa svo fengið að sólunda með. Hvert hafa eiginlega ALLIR þeir peningar farið? Spurning hvort að Rússar séu nú að bjóðast til að lána okkur þá aftur til baka?
Mín tilfinning er sú að það átti að rétta Landsbankanum Glitnisbanka hratt og örugglega og þá líklega til að bjarga því sem bjarga varð. Að sjálfsögðu er ekki vilji til að láta svo Alþjóðagjaldeyrissjóðinn fara yfir allt bullið sem er búið að vera í gangi.

Nafnlaus sagði...

Það er alveg ótrúlegt að lesa sumt sem er skrifað hér í bloggheimum og þá sérstaklega hjá álitsgjöfum. Hvernig væri að nota einfallt starfsmat á Davíð, hvernig hafa ráð hanns og stjórn reynst, Verðbólgumarkmiðið er 2,5% en verbólga verður sennilega ekki undir 25% á árinu. Ekki voru notuð þau meðul sem seðlabankinn hafði til að hefta útþenslu bankanna. Skattar lækkaðir á þenslutímum. Gengisvísitölu haldið niðri með því að hafa stýrivexti alltof háa.
Hér væri hægt að halda lengi áfram. Nánast allir hagfræðingar og málsmetandi fjármálamenn hafa bent á hættuna, en ekki hefur verið hlustað, hvorki hjá seðlabanka. Ég hef grun um að Geir Harde sé síðasti hagfræðingurinn í sjálfstæðisfloknum.
Ég met mannin algjörleg óhæfan og vill að hann víki strax.

Nafnlaus sagði...

FURÐUVERK

Davíð Oddsson, utanríkisráðherra í apríl 2006:

"Á undanförnum árum hafa verið stigin markviss skref til að leysa íslenskt atvinnulíf úr fjötrum hafta og ríkisafskipta. Skattar hafa verið lækkaðir og framlög til rannsókna og þróunar aukin, sem hefur leitt til hærra menntunarstigs þjóðarinnar. Í alþjóðlegum samanburði er reglulega frá því greint að Ísland sé í fremstu röð ríkja varðandi ákjósanlegt viðskiptaumhverfi. Það er fagnaðarefni.

Öflugir lífeyrissjóðir og einkavæðing bankanna ásamt auknu viðskiptafrelsi hafa skapað svigrúm til útrásar íslensks atvinnulífs. Reistar hafa verið traustar stoðir undir sjávarútveginn. Með kvótakerfinu er fiskur veiddur og seldur samkvæmt framboði og eftirspurn á mörkuðum. Það leiðir til aukins aflaverðmætis. Áhrif samdráttar í afla eru því minni en áður, þar sem stöðugleiki hefur tekið við af ringulreið.

Allir þessir þættir og reyndar mun fleiri hafa átt ríkan þátt í að skapa grundvöll íslenskrar útrásar. Framleiðni hefur aukist og fjölbreyttari störf orðið til í landinu svo sem á hugbúnaðarsviðinu, í lyfjageiranum, á fjármálamarkaðnum, í líftækni og svo mætti áfram telja. Á sama tíma er atvinnuleysi með því minnsta sem þekkist. Sókn íslenskra fyrirtækja erlendis byggir því á traustum grunni og aðstæður þeirra hérlendis eru með þeim bestu í heiminum."

http://www.althingi.is/raeda/131/rad20050429T103643.html

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Afsakið. Apríl 2005
Rómverji

Nafnlaus sagði...

Í gær ræddi Davíð mikið um brunaliðið og að allir væru að amast við því en dámsama útrárarmennina, óreiðumennina. Davið áttaði sig ekki á því að í brunabílnum hans er bensín en ekki vatn. Þegar Davíð kemur nálægt málum hverur allt í eldhafið.

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur

Við sem þjóð eigum nú að sækjast eftir efnahagssamvinnu og myntbandlagi við Norðmenn!

Sögulega sóttu norskir sjálfstæðisbaráttumenn hingað til Íslands á landnámstíma og nú er komin sá tími að þeir íslensku “norðmenn” sem hér hafa verið í sjálfstæðisbáráttu í nálægt 1200 ár hefji kröftuga samvinnu við gamla Noreg í efnahags-sjálfstæðisbáráttu nýrra tíma og við dyr nýs heims.

Í dag liggja hagsmunir þessara tveggja þjóða saman með margskonar hætti. Fiskiðnaður, orkumál, utanríkismál (eru bæði utan ESB, Danmörk og Svíþjóð eru innan ESB) og í raun á flestum sviðum samfélagsmála.

Í dag liggur líka fyrir að hagsmunir Norðmanna vegna Glitnis eru miklir og ættu ríkisstjórnir Íslands og Noregs saman að reka þann banka áfram. Glitnir er með miklar skuldbindingar í Noregi og yfirlýsingar Davíðs Oddssonar Seðlabankastjóra, um að Íslenska ríkið geti ekki borgað skuldir bankanna erlendis, ættu að valda ugg í Noregi

Við höfum margt að færa Norðmönnum í framtíðar samvinnu í gjörbreyttri heimsmynd, þar sem fyrirliggur að núverandi peningamarkaðshagfræði (=gjaldmiðlagræðgisbrálæði) (peningamarkaður er aðskilið eining frá framleiðslu og atvinnumarkaði), er hruninn. Ljóst virðist líka vera að glundroði innan ESB í björgunaraðgerðum dagsins í dag sýni að þar er ekki mikil samstaða og styrkur í efnahagstjórn. Þangað höfum við ekkert að gera.

Þetta vita Norðmenn! Þeir þekkja og meta vel raunvirði Íslands, virði lands og þjóðar. Við þurfum enga minnimáttarkenda að sýna í slíkri samvinnu.

Kær kveðja,
Kristján Emil Jónasson

Nafnlaus sagði...

Hvar annarsstaðar í Evrópu/heiminum er seðlabankastjóri lögfræðingur en á Íslandi ... er ekki málið að byrja á því að ráða hæfan mann með rétta mentunn og fagþekkingu í starfið!!!!