Það er í sjálfu sér ekki hægt að lesa annað úr þróuninni undanfarnar vikur, en að frjálshyggjumenn beiti öllum bröðgum til þess að halda völdum sínum á þjóðfélaginu. Reynt hefur verið að koma í veg fyrir aðkomu IMF og halda aftur af umræðu um ESB. Staðin er vörður um Davíð og hans kostulegu stjórn í Seðlabankanum, þrátt fyrir að það blasi við að þeir hafi valdið íslensku þjóðinni óbætanlegan skaða og lagt líf fjölda einstaklinga og heimila í rúst.
Í skjóli bakherbergja er unnið að því að að tryggja réttum vinum aðkomu og til að tryggja áframhaldandi völd með handröðun í stjórnir nýrra ríkisbanka og útvali hverjir fái að gæða sér á leifum bankanna. Þetta staðfestist svo glögglega þegar því var algjörlega hafnað að ræða við forstöðumenn lífeyrissjóðanna um að almenningur gæti fengið aðkomu að stjórn Kaupþings og skýrt sem svo að viðræður hefðu slitnað, þær fóru aldrei fram.
Dráttur á alvörutökum á stöðunni veldur almenning og fyrirtækjum gríðarlegum skaða. Fyrirtækin að verzlast upp og í hverri viku missa fleiri vinnuna. Það stefnir í algjört hrun um næstu mánaðarmót. Á sama tíma halda þingmenn einkennilegar ræður, sem staðfesta hversu lítið þeir vita um hina raunverulegu stöðu. Sett er umræðu á um að setja hvorn annan það verkefni að skrifa hvíta bók. Engin mun taka mark á þeirri bók komi einhver af stjórnmála- og bankamaður að því verkefni, svo maður tali nú ekki um þá Fjármálaeftirlitsmenn.
Hún var forvitnileg upprifjunin hjá Kastljósinu á Þórðargleðinni. Forseti, forsætisráðherra ásamt menntamálaráðherra böðuðu sig í skyni fjármálaguttanna, skelfileg niðurlæging fyrir þetta fólk. Verst fór Þórður Friðjónsson úr þessu og við blasir að í venjulegu þjóðfélagi væri starfsferli hans lokið fyrir nokkru. Búið er að rifja upp lofræður núverandi Seðlabankastjóra um afrek guttanna, svo maður tali nú ekki um ræður og greinar stjórnarmanna hans.
Ekki virðist standa annað til en að halda eigi áfram á sömu feigðarbraut, engu eigi að breyta. Frjálshyggjan sleppir ekki þeim völdum sem hún hefur náð á þjóðfélaginu og vill viðhalda kúgun sinni á launamönnum.
Hún er að verða einkennileg staða Samfylkingarmanna, orðnir samábyrgir því að stinga undan skýrslum þar sem sagt er fyrir um hvert stefni. Eins má benda á viðbrögð gagnvart umfjöllun Danske bank og fleiri aðila.
Dáldið einkennilegt en það eins VG menn haldi aftur af sér í von um að XD kippi þeim upp í og hendi Samfylkingunni út á næsta horni. Það er sama hvert komið er, fólk er búið að fá sig svo óendanlega fullsatt á stjórnmálamönnum dagsins í dag. Virðist ekki skipta neinu hvaðan þeir koma. Tiltrú á Alþingi íslendinga hvarf með bönkunum.
14 ummæli:
"Þetta staðfestist svo glögglega þegar því var algjörlega hafnað að ræða við forstöðumenn lífeyrissjóðanna um að almenningur gæti fengið aðkomu að stjórn Kaupþings"
hvaða bull er að setja samansem merki á milli stjórnendur lífeyrissjóðanna og síðan almennings. ég veit ekki betur en að í flestum lífeyrissjóðum séu það ekki sjóðsfélagar sem kjósi þessa menn. á meðan svo er er tómt mál að tala um þessa menn sem fulltrúa almennings, þó það henti forsvarsmönnum verkalýsðhreyfingarinnar að gera svo ef svo ber undir.
Ég tel að við íslendingar ættum að fara varlega í að trúa því sem við sjáum, heyrum og lesum um í fjölmiðlum á landi okkar.
Að mínu mati hefur alveg gleymst að ræða um ábyrgð fjölmiðla í þegar við reynum að finna sökudólga á hruni íslenska efnahagslífsins. Ég er farinn að halda að ég sé í miklum minnihluta af þeim sem muna eftir að Davíð Oddson var einn af þeim mönnum sem benti á þessa hættu, og voru strýrivextir ekki hækkaðir einnig til þess að draga úr þennslu í þjóðfélaginu.
En allavega hef ég alltaf talið að fjölmiðlar ættu að vera rödd fólksins í landinu, en reyndin er önnur. Fjölmiðlar á Íslandi hafa haldið öllu leyndu sem gæti hafa varpað skugga á útrásarmenn í efnahagslífinu og verið aðeins of sköpunarglaðir þegar þeir hafa verið milliliður milli ríkisstjórnar og fólksins í landinu. Og svo virðist sem ekkert hafi breyst í umfjöllun fjölmiðla í kjölfar síðustu daga.
Ég spyr bara hverjum þjóna fjölmiðlar í landinu og hver er ábyrgð þeirra_
Hvað voru lífeyrirsjóðirnir að gera í slagtogi með sömu mönnunum og skuldsettu landið til steinaldar?
Ert þú sem sagt stuðningsmaður Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar og vilt þá áfram í peningageiranum. Þessi tvö nöfn nægja til að ég skelli í lás og því finnst mér skjóta skökku við að Lífeyrissjóðirnir séu að hampa þeim.
Guðmundur ég skora á þig að koma saman hóp sem hefur það að markmiði að bjóða fram í næstu kosningum og losa tök stjórnmálafíflanna (alveg sama hvort það er VG S D eða B) fækka þingmönnum um 50%, Breyta þingsköpum þannig að ekki sé lengur hægt að svæfa mál í nefnd, minnka utanríkisþjónustuna, afnema eftirlaunaskandalinn, minnka seðlabankann niður í deild í öðrum seðlabanka, reka alla einkavinina sem sest hafa að í kerfinu, taka upp aðra mynt og mörg önnur þörf verk.
Ekkert bull um að gengið sé óbundið til kosninga heldur:
Við gerum þessi verk en verðum utan stjornar ella
Sætti mig ekki við að Vilhjálmur Egilsson geti með tilnefningum ráðið hverjir sitji í stjórnum lífeyrissjóðanna. Það eru ekki bara þau 50% stjórnarmanna, sem hann tilnefnir beint, heldur einnig hefur hann margoft haft áhrif á hverjir sitja fyrir hönd stéttarfélaga með því að hafna tilteknum mönnum sem stjórnarmönnum, þ.m.t. Guðmundi Gunnarssyni. Formaður Landssambands Lífeyrissjóða er svo Arnar Sigurmundsson, fyrir hönd SA! Halló, er enginn heima, fyrir hverja eru sjóðirnir? Það er að mínu mati brýnt, að ekki sitji aðrir í stjórnum sjóðanna en þeir, sem sjóðfélagar sjálfir hafa til þess kosið. Sú röksemd, að það að launagreiðendur greiði hluta launakjara starfsfólks síns sem tillag í lífeyrissjóð, gefi þeim rétt til að hafa stjórnunarleg áhrif á sjóðina, heldur ekki vatni og er fremur til þess fallin að sjóðirnir verði misnotaðir til að leggja hlutafé í óarðbær fyrirtæki.
"Það er í sjálfu sér ekki hægt að lesa annað úr þróuninni undanfarnar vikur, en að frjálshyggjumenn beiti öllum bröðgum til þess að halda völdum sínum á þjóðfélaginu. Reynt hefur verið að koma í veg fyrir aðkomu IMF..."
Þetta blogg verður æ kostuglegra.
Hverja ætla svo lífeyrisjóðirnir að tilnefna í stjórn bankana svo? ætla mennirnir sem enginn kaus í stjórn lífeyrirsjóðana að raða sér og veita sér og sínum feita bitlinga.
Guðmundur, í framboð með þig. Við þurfum á þér að halda.
Guðmundur, þakka þér fyrir góð innlegg undanfarið, gott að vita að það séu enn til einstaka menn á Íslandi sem eru með eitthvað annað en hafragraut í hausnum.
Hvar eru foringjar lýðsins í þessu landi? Hverjir keyptu þá?
Alþingi, fjölmiðlar, verkalýðsforkólfar, hverjir keyptu þetta lið?
Þetta er allt rúið trausti og fólk býður óttafultt þess sem verða vill.
Ég kalla eftir leiðtogum.
Villt þú ekki bara leiðrétta mál þitt þar sem nýjar upplýsingar hafa komið fram þá lýtur þú út eins og apaköttur. Það er engin skömm í að leiðrétta sig - bara í að halda bulli fram.
Gunnar V. Gunnarsson
ekki út þ.e.a.s.
Gunnar V. Gunnarsson
já fólk er orðið fullsatt af stjónmálamönnum en líka af embættismönnum bæði hjá ríki bæ og verkalýðsleiðtogum sem þykjast vera að vinna fyrir fólkið.
Hvernig stendur á því að t.d. formaður VR (virðing og réttlæti)finnst það vera í lagi að að vera formaður í stjórn live og vera líka í stjórn Kaupþing banka tvær stofnanir sem voru að keppa á markaði .Það þarf að skifta út þessum mönnum og setja þak á allar lífeyrisgreisðlur t.d. 400.000,00 það mundi aðallega bitna á embættismönnum og verkalýsleiðtogum en það mun aldrei verða því að menn eins og Guðmundur Gunnars fær meira en það og er einn af þeim mönnum sem þarf að koma burt.
Skrifa ummæli