föstudagur, 3. október 2008

Góður mánudagur?

Ég hef verið ákaflega gagnrýnin á ríkisstjórnina og bent á að hún ætti að vera í meira sambandi við atvinnulífið og launamenn. Launamenn eru nefnilega kjósendur, eigendur lífeyrissjóða og um leið almenningur. Einn og sami hópurinn, en einhverra hluta vegna virðast sumir stjórnmálamenn ekki átta sig á þessu.

Full ástæða er til þess að við tökum höndum saman og finnum sameiginlega leiðir til þess að þjóðfélag okkar bjóði áfram upp á góða vaxtarmöguleika og vaxandi kaupmátt.

Það gerðist í dag að ráðherrar gengu til víðtæks samstarfs víðtæks við aðila vinnumarkaðs, lífeyrissjóði og banka. Það er af hinu besta og full ástæða að þakka það. Nú er svo komið að það er sparifé (lífeyrissjóðir) almennings sem einn getur bjargað efnahagslífinu. Starf samtaka launamanna til bjargar frjálshyggjunni.

Það er ástæða til þess að byggja upp traust á Íslandi og ekki síst meðal okkar sjálfra. Helgin fer í það og vonandi skilar það okkur góðum mánudegi.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"Starf samtaka launamanna til bjargar frjálshyggjunni."

Vonandi. Þá er til einhvers unnið, eða hvað?

Rómverji

Nafnlaus sagði...

Ef þessu útrásarpakki sem hefur sett þjóðina á hausinn verður haldið í ljósárafjarlægð frá fjármunum lífeyrissjóðanna þá verður þetta væntanlega gott mál.
Gangi ykkur vel

Nafnlaus sagði...

Vonandi getið þið, um helgina, sammælst um að "útrásarvíkingarnir" verði opinberlega úthrópaðir sem helstu landráðamenn Íslands.

Nafnlaus sagði...

Það var vitað að þeir myndu hirða lífeyrissjóðina líka. Það má ekki nota lífeyrissjóðina, fyrr en eftir að búið er að setja bankana í þrot.
Þórður S

Nafnlaus sagði...

Nú er ég búinn að setja peninga í aukalífeyrissparnað í all nokkur ár. Hugmyndin var að geta haft það náðugt eftir sextugt.

Eru þeir peningar í einhverri hættu í öllu þessu fjárhættuspili?

Nafnlaus sagði...

Þá eiga peninganir úr sjóðunum okkar að notast skynsamlega og þannig að engin áhætta verði tekin og þeir haldi góðri ávöxtun. Enn þeir eig alls ekki að hjálpa fólki einsog Jón Ásgeiri sem vildi stofna sérstakan lífeyrissjóð fyrir starfsfólks Baugs. Bara nota þessa peninga til að styrkja okkur til að halda áfram og þá meina ég almenig í lansinu. Kv Simmi

Nafnlaus sagði...

Gudmundur minn. Vertu nu ekki ad monta tig a ad vera kalladur til ad ausa peningum okkar skattborgara inn i efnahagslifid. Vid eigum tessa peninga, og ef tid takid ahaettu med tessa peninga ta verdid tid ekkert annad en verkfaeri i hondum djofulsins.

Haegt vaeri ad kaupa verdtryggd rikisskuldabref.

Haegt vaeri ad setja krofur um ad tessir peningar komi ekki inn i efnahagskerfid fyrr eftirlaunafrumvarpid hefur verid afnumid.

Haegt vaeri ad stofna lanasjod lifeyrissjoda - sem lanar bara til almennings.

Haegt vaeri ad halda peningunum úr landi. Varla vaeri gafulegt ad fjarfest a otryggum markadi.