fimmtudagur, 30. október 2008

Hrun Sjálfstæðisflokksins og efnahagsstefnu hans

Fylgi Vinstri-grænna mælist nú meira en fylgi Sjálfstæðisflokksins, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Samkvæmt könnuninni mælist fylgi Samfylkingar 31%, VG 27%, Sjálfstæðisflokks 26%, Framsóknarflokks 10% og fylgi Frjálslynda flokksins er 3%.

Svarhlutfall var 66% sem segir kannski ekki minnstu söguna. Íslenskir stjórnmálamenn hafa gengið svo kyrfilega fram af fólki með fullkomlega ábyrgðarlausu hátterni og spillingu á undanförnum misserum. Þar er ég að vísa til hátternis sjálfstæðismanna í borgarstjórninni og svo stjórn efnahagsmála.

Hætt er við að fall stjórnarflokkanna eigi eftir að aukast ennfrekar. Þá ekki síst þegar nokkur þúsund manna verður búin að missa vinnuna og hinn hlutinn fallinn verulega í launum og verðbólgan á fleygiferð upp á við og vextirnir þar á eftir.

Sífellt koma fleiri atriði fram sem segja okkur hversu afkáralegir stjórnarhættirnir hafa verið á undanförnum árum. Stjórnvöldum hefði verið í lófa lagið að fyrirbyggja hamfarir heimilanna, sparifjáreigenda og sjóðsfélaga lífyerissjóðanna.

Ekki er ólíklegt að þegar búið verður að kanna atburðarásina, að stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins verði líkt við skipulagða árás á heimilin.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dýr mun Davíð allur.

fyrir xd.

Nafnlaus sagði...

rannsókn HA HA HA HA HA

Nafnlaus sagði...

Sjálfs æðis flokkur eða eitthvað annað,það verður ekki kosið framar á Íslandi.
Eruð þið ekki farnir að skilja ástandið heimsku Íslendingar?

Nafnlaus sagði...

Ef ég man rétt þá var VG með ekki ósvipað fylgi fyrir 2 árum eða svo. Landsmenn eru svo gjarnir að láta eina skoðun í ljós í skoðunarkönnunum og aðra í kosningum.

Nafnlaus sagði...

Frjálshyggjan og sjálfstæðisflokkurinn hefur sagt sig til sveitar.
Hann er nú á framfæri okkar hinna.
Byrjum á að minnka vasapeninginn þeirra.
Komum ábyrgu fólki að stjórn landsins.

Nafnlaus sagði...

Mesta furða að Sjálfstæðisflokkurinn skuli mælast yfirleitt eftir að hafa farið verr með okkur en nokkur annar stjórnmálaflokkur í Íslandssögunni.
Allt liðið búið að skíta upp á bak og heldur að enginn sjái eða finni fýluna. Halda íslenskir stjórnmálamenn ennþá að íslenska þjóðin samanstandi af hálfvitum sem bara komi til með að fyrirgefa þeim?
Það þarf að skipta út þessu liði sem allra fyrst og koma ábyrgum einstaklingum að stjórn þjóðarinnar. Einstaklinga sem rökstyðja sínar ákvarðanir með ráðum færustu sérfræðinga en drullast ekki bara áfram að eigin heimsku hugmyndum og eiginhagsmunum sínum og vina sinna.

Nafnlaus sagði...

Kjósendur sjálfstæðisflokksins bera mikla ábyrð á því ástandi sem hér er í dag !
Kjósendur sjálfstæðisflokksins gera engar kröfur til þeirra sem veljast til metorða hjá flokknum !
Hverjir eru fyrir sjálfstæðisflokkinn í stjórn seðlabankans ?
Útbrendur handónýtur pólitíkus, Halldór Blöndal og prófessor í persónulegu skítkasti , Hannes Hólmsteinn. Svona er mannvalið hjá sjálfstæðisflokknum !

Það er ef til vill að vakna spurningar hjá einhverjum kjósenda sjálfstæðisflokksins um það hvers vegna ástandið er svona ?

Er það ekki bara gott að kjósendur sjálfstæðisflokksins fara að gera sér grein fyrir því að þeir beri einhverja ábyrgð á ástandinu ?

En að þeir veldu vinstri græna, það datt mér aldrei í hug !

Nafnlaus sagði...

Ehh... varstu ekki sjálfur í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1994?

Nafnlaus sagði...

Sjálfstæðisflokkurinn var góður og blessaður allt fram að aldamótum, en eftir það virðist allt hafa verið á niðurleið hjá þeim. Kannski eru völdin orðin að vana og þeir vanda ekki lengur til verka ?

Þar með er ekki samasemmerki milli þeirra sem voru í flokknum og þeim sem eru enn... það eru mýmörg dæmi um það.

Annars vonar maður innilega að gullfiskaminni íslenskra kjósenda muni ekki gilda í þetta sinn. Sjallarnir hefðu gott af því að víkja - kannski myndu þeir taka til í eigin ranni af því tilefni. Það er t.d. þekkt taktík í fótbolta að taka mann úr liðinu ef hann er farinn að staðna, og oftar en ekki verður viðkomandi fílefldur þegar hann fær tækifærið aftur - kannski gildir það sama hér ?

Öddi