fimmtudagur, 9. október 2008

Breytingar strax

Nú duga ekki lengur „lambið leikur sér í haganum og sólin skín í heiði“ ræðurnar hjá stjórnmálamönnunum. Stjórnarþingmenn fara út og suður og þeir sem hafa hrópað hvað hæst um að ekki megi benda á sökudólga þegar rætt er um afdrifaríkt aðgerðaleysi í efnahags- og peningamálstjórninni, beina spjótum sínum að eyðslu almennings undanfarin ár.

Þeir hinir sömu hafa hrósað sér af því að hafa fimmfaldað gjaldeyrisvarasjóðinn staðið sig svo vel. Í dag segja þeir í fjölmiðlum að það sé Seðlabankanum að kenna að gjaldeyrisvarasjóðurinn hafi ekki verið stækkaður nægjanlega.

Ágæt yfirferð er um lofræður Seðlabankastjóra um útrásarvíkingana og sjálfhælni hans í Fréttablaðinu í dag.

Stjórn Seðlabanka verður að víkja, strax.

Vextir verða að fara niður í 8% fyrir helgi.

Sækja verður um inngöngu í ESB.

Fá verður fjárhagslega aðstoð frá Norðurlöndunum og jafnvel tæknilega aðstoð frá fleiri aðilum ef það verður til þess að ró komist á. Frændur okkar hafa gengið í gegnum einkavæðingu bankakerfisins og þurftu að taka við því aftur og fara í gegnum mikla hreinsun. Á þetta hlustuðu stjórnendur íslensks efnahagslífs ekki og héldu út á þessa braut hugsunarlaust og án þess að búa sig undir hugsanleg áföll.

Nú þurfa allir að taka höndum saman og hefja uppbyggingu. Það verður ekki gert nema til staðar sé traust á þeim sem eru við stjórnvölinn. Það traust er ekki til staðar í dag. Sjálfstæðismenn segja að þetta sé ekki hægt vegna þess að þá klofni flokkurinn. Almenning er slétt sama um einn stjórnmálaflokk. Hann vill alvöruþjóðfélag með stöðugleika og samskonar efnahagslífi og þekkist í nágrannalöndum okkar. Það er nóg komið af sjálfhælni og heimatilbúinni gerviveröld þeirra stjórnmálamanna sem hafa verið við völd hér undanfarna tvo áratugi.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvar er forsetinn, biskupinn og o.fl. Það þarf að hughreysta þjónina

Nafnlaus sagði...

Getur ekki verkalýðsforustan gert eitthvað? Átti fund með forseta og framkvæmdastjóra ASÍ fyrir nokkrum mánuðum síðan og þegar ég kom út af þeim fundi þá hafði ég á tilfinningunni að ég hafi verið að tala við tvær útdauðar risaeðlur.
Í öllu þessu umróti sem nú gengur yfir þjóðfélagið, á verkafólk og almenningur að endurskoða þau tæki sem byggð hefa verið upp á undanförnum áratugum sem hagsmunagæsluaðilar almennings. Hér þarf heldur betur að taka til eins og á öðrum sviðum í þjóðfélaginu, þegar við erum komin út úr mesta óveðrinu sem dynur á okkur nú. Það verður að skipta algjörlega um hugmyndafræði og starfshætti í verkalýðshreyfingunni.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur mikið asskoti ertu leiðinglegur. Hver heldur þú að nenni að fylkja liði með þér og þínum.

Nafnlaus sagði...

Nafnlaus #3:

Mikið rasspoti ertu mikill ****... Þú leggur leið þín hingað inn, lest pistilinn, og gerir þér svo ómak í að bæta svona kommenti í kerfið.

Ef þér líst ekki á þetta blogg, EKKI lesa það! Og ef þú aulast til að lesa það, EKKI kommenta !

Það er engum til framdráttar þetta komment þitt.

Það er útaf leiðindapúkum eins og þér að kommentakerfi eru að verða leiðinlegasti kvilli netsins, og að það er verið að loka þeim í auknum mæli.

Gagnrýni á vel rétt á sér, en komment þitt er óskylt gagnrýni.

Öddi

Nafnlaus sagði...

SNÚUM BÖKUM SAMAN

Krefjumst þess að stjórn Seðlabankans segi af sér á stundinni.
Nú er nóg komið!

Safnast verður saman við styttuna af Ingólfi Arnarssyni kl. 12 og rölt yfir að torginu fyrir framan Seðlabankann. Njallinn verður sunginn og gjallarhorn til staðar fyrir þá sem taka vilja til máls.

FJÖLMENNUM!!!

Nafnlaus sagði...

á morgun, föstudag altso.