Nú liggur fyrir að ameríkanasering Íslands mistókst herfilega. Misskipting hefur vaxið gríðarlega og almenning blæðir. Bankaguttarnir högðuðu sér eins og við var að búast, gengu út í teygjuna eins og hægt var, en því verður ekki breytt að það voru pólitískt kjörnir fulltrúar sem stjórnuðu og settu línurnar.
Fyrir liggur að halla sér aftur að norðurlandamódelinu. Þau þjóðfélög eru að takast á við afleiðingar bankakreppu, en vandamálin eru fjarri því að vera í grend við það sem er hér gengur á. Ísland hefur glatað áliti í nágrannalöndum eins og ég hef rakið oft hér á þessari síðu. Það þurfum við að endurvinna.
Ekki komu „vinir“ okkar í vestrinu til hjálpar.
Það liggur fyrir pólitískt uppgjör hér á landi við þá sem hafa farið með efnahagsstjórnina síðan 1994 innan ekki mjög langs tíma.
5 ummæli:
Sammmála þessu. Var mest undrandi á því að Geir skyldi ekki tilkynna afsögn sína um leið og hann afhjúpaði hvaða dómsdagsmistök hann og DO höfðu í raun og veru staðið fyrir sl. áratugi. Heldur maðurinn virkilega að hann beri enga ábyrgð á því hvernig er komið fyrir okkur?
Ég leyfi mér að endurtaka með hástöfum á réttum stöðum (í stíl við ónefndan andstæðing ESB):
"því verður EKKI breytt að það voru pólitískt kjörnir fulltrúar sem STJÓRNUÐU og SETTU LÍNURNAR"
Tek svo undir með nafnlausum. Ég trúði því vart að Geir skyldi ekki nota rándýran útsendingartíma til sjálfsagðra athafna á borð við það að láta af embætti.
En svona er þetta bara á Íslandi.
Kraumandi kröfuleysi.
Tekur Rússavæðingin við? :)
Verða þá kosningar til Alþingis bráðlega eða hvað ???
Greinilegt að Hr Haarde er strax farinn að verja sig og sína hermaura.
Maðurinn hefur ekki stunið upp úr sér orði nema að með fylgi "við er náttúrulega stödd inn í alþjóðlegum vanda".
Sem sé, í næstu kosningum, sem vonandi verða fyrr en 2011, megum við eiga von á því að það hafi verið alþjóðleg vandamál eingöngu sem kostuðu mig hugsanlega vinnuna og að matarkarfan hafi hækkað um 30%.
Vei þeim sem vilja kjósa þessa hermaura enn og aftur yfir sig.
Skrifa ummæli