mánudagur, 29. desember 2008

Áfram á spillingarbraut

Það eru engin rök fyrir því að halda verði á orku leyndu fyrir eigendum orkuveranna. Það er ekki gert í nágrannalöndum okkar.

Ef þörf er á því að halda því leyndu, þá er eitthvað óhreint á ferðinni.

Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn virðast ekki læra af reynslunni, þeir standa áfram að leyndópólitíkinni og baktjaldamakkinu þrátt fyrir allt sem undan er gengið í borgarstjórn, REI-málinu, og svo ekki síst hvernig hlutirnir hafa gengið fyrir sig í bankahruninu.

Stjórnmálamenn þessara flokka ætla greinilega að halda áfram á sömu braut.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jebb og þeir munu ekki hleypa nýju afli að.

Nafnlaus sagði...

Talaði Vinur Óskars ekki í hring í fréttinni í sjónvarpinu í kvöld þegar hann sagði að verðið þyrfti að vera leydó til að sýna ekki á spilin þegar verið er að semja við alla kaupendurna sem flykkjast að OR? Og sagði hann ekki í næstu andrá að það verði að semja við álfyrirtækin því þau væru einu kaupendurnir og í þessu árferði væri engin von til þess að kaupendum fjölgaði? Þannig að Vinur Óskars segir að það sé þörf á að halda þessu leyndu vegna þessara tveggja kaupenda sem flykkjast að OR.

Það þarf að halda verðinu leyndu því nú, þegar verið er að skera niður alla grunnþjónustu samfélagsins myndi allt verða brjálað og blóð færi að renna þegar kæmi í ljós að erlendir auðhringar borga brot af því sem innlendir aðilar, auðhringar eða almenningur, þarf að borga fyrir orkuna. Og þegar tekið er inn í reikninginn að OR og Landsvirkjun eru með hluta af verðinu bundið í framvirkum samningum um álverð þá er verðið enn lægra og niðurlæging orkufyrirtækjanna enn meiri. Ekki furða að lánshæfismat Landsvirkjunar sé fallið niðurfyrir lánshæfismat íslenska ríkisins, sem er nú ekki burðugt.

Það er ekki eitt -- það er allt.