sunnudagur, 7. desember 2008

Góð umfjöllun í Mogganum í dag

Loksins er alminnileg umfjöllun um lánamál almennings eins og er í Morgunblaðinu í dag. Það hefur verið einkennilegt hversu lengi fjölmiðlar hafa dregið að kryfja stöðu lánamála. Á sama tíma óábyrgar og órökstuddar fullyrðingar riðið röftum. Þar hafa populistar vakið væntingar sem ekki er innistæða fyrir hjá því fjölmarga fólki sem á í vandræðum.

Ómerkilegastur allra er akureyringurinn sem hefur tekið sér þá heimild að lofa því í ræðum og spjallþáttum að öryrkjar og ellilífeyrisþegar muni taka að sér að greiða upp lán landsmanna. Þessi hinn sami sá um digran sjóð í eigu 50 þús. Íslendingar og sem gufaði upp í höndum hans og hann er illa þjakaður af Davíðsyndróm, kennir öðrum um. Nú vill hann taka til við sparifé launamanna.

Nú þykist hann vera að leiðrétta stefnu verkalýðshreyfingarinnar. Sú stefna hefur alltaf verið skýr og ekkert breyst, það er að taka á vandanum, og skapa það ástand að háir vextir og verðtrygging hverfi hér á landi. Vaxtabætur verði leiðréttar og komið verði á greiðsluaðlögun.

En skyldu stjórnmálamenn taka á eftirlaunalögunum fyrir jól? Sá kattarþvottur á Eftirlaunalögunum sem formenn stjórnarflokkanna hafa sett fram fullkomlega óþolandi.

Vitanlega á að afnema lögin strax, annað er eins og blaut tuska framan í almenning, sem þessa dagana að horfa upp á að glatast hafa hundruð milljóna úr eigin lífeyrissjóðum og sparnaði vegna slakrar frammistöðu stjórnmála- og embættismanna . Vitanlega eiga þingmenn, ráðherrar og æðstu embættismenn eiga að njóta sömu lífeyriskjara og aðrir opinberir starfsmenn. Eftirlaunalögin er dæmi um spillingu á hæsta stigi.

Hún kallar einnig á okkur sú mismunum, sem launamenn á almennum markaði búa við gagnvart opinberum starfsmönnum. Um áramótin stefnir í að það þurfi að flytja allt að 30 milljörðum króna úr ríkissjóð í lífeyrissjóð opinberra starfsmanna svo hann geti staðið undir skuldbindingum. Þessir 30 milljarðar verða vitanlega sóttir í auknum sköttum á alla landsmenn.

Á sama tíma þurfa almennir launamenn að horfa upp á skerðingar í sínum lífeyrissjóðum og þingmenn hafa komiðp því þannig fyrir að þær má ekki sækja í ríkissjóð, almnnum launamönnum er aftur móti gert að greiða kostnaðin af leiðréttingu hinna.

Þingmenn ætla hins er fela þennan ójöfnuð með því að færa skerðingarmörk almennu lífeyrisssjóðanna úr 10% upp í 15%, eins og ríkistjórnin er að bauka með núna í þingsölum í sínum venjubundnu kattarþvottum í kringum lífeyriskerfi landsmanna.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

100% sammála þér, Guðmundur. Þetta er allt búið að vera svo mikil sýndarmennska og klúður, að helmingur hefði verið nóg.
Takk fyrir góðan pistil. En það verður samt að skoða þetta með verðtryggingun og aðlaga okkur að samkeppnislöndum okkar varðandi íbúa landsins. Við getum ekki misst allt þetta fólk úr landi, sem mér sýnist að stefni í.

Fólk er svo uppgefið á þessu ástandi, greiðir af lánum sínum en sér ekki högg á vatni, höfuðstóllinn bara stækkar. Það má ekki vera sífellt að auka á væntingar fólks með svona tali, það verður að vera innistæða fyrir málflutningnum.
kv. Soffía

Arnþór sagði...

"Nú þykist hann vera að leiðrétta stefnu verkalýðshreyfingarinnar. Sú stefna hefur alltaf verið skýr og ekkert breyst, það er að taka á vandanum, og skapa það ástand að háir vextir og verðtrygging hverfi hér á landi. Vaxtabætur verði leiðréttar og komið verði á greiðsluaðlögun."

Þú ert nú meiri dónakarlinn Guðmundur. Situr skoðanaríkur með milljón á mánuði og bumbuna út í loftið og þykjist vera gæta hagsmuna launafólks, öryrkja og gamalmenna. Sérhagsmunagæsla er ekki verkalýðs- eða launabarátta.

Þú segir frá stefnumálum þínum en hver er árangurinn? Lægstu laun eru hér svo léleg að sennilega væru þau ekkert lélegri þótt engin verkalýðshreyfing væri starfandi. Og vextir og verðtrygging í heimsmetahæðum sem verða aldrei slegin. Þú ert samningamaður af því sauðahúsi sem setur inn í alla kjarasamninga að engir megi fá launahækkanir umfram þína skjólstæðinga. Það er láglaunastefna í praxis!

Og núna lítur þú til baka í gegnum Davíðssyndrómugleraugun og þykist sjá að lélegur árangur þinn og ASÍ sé ekki á þína ábyrgð heldur öðrum að kenna. Nema náttúrulega þín eigin ofurlaun. Þau tókstu þér sjálfur í nafni tækifærismennsku.

Nafnlaus sagði...

Ömurlegt að þú gagnrýnir akureyringinn með þessum ómálefnalega hætti! Það er ljóst að þú hefur engan skilning á verðtryggingu ef þú ætlar þér að tala með þessum hætti! Verðtryggingunni sem slíkri var í upphafi ætlað að hjálpa en hefur snúist í höndum þeirra sem áttu að sýna ábyrgð! Verðtrygging í því formi sem hún er núna er rán það veistu mæta vel ... í þessu aðstæðum sem ríkisstjórnin er að margtyggja ofan í fólk að séu neyðaraðstæður er hún ósanngjörn og þarf að endurmeta! Þegar við gældum við verðtrygginguna 1979 horfðum við ekki fram í tímann. Margir óvissuþættir voru ekki hugsaðir til enda. Við þurfum að þora að skoða mistökin okkar og laga þau. Á skuldarinn einn að taka áhættu við áveðnar aðstæður sem er ekki einu sinni getið um í smáa letrinu! Þú hefur líklega ekki mikinn skilning á því að fólkið úti kallar á breyttar vinnureglur og hugmyndafræði. Auðvitað felur það í sér að endurskoða lífeyrissjóðina og þá sem þar sitja. Það vita allir að yfirbygging lífeyrissjóðana er mikil og því er hægt að spara mikinn pening með því að endurskipuleggja þá og breyta um stefnu. Stefnu sem er fyrir fólkið!
Kveðja,
Elísabet

Nafnlaus sagði...

Ein spurning varðandi verðtryggingu og ESB. Því er haldið fram að verðtryggðir lánasamningar séu varðir eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Hins vegar er okkur sagt að við inngöngu í ESB verði verðtrygging afnumin.
Nú er flestir verðtryggðir lánasamningar til 15-40 ára.
Verður þá eignaréttarákvæðið að þessu leiti afnumið við inngögnu í ESB?

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir góða pistla. Er oftast sammála þér.
EN
Árum saman vann ég hjá ríkinu á lægri launum en gerðust á almenna markaðnum. Maður sætti sig við það því matið var að í raun værum við með 15% dulin laun í betri lífeyrissjóðskjörum.
Hættu nú að hnýta í lífeyrissjóð ríkisins og kjörin þar. Við sem erum á þeim kjörum erum búnir að borga fyrir þá kjarabót og það að fullu.
Neisti

Nafnlaus sagði...

Sæll - sýnist meinleg villa í umfjöllun um Benedikt Sigurðsson Búseta-mann á Akureyri. Þú blandar honum saman við alnafna hans á Seltjarnarnesi sem er framkvæmdastjóra Giftar (og "hefur svikið 50.000 manns"). Þér svíður greinilega gagnrýni Bensa - en Framsóknarósómann hefur hann ekki á samviskunni.

Nafnlaus sagði...

Já skoðið bara samningana hjá þeim körlum í rafis, það er alveg snilld hve lélegir samningar þetta eru og mér varð óglatt að sjá um daginn þegar að rafis birti á síðunni hjá sér og í fjölmiðlum að meðallaun rafiðnamanna væru 451 þús! Ef svo er þá er það ekki samningunum að þakka, það er hinsvegar staðreynd að mjög mörg fyrirtæki borga eftir samningunum en ekki þessi markaðslaun og þar eru allt aðrar tölur! Vægast sagt mjög lélegar tölur og réttindin eru einnig með því versta sem að hægt er að finna því miður þannig að ég held að það væri mjög sniðugt að fá inn nýja menn í rafiðnasambandið.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur ... væri ekki rétt að þú myndir upplýsa um launin þín og þá meina ég öll laun s.s. bílastyrk, nefndarlaun héðan og þaðan s.s. total laun ? Egill Helga er búinn að hreinsa sitt borð. Þú ert næstur!

Nafnlaus sagði...

Ég býst við því að meirihluti heimila landsins voru í þeirri stöðu síðasta mánuð að lán þeirra hækkuðu meira en allar tekjur þeirra þann mánuðinn og það á hver heilvita maður að sjá að slíkt gengur ekki upp.

Afnám verðtryggingarinnar er forsenda þess að fólk hætti ekki að borga og ákveður að neita að flyja út friðsamlega. Ef það gerist munum við taka annan kollhnýs og landið jafnvel leysast upp í ófrið. Nokkuð ólíklegt verður að telja að neinir lífeyrissjóðir eða bankastofnanir myndu lifa það af.

Lífeyrissjóðirnir verða því að koma að þessu máli því það er betra að semja við okkur skuldarana en að láta hlutina fara í hart.

Héðinn Björnsson