sunnudagur, 21. desember 2008

Jólaverkefni Alþingis


Fyrir stjórnvöldum liggur brýnt verkefni um að lækka vexti á lánum umtalsvert strax um áramótin. Huga verður að sérstökum aðgerðum vegna heimila sem við blasir gjaldþrot. Sérstaklega hjá þeim heimilum ekki hafa staðið í óráðsíu og en eru í skuldum sakir þess eins að vera að koma sér upp heimili og eru að gjalda þess að hafa fjárfest þegar óraunsætt yfirverð var á fasteignum og fá mikla verðbólgu og snarhækkandi vexti.

Hér ætti grípa til vaxtalausra lána í allt að 2 árum eða þartil jafnvægi er komið á efnahags- og atvinnulífið og einhverjum tilfellum gæti þurft að grípa til niðurfelling skulda að hluta. Örvænting og ókleifur múr blasir við mörgum í dag, minnkandi tekjur, jafnvel atvinnuleysi. Mikill kostnaðarauki fyrir samfélagið vegna splundraðra fjölskyldna og gjaldþrota heimila réttlætir að gripið sé til fyrirbyggjandi aðgerða jafnvel þó þær séu kostnaðarsamar.

Ríkisstjórnin ætti að láta af áralöngu þrasi um fokdýr eftirlaunasérréttindi sem hafa kostað samfélagið allt að 12 milljörðum ef marka má fréttir RÚV. Afnema þau og koma á öflugu samstarfi við stéttarfélögin og lífeyrissjóðina nú fyrir jólin með þetta að markmiði.

Það gæfi mörgum fjölskyldum meiri hugarró á jólunum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég get reyndar alveg verið sammála þessu. En fyrir 4 dögum sagðir þú á þessu bloggi :
"Sumir hafa lagt til að strika einfaldlega út verðtryggingu, ef ekkert annað væri að gert, leiðir það til þess að verið væri að færa greiðslur á lánum allra yfir á gamalt fólk og öryrkja sem er með sparifé sitt í lífeyrissjóðnum sínum og bönkunum. Mér er óskiljanlegt af hverju á þetta ráðdeildarsama fólk sem hefur safnað upp sparifé, eigi að sætta sig við að það sé nýtt til þess að greiða skuldir annarra?"

Ég sé ekki muninn á þessu og þwieei niðurfellingu skulda sem þú ert að leggja til núna. Þín leið er bara ósanngjarnari að því leyti það fá sumir niðurfelldar skuldir.

Guðmundur sagði...

Ég hef margoft sagt hér á síðunni að það gangi ekki upp að fella niður vertyrggingu, sem leiðir einfaldlega til að þáverði skuldarar að greiða alla fulla vexti og það ráði þeir ekki við. Þess vegna var greiðsludreifing tekinn upp sem nefnd er verðtrygging. Fullyrðingar um verðtryggingu hafa því miður of oft einkennst af klisjum byggðum á röngum forsendum. Ég ætla ekki hér að fara enn einu sinni yfir þetta en bendi á fyrri pistla.
Það eru fleiri en einn hópur sem er að drukkna í skuldum. Sumir voru að sspila á markaði með sínar eignir og tóku áhættu.

Aðrir keyptu sér eina íbúð við uppbyggingu heimilis, en eru að súpa seiðið af aðgerðum þeirra sem voru að spila á markaði. Það er þessi hópur sem umfram aðra á rétt á aðstoð.

Það væri betra að menn temdu sér að birta aths. undir nafni takk fyrir.