þriðjudagur, 9. desember 2008

Losun séreignasparnaðar

Í séreignarsparnaði landsmanna eru um 250-300 milljarðar. Nú spá sumir stjórnmálamenn í hvort breyta eigi lögum þannig að eigendur séreignarsparnaðar geti nýtt hann til þess að mæta greiðsluerfiðleikum. Reyndar verður að telja að það sé frekar fólk undir miðjum aldri sem á þessu þurfi að halda, en það er einmitt það fólk sem hefur hvað minnst sinnt því að greiða í séreign.

En þetta er ekki eins einfalt og sumir vilja vera láta, því séreignarsparnaður er ekki laust fé. Reyndar virðist vera hér á ferðinni enn ein sönnun þess hversu lítið stjórnmálamenn vita um lífeyriskerfið, eins og ég hef margoft komið að.

Séreignasparnaður er eins og annað vörslufé fjárfest í mismunandi sjóðum og leiðum. Eins og flestir vita þá er seljanleiki á verðbréfamörkuðum í dag lítill og ekki hlaupið að því að losa fjárfestingar sjóðanna. Einhver verður að kaupa þær fjárfestingarnar sem séreignarsparnaðurinn á í dag. Sá aðili verður líklega vandfundinn.

Vandséð er að lífeyrissjóðir geti keypt eignir séreignarsparnaðar til þess að gera útgreiðslur mögulegar. Þegar atvinnuástand var í lagi höfðu lífeyrissjóðir um 150 Mia kr. á ári í ráðstöfunarfé. Þetta er einmitt það fjármagn sem ríkissjóður og sveitarfélög hafa litið til í útgáfu á skuldabréfum til þess að afla sér framkvæmdafjármagn.

Líklega verða það ríkisskuldabréf sem sett verða í sölu til þess að lágmarka eignatap. Ef stjórnmálamenn opna aðgang að séreignarsparnaði eru því umtalsverðar líkur á að eignaverð lækki verð fjárfestinga séreignasjóðanna. Það myndi þá einfaldlega leiða til að það fjármagn sem yrði til ráðstöfunar myndi lækka.

Í sumum tilfellum er lífeyris- og séreignarsparnaður verðmætasta eign einstaklinga. Sérstaklega í ljósi þess að þessar eignir eru ekki aðfarahæfar. Það er því þörf á að huga vel að öllum hliðum þessa máls, vitanlega með hag heimilanna efst í huga.

Eðlilegra væri fyrir stjórnmálamenn að byrja að því að huga að vaxtabótum og barnabótum eins og ég hef nokkrum sinnum komið að í fyrri pistlum. Til að fjármagna það mætti t.d. afnema eftirlaunalögin og þá sparast 600 millj. kr. fyrir ríkissjóð.

21 comments:

Nafnlaus sagði...

Saell

Sereignin er eign einstakra sjodsfelaga, af hverju mega their ekki radstafa thvi fe sjalfir?

Samkvaemt thessari frett her

http://eyjan.is/silfuregils/2008/12/09/tap-lifeyrissjoda/

virdist sjodunum ekki hafa haldist vel a theim fjarmunum sem theim hefur verid treyst fyrir.

Stjorn sjodanna er olydraedisleg og ekki haegt ad faera eigur a milli.

Margar sogur ganga um ofagleg og oheidarleg vinnbrogd sjodstjora.

Hvada hagsmuni er thu ad verja?

Theirra sem greiddu i sjodina eda theirra sem stjorna theim?

Kv

Sveinn

Nafnlaus sagði...

mikið dj. er ég sammála þér. REyndar held ég að þetta eigi að vera ein leið til að fjármagna halla á ríkissjóði. Ætli mætti að skatttekjur af þessum sparnaði myndi vera ca.80 milljarðar. Það er nú gott eyðslufé fyrir dýralækninn.

kv.

Helgi

Nafnlaus sagði...

Þessi umræða um að losa séreignalífeyrir er algjört rugl. Fólk á svo eftir að borga skatt af þessu þannig að þá fær það um 60% og hvað halda menn að það sé mikið, allaveg er ég viss um að það breytir engu sú upphæð hjá þeim sem eru illa staddir. Menn ættu að hugsa um leiðir sem hjálpa fólki. Minnir mig á ruglið um laun verkalýðsforingjana og bankastjóra, að lækkun þeirra myndi hjálpa þeim sem hafa 140 þúsund.Kv Simmi

Nafnlaus sagði...

Gat nú skeð að enn einn verkalýðseigandinn stígur fram og telur sig geta haft vit fyrir fólki.

Þú segir að það sé aðallega fólk á miðjum aldri eða yngra sem þurfi á þessu að halda en það eigi minnst í séreignarsparnaði. Það hlýtur að vera alveg ljóst að þeir sem eiga ekki séreignarsparnað geta ekki nýtt sér þetta. En á að neita hinum um þetta sem eiga sparnað með þessum rökum ?
Þú virðist líka gera ráð fyrir að það þurfi að ganga á eignir sjóðanna til þess að mæta þessu. Ég hinsvegar er þess fullviss að það lausa fé sem greitt er til sjóðanna á hverjum mánuði er margfalt meira en það sem þyrfti til að greiða út úr þeim til þess að mæta þessu.
Ég vil líka segja þér hvernig mín staða er svo þú skiljir þetta betur.
Ég er 41 árs viðskiptafræðingur. Atvinnulaus síðan 1. nóvember. Ég byrjaði að greiða í séreign þegar boðið var uppá það 1997 og á þar ca. 5 milljónir. Ég get með eigin sparnaði og atvinnuleysisbótum lifað af ca. fram á næsta haust. Þá fer ég í vanskil. Ég á 60 milljón króna hús sem ég skulda 30milljónir í. Atvinnuleysisbætur einar (130.000 á mánuði) duga engan veginn til þess að greiða af 30 milljónum. Á endanum myndu vanskilin leiða til þess að ég missi húsið á uppboð og ég get gefið mér að þá fengist kannski 45milljónir fyrir það. Tapið sem ég verð fyrir er þá 15 milljónir. Ég hinsvegar þyrfti á 2 milljónum á ári úr séreignarsjóðnum að halda til þess að geta staðið í skilum með allar skuldir.
Þetta er einfalt reikningsdæmi og að þú og aðrir verkalýðsforkólfar skuluð tala niður til þessar hugmyndar er mér óskiljanlegt.
Bendi þér líka á það að þar sem ég er ,,aðeins" 41, þá hef ég nægan tíma til þess að vinna sparnaðinn upp aftur þegar úr rætist.
Ég vil líka segja þér að ég hef skoðað hjá mínu verkalýðsfélagi hvaða aðstoðar má vænta þar. Í stuttu máli enga. M.a.s. endurmenntunarsjóðurinn er mér lokaður því ég hef ,,aðeins" greitt í hann í 18 mánuði en ekki 36 einsog áskilið er skv. reglum sjóðsins. Hversu mörg þúsund atvinnuleysingja eru að komast að því þessa dagana að peningarnir sem greiddir hafa verið til verkalýðsfélaga af þeim eða fyrir þeirra hönd er glatað fé ? Þú ættir að hafa áhyggjur af því !
Annað sem mér finnst að þú mættir hafa áhyggjur af eru þeir félagsmenn í þínu félagi sem núna eru að segja upp séreignarsparnaðinum sínum að beiðni vinnuveitanda síns því þeir vilja spara sér 2% mótframlagið auk þessa 8% sem þeir hafa lækkað félagsmenn þína í launum. Þetta er ekki tilbúið dæmi heldur raunverulegt.

Nafnlaus sagði...

Er kannski málið að þetta fé er meira og minna farið ?

Kv Óli

Nafnlaus sagði...

Það er engin ástæða til að áætla að annarlegir hagsmunir ráða í svona máli. Það er algert nýmæli að fólk þurfi svo bráðnauðsynlega á svona séreignasparnað að halda og því ekki nema eðlilegt að farið sé yfir alla þætti þess. Það má ekki gerast að fólk sé platað til að taka fé sitt út úr þessum sjóðum til þess eins að forða gjaldþroti um nokkra mánuði.

Ég sé annars persónulega enga ástæðu til að spara í lífeyrissjóð og ætla mér að komast undan því í eins miklu mæli og mögulegt og berjast gegn því að ég verði þvingaður til að styðja kúgara mína með sparnaði mínum. Hafi ég lært eitthvað af þessarri krísu er það að ég mun aldrei ótilneyddur treysta bankafólki fyrir mínu fé. Ég styð ekki svona glæpamenn til frekari starfa. Ég fer bara að safna gulli og demöntum ef ég á eitthvað afgangs sem ég ekki kem í lóg. Það get ég í það minnsta treyst að haldi nokkurn vegin verðgildi sínu.

Nafnlaus sagði...

Enn og aftur tekur Guðmundur hag lífeyrissjóðanna fram yfir hag heimilanna, enda einn af vörslumönnum fjárins og vill ráða hvar hann getur plöggað. Ég held að Guðmundur ætti frekar að fara að skoða rekstur þessara sjóða eins og bent er á hér ofar. Fjölmiðlarnir eiga svo auðvitað að fara að skoða allar laxveiðiferðirnar sem forsvarsmönnum sjóðanna var boðið í af bönkunum. Og fyrir hvað... það liggur í augum uppi. Fórna hagsmunum eigenda sinna til að skara að eigin köku...

Nafnlaus sagði...

þetta er hárrétt hjá þér Guðmundur, þetta er ekki framkvæmanlegt. Allavegana ekki með því móti að jafnræði sjóðfélaga væri gætt. Ef segjum helmingur óskar eftir því að taka þetta út á ill seljanlegum markaði eins og þú bendir réttilega á, þá dregur það niður ávöxtun hinna sem vilja ekki taka út sinn sparnað. Og það er brot á reglu um jafnræði sjóðfélaga. Svona sjóðir eru ekki geriðir fyrir að stór hluti hans taki út á saman tíma, hvað þá á krísutíma. Hitt sem Guðmundur bendir á er að fólk þarf að borga af þessu 38% tekjuskatt, svo það eru um 60% til ráðstöfunar. Og fólk á engann sjóð að ráði fyrr en um 40-50 ára og það er ekki fólkið sem er verst sett, þetta er liðið sem á mikið eigið fé í sínum húsnæðum. Og í þriðja lagi þá er þetta aðfararhæft, þ.e. ef fólk er búið að innleysa séreignarsparnaðinn sinn og það dugir ekki til að bjarga því þá kemur skiptastjóri til með að sækja þetta fé upp í skuldir. Því er ég sammála að það sé óráðlegt að losa þetta fé, heldur verður fólk að hugsa lengra fram í tímann og eiga ráðstöfnarfé þá, annars kemur högg líka þegar fólk hættir að vinna.... allur sparnaðurinn farinn í að greiða skuldir.

Nafnlaus sagði...

hvaða rugl er í gangi. Auðvitað á að gefa fólki möguleika á því að losa þetta fé. Ég vil losa mitt og þarfnst þess. Bankinn minn er búinn að ljúga að mér síðustu 2 ár og hef ég tapað peningum.

Ég vil fá þennan pening sem ég á til að reyna að rétta úr kúttnum.

Séreignina vil ég fá, og það strax!

Varðandi skyldusparnaðinn...Eftir að hafa misst föður minn og séð hvað móðir mín fékk skammarlega lítið miðað við hans framlag þá er ég agjörlega á móti þessu kerfi.

Ég vil ráðstafa mínu nfé sjálfur.. vil ekki að fjárglæframenn á ofurlaunum séu að leika sér með sparnaðinn minn..

Legg því til að lög um skyldusparnað vegna lífeyris verði endurskoðuð í næstu kjarasamningum!

Nafnlaus sagði...

já, blessuð hlutabréfin sem sjóðirnir eru ávaxtaðir með og þá oftar en ekki neikvætt. svo er reynt að ljúga að okkur að vertryggingin verji lífeyrirseignina okkar.

nei, auðvitað á fólk að fá að leysa út séreignarsparnaðinn sinn. vera svo að rausa um að þurfi að borga skatt og gefa í skyn að því borgi sig ekki að leysa þetta út. það þarf að borga skatt hvort eð er, þegar lífeyrir er leystur út. ef ekki núna, þá í ellinni. nái menn á annað borð aldri til að njóta.

annars væri besti lífeyrissparnaðurinn, eignamyndunin í steynsteypunni, væri ekki helvítis verðtryggingin til að éta hann upp. þær fimm milljónir sem ég borgaði í minni íbúð, fyrir sléttu ári síðan, verða líklega fuðraðar upp að ári.

Nafnlaus sagði...

Hvernig væri að skipta um fólk í verkalýðshreyfingunni, ertu ekki búin að vera þarna of lengi kannski orðin vel efnaður af háum launum og úr takt við almenn lífskjör. Guðmundur verkalýðshreyfingin er ekki eign eða lén fyrir þig og Gylfa.

Nafnlaus sagði...

Guðmundur er alveg orðinn gufuruglaður enda ekki kallaður annað en

Gvendur Gufa.

HÆTTU að láta stela frá fólkinu sem kaus þig.

Gvendur Gufa.

Hvað ert þú sjálfur annars með a mánuði ?

Það er kannski allt á reiki og hulið í gufu ?

Nafnlaus sagði...

Heldur fólk virkilega að ríkið muni greiða þeim ellilífeyri þegar kemur að okkur eftir svo sem 20 ár. Nei það verður ekki og ég vil ekki að skattanir mínir fari í það að greiða því fólki ellilífeyri sem ekki vildi greiða í lífeyrisjóði. Það lið verður bara að jéta það sem úti frýs, það tók áhættu og uppskar einsog það sáði. Einsog staðan er núna þá selur fólk ekki húsinn sín og mínkar við sig, hvað haldið þið að fólk sem núna ætlar að minka við sig?. Fólk á að vera lífeyrissjóðum, hvort sem formaður RSÍ heitir Guðmundur eða eitthvað annað. Kv Simmi

Nafnlaus sagði...

Verulegur hluti séreignarsparnaðar er í bönkum, því þeir þvinguðu stóran hluta launþega til að færa sinn séreignasparnað til sín, þegar húsnæðislánahringekjan byrjaði að snúast. Þessir sjóðir hafa hinsvegar rýrnað miklu meira en þeir, sem eru varðveittir hjá hefðbundnu sjóðunum. Lífeyrissjóðirnir geta ekki ávaxtað það fé, sem þeim er trúað fyrir, nema með því að hafa þá á bankabókum af einhverju tagi, í hlutabréfum, í skuldabréfum o.s.frv. Peningar verða að vinna til að arður fáist af þeim. Því er það svo, að verði þau verðbréf af öllu tagi, sem svara innstæðum í séreignasparnaði sett á markað nánast öll í einu, fellur markaðsverð þeirra gríðarlega. Það er nú einfaldlega markaðslögmál. Innborganir sjóðfélaga og launagreiðenda eru talsvert lengi að vinna þetta upp. Það er því hárrétt hjá Guðmundi, að þetta er óvarleg ráðstöfun. Hinsvegar eru pólitíkusar það samviskulausir (öfugt við Guðmund) að þeir horfa fyrst og fremst til þeirra skattekna, sem þeir gætu þarna náð í plús að losna við að taka þær ákvarðanir sem þarf að taka á vettvangi Alþingis og ríkisstjórnar til að koma til móts við það fólk, sem á í greiðsluvanda.

Nafnlaus sagði...

Þegar fólk mótmælir óréttlæti hvort heldur það er verðtrygging eða lífeyrissjóðir þá kemur alltaf sama órökstudda rökþrota innihaldsrýra á engar stoðir i raunveruleikanum setningin: ég ætla ekki að borga skatt fyrir þá sem gera ekki eins og ég segi! Þetta er þreytt að henda því framan í fólkið sem á lífeyrissjóðina og þarf að borga verðbæturnar að það sé að setja einhvern lítinn forréttindahóp á hausinn ef það neitar spillingu og segir upp lífeyrissjóðum og verðtryggingu ...
Kveðja,
Elísabet

Nafnlaus sagði...

Elísabet, hvaða litli forréttindahópur er það, sem þú ert að tala um? Skýrðu það svolítið betur fyrir mér, því ég er svo heimskur að halda að þarna sé um að ræða launþega almennt, sem eru að mynda sér lífeyri.

Nafnlaus sagði...

Litli forréttindahópurinn er hópurinn sem mótmælir því að fólk ætlar ekki lengur að láta kúga sig! Haltu svo bara skattpeningunum þínum fyrir þig og notaðu hann í þinn eigin ellilífeyri ef þú ert hræddur um að hann fari til þeirra sem ætla ekki að láta kúga sig!
Kveðja,
Elísabet

Orvar sagði...

Auðvitað á fólk að fá að taka þennan pening út ef það vill,þetta er þeirra peningur,eigum við kannski bara að bíða þanngað til að þetta verður að engu??Það er hluti af þessu tapað þannig að ég spyr þig Guðmundur AF HVERJU Á FÓLK AÐ BÍÐA MEÐ AÐ FÁ SINN PENING???Hvað verður eftir af honum eftir 5.ár eða 10.ár???Og segðu mér eitt í viðbót,ég er hættur að greiða í viðbótarlífeyrissparnað og ég á um 1.700.000.kr núna,það er einhver rýrnun og ég á eftir að borga skatt af þessum peningum þannig að það verður ekki mikið eftir en hvað verður mikið eftir af þessu þegar ég get tekið þetta út eftir 35.ár??Ég væri að gefa ykkur þennan pening ef ég get ekki fengið að taka hann út strax.og eitt enn,flestir ef ekki allir bankarnir plötuðu margt fólk til þess að fá sér viðbótarlífeyrissparnað,mér til dæmis var lofað gulli og grænum skógi ef ég fengi mér viðbótarlífeyrissparnað en hvar er það gull núna???allavegana 30%tapað fé,þannig að ég spyr þig enn og aftur eins og fífl af hverju má fólk ekki EF ÞAÐ VILL í okkar lýðræði að fá að taka SINN PENING ÚT???Kv.Örvar

Orvar sagði...

Auðvitað á fólk að fá að taka þennan pening út ef það vill,þetta er þeirra peningur,eigum við kannski bara að bíða þanngað til að þetta verður að engu??Það er hluti af þessu tapað þannig að ég spyr þig Guðmundur AF HVERJU Á FÓLK AÐ BÍÐA MEÐ AÐ FÁ SINN PENING???Hvað verður eftir af honum eftir 5.ár eða 10.ár???Og segðu mér eitt í viðbót,ég er hættur að greiða í viðbótarlífeyrissparnað og ég á um 1.700.000.kr núna,það er einhver rýrnun og ég á eftir að borga skatt af þessum peningum þannig að það verður ekki mikið eftir en hvað verður mikið eftir af þessu þegar ég get tekið þetta út eftir 35.ár??Ég væri að gefa ykkur þennan pening ef ég get ekki fengið að taka hann út strax.og eitt enn,flestir ef ekki allir bankarnir plötuðu margt fólk til þess að fá sér viðbótarlífeyrissparnað,mér til dæmis var lofað gulli og grænum skógi ef ég fengi mér viðbótarlífeyrissparnað en hvar er það gull núna???allavegana 30%tapað fé,þannig að ég spyr þig enn og aftur eins og fífl af hverju má fólk ekki EF ÞAÐ VILL í okkar lýðræði að fá að taka SINN PENING ÚT???Kv.Örvar

Nafnlaus sagði...

Sælir,
Ég hef tvær spurningar varðandi þetta mál;
1- Ef séreignarsparnaður verður laus til útborgunar, er hann þá ekki aðfararhæfur skv. lögum ef eigandinn fer í þrot?
2- Geta þá ekki sjálfstætt starfandi menn skotið peningum úr rekstri sínum inn í séreignasparnaðin, farið á hausinn og tekið hann svo út þegar búið er að gera upp?

Guðmundur sagði...

Ég veit til þess að lögfræðingar eru að skoða ákvæðin, en í frumvarpinu segir í 5. mgr. 3.gr. að “Skuldheimtumönnum er óheimilt að krefjast þess að skuldarar taki út séreignarsparnað sinn samkvæmt þessu ákvæði, sbr. 2. mgr. 8. gr.” Með þessu er ætlað að koma í veg fyrir að séreignin verði aðfarahæf.

En fljótt á litið virðist ekkert því til fyrirstöðu að sjálfstætt starfandi menn borgi sér stórar upphæðir í séreign. Skattstjóri gæti mögulega gert athugasemdir ef séreignagreiðslan er ekki í samræmi við laun viðkomandi.

Skiptastjóri í þrotabúi gæti túlkað það sem undanskot eigna og krafist þess að greiðslan yrði tekin til baka.

Lífeyrissjóður gæti hafnað móttöku á stórum séreignargreiðslum ef það er augljóslega verið að skjóta undan eignum. Lífeyrissjóðum er skylt að kanna greiðslur er gætu fallið undir lög um peningaþvætti.

Þetta er áhugaverð pæling og þörf í þessu umhverfi. Hingað til hafa þessir aðilar verið tregir til að borga í lífeyrissjóði, en a.m.k sumir þeirra hafa farið fram og krafist þess að lífeyriseign sjóðsfélaga sé nýtt til þess að greiða upp skuldir annarra.

Það væri sannarlega kaldhæðnislegt ef aðfarahæfið yrði til þess áhugi þeirra vaknaði á lífeyrissparnaði.