sunnudagur, 7. desember 2008

Myrká

Ég hef gaman af bókum Arnaldar. Þær eru vel skrifaðar, gott rennsli og ekki mikið um dauða kafla. Það er einn stærsti galli krimmanna, þegar höfundar fara út í einhverjar pælingar út um víðan völl um eitthvað sem kemur söguþráðinum ekkert við, með þann tilgang einn að lengja bókina og koma henni upp fyrir 300 bls.

Myrka er klárlega í betri helming bóka Arnaldar, þétt alla leið. Pæling um réttlætið og refsingar. Karaktereinkenni sögupersóna koma vel fram og eru skýr. Erlendur í frí. Arnaldur kann að koma lesendum sínum á óvart.

Allt þetta gerir það að verkum að maður býður alltaf eftir næstu bók og er tilbúinn að setjast strax niður og býr til tíma til þess að klára bókina.

Fullt hús

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Guðmundur ... væri ekki rétt að þú myndir upplýsa um launin þín og þá meina ég öll laun s.s. bílastyrk, nefndarlaun héðan og þaðan s.s. total laun ? Egill Helga er búinn að hreinsa sitt borð. Þú ert næstur!