sunnudagur, 28. desember 2008

Páll Skúlason í viðtali

Nú eru að renna upp þeir dagar sem við nýttum til þess að rifja upp helstu viðburði ársins. Af mörgu er að taka og þegar hefur komið fram í fréttum að búið er að klippa saman ummæli stjórnmálamanna, sem munu gefa landsmönnum gott yfirlit um þróun mála. Það hefur margt komið fram á undanförnum vikum sem segir okkur að stjórnmálamenn vissu mun meir um hvert stefndi en þeir vilja vera að láta og hversu ábyrgðarlaust þeir hafa hagað sér.

Það er ríkið sem hefur brugðist sagði Páll Skúlason í frábæru viðtali við Evu Maríu í kvöld. Það er Ríkið sem á að setja leikreglur sem tryggja stöðu almennings. Ríkið hefur brugðist, þar á bæ hefur ekki verið tekið tillit til ábendinga um hvert stefni og því er Ísland í þessari stöðu.

Það eru stjórnvöld sem setja lögin og þau hafa lagt til hliðar samkennd og jöfnuð, en látið markaðshyggjuna ráða för. Með því hafa þau ákveðið að viðhalda því ástandi sem tryggir áframhald óstöðugleikans og þá um leið að verðtrygging verði hér áfram.

Skattar á þá sem minnst mega sín hafa vaxið, það hefur verið gert með því að láta skattleysismörk sitja kyrr í verðbólgunni og sama gildir um skerðingarmörk bóta almenna tryggingarkerfisins. Á sama tíma ákváðu stjórnvöld að fella niður hátekjuskatt.Við íslendingum blasir hörmuleg staða íslenskra heimila, sem er niðurstaða og árangur þessarar efnahagsstefnu. Það er í sjálfu sér ótrúlegt ábyrgðarleysi af hálfu stjórnvalda, að hafa ekki tekið fyrr á þessum vanda. Þær forsendur sem íslensk stjórnvöld hafa gefið sér eru í senn barnalegar og lýsa veruleikafyrringu.

Í því sambandi má sérstaklega benda á afstöðuna til krónunnar. Ein helstu rök þeirra sem fara með stjórn efnahagsmála fyrir hönd þjóðarinnar um að halda henni, eins og ég hef svo oft komið að hér, það er að fela eigin efnahagsleg mistök og svigrúm til þess að lækka laun án blóðsúthellinga, svo ég taki mér í munn margendurtekin ummæli efnahagssérfræðinga Sjálfstæðisflokksins. Það er full ástæða að benda á virkilega góða grein Benedikts Jóhannessonar stærðfræðings í Fréttablaðinu í dag um krónuna.

T.d. má velta því fyrir sér hvar stjórnendur efnahagskerfis 300 þús. manna þjóðar séu staddir í veruleikanum þegar þeir ætla sér samtímis að byggja upp eitt stærsta tónleikahús í Evrópu, viðskiptamiðstöð og nýja miðborgarkjarna, nýjan landspítala, færa miðstöð innanlandsflugs og byggja nýjan flugvöll, leggja 10 Mia jarðgöng til þess að tengja saman borgarhluta í Reykjavík, setja orkulindir landsmanna í útrásarverkefni, byggja 2 ný álver og stækka eitt um helming og byggja um leið raforkuvirkjanir, sem voru samtals allt að tvöfallt stærri að orkugetu en Kárahnjúkar til þess að sjá um orkuþörf álveranna.

Hvaðan áttu að koma fjármunir til þessara framkvæmda? Vita þessir menn ekki hver árleg þjóðarframleiðsla er og hversu mikin hluta er hægt að verja til framkvæmda. Þessir hinir sömu lækkuðu skatttekjur hins opinbera og tóku þá mið af hæstu gildum ofsalegrar þennslu og innfluttning þeirra á fjármunum inn í hagkerfið svo milljörðum skiptir í formi Jöklabréfanna.

Auk þess eru þessir hinir sömu stjórnendur samfélagsins lofandi ókeypis skóla fyrir alla, bestu heilbrigðisþjónustu í heimi, miklum endurbótum á vegakerfi landsmanna með veggöngum á nokkurm stöðum í miðjum kjördæmum ötulla þingmanna.

Eru menn ekki búnir að gleyma sér í því hvar lífsgildi þjóðarinnar liggja og hvar sjálfstæði þjóðarinnar er. Er hér að verki hanar galandi á tildurhaugum markaðshyggjunnar? Þessir hanar eru búnir að glutra sjálfstæðinu á meðan hluti þjóðarinnar dansar ofsafengnum dansi kringum gullkálfinn og ákallar hann sem hin sönnu lífsgildi.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Guðmundur !

Hvers vegna hafa verkalýðsleiðtogar, með hjálp reiknimeistara sinna sem eru hagfræðingar, ekki farið fram með þá kröfu að afnema verðtrygginguna og koma með alvöru gjaldmiðil ?

Það eru engin rök í dag, eða hafa verið í áratugi, fyrir verðtryggingunni eða gjaldmiðlinum !

Hvers vegna hafa reiknimeistarar , sem hafa verið á launum hjá verkalýðshreifingunni í áratugi, ekki haft nein rök fyrir kröfu um alvöru gjaldmiðli ?

Hagfræðingarnir , sem eru á launum hjá verkalýðshreifingunni, hafa bara spilað með aulunum í bönkunum og hjá stjórnvöldum !

Eru ekki fleiri sem geta tekið til sín part af sökinni , þessir reiknimeistarar verkalýðshreifingarinnar ?

Söngleikir sagði...

Hann hefði verið fyrirmyndar forseti.

Nafnlaus sagði...

Það er sorglegt að 30-40% þjóðarinnar hefur verið þannig þenkjandi að láta Sjálfstæðisflokkinn fara hér með völd, þennan flokk sem hefur logið hvað eftir annað að fólkinu. Þessi 30-40% hafa síðan tekið undir málflutninginn og hjálpað til við að framkvæma frjálshyggjubrjálæðið sem þessi blessaði flokkur hafði á stefnuskrá sinni. Núna er staðan þannig að enn er þessi flokkur með stuðning allt að fjórðungi landsmanna, og maður spyr sig, hvers vegna í ósköpunum og hvernig getur það verið, er fólk algjörlega heilalaust? Hvernig stendur á því að fjórðungur þjóðarinnar styður enn við bakið á þessu spillingarafli, ég bara get ekki skilið það. Allur þessi ójöfnuður, skattar á lægstlaunaða og eignagjafir til útvaldra einstaklinga. Mikið getur maður orðið reiður þegar maður hugsar um það hvernig búið er að fara með landið okkar og orðspor. Og fyrir hvað? Svo höfum við veruleikafirrtan einstakling í Seðlabankanum sem hefur síðastliðna áratugi verið með tóma já menn í kring um sig sem hafa keppst við að segja honum að hann sé svo frábær, og maðurinn farinn að trúa því að hann sé óskeikull, enda stakk hann upp á þjóðstjórn, með sjáfan sig í huga sem forsætisráðherra. Æi þetta er svo sjúkt, og hvað á maður að gera?

Guðmundur sagði...

Sæll Nafnlaus
Ég hef reyndar nokkrum sinnum farið fram á að menn kynntu sig hér í þessum dálk.

Það er greinilegt að þú hefur ekki fylgst vel með undanfarin ár.

Hagfræðingar verkalýðshreyfingarinnar hafa ásamt forystumönnum ASÍ margoft bent á það undanfarin misseri að það verði að endurskoða peninga- og efnahagsstefnu Íslands. Í þessu sambandi má benda á mjög ítarlega og útfærða stefnu sem ASÍ setti fram í kjölfar kjarasamninga í febrúar.

Á það hefur verið bent af forsvarsmönnum ASÍ á undanförnum árum að sú stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi fylgt hafi leitt til vaxandi ójöfnunaðar og mikilla rússibanaferða með gengið, sem hafi leitt til hárra vaxta, sem aftur hafa leitt til þess að viðhalda verði greiðslujöfnunarkerfi vaxta eins og verðtryggingarkerfið er. Hluti þessa texta míns er reyndar í þessu pistli.

Í þessu sambandi má benda á mýmargar greinar sem ég hef birt hér á þessu bloggi síðasltliðið ár og eins í fjölmiðlum áðru en þessari bloggsíðu var startað í nóvember fyrir ári síðan.

En það er eins og stjórnendur þessa lands hafi þá stefnu eina að fara alls ekki eftir ábendingum, jannvel þó það koma frá Seðlabönkum annarra landa, ríkistjórnum nágrannalanda okkar, helstu hagfræðingum Íslæands og þannig mætti lengi telja.

Svo einkennilegt sem það nú er þá virðast margir annað hvort ekki fylgjast með því sem fram kemur í umræðu eða láta frekar stjórnast af upphrópunum og klisjum.

T.d. hefur margoft verið spurrt um hvað vilja menn í staðinn fyrir greiðslujöfnunarkerfi verðtryggingar, engin hefur svarað þeirri spurningu.

Unknown sagði...

Auðvitað þarf að afnema verðtrygginguna, allavega er það gert ef með þarf samnber þegar ríkið skerðir greiðslur til bænda og hættir að borga fulla verðtryggingu. Ef krónan er fest t.d. við Evru þá er það ekkert mál og nota sömulögmál og eru á hinum Norðurlöndunum með lána mál. Enn menn hljóta að vera ánægðir með lækkun ráðamann, Geir lækkaði um 150 þúsund eða um sömu upphæð og okkur þykir sæmandi að greiða póstburðarfólki. Ég er viss um að þeir sem tala hæst um lækkun launa ráðamann ofl eru málpípur Samtaka Atvinnulífsins. Allavega kætast þeir þegar svona vitleysingar geysast fram á völlin, hvernig ætlar Guðmundur og aðrir verkalýðleiðtogar að fara fram með kröfur þegar laun þeirra sem við höfum kosið eru ekki miklu hærri enn þeirra sem hafa bestu launin hjá RSÍ? Eða dettur mönnum í hug að við fáum fólkið sem er að mennta sig til að koma heim á þessi kjör svona um 600 þúsund.Nei það tel ég ekki þegar við bjóðum mun lakari lífkjör hér. Með kveðju Simmi

Guðmundur sagði...

Sæll Simmi
Afnám verðtryggingar kallar á að lántakendur greiði breytilega vexti. Þeir eru svo háir hér á landi að fólk ræður ekki við að greiða þá, þess vegna kom Ólafur Jóhannesson fyrrv. forsætisráðherra á greiðsludreifingakerfi sem nefnt er verðtrygging. Þetta er ágætlega útskýrt víða m.a. í grein í Morgunblaðinu í morgun.

Sú leið sem verkalýðshreyfingin hefur lagt áherslu á er að komast í sama efnahagsumhverfi og er í nágrannalöndum okkar og sama gjaldmiðil, þá byggjum við við stöðugleika og lága verðbólgu. Þá væri hægt að lækka vexti og fella niður greiðsludreifingarkerfið væri óþarft.

En efnahagspekingar okkar sem eru á Alþingi vilja viðhalda krónunni, svo þeir geti fellt krónuna semji verkalýðshreyfingin um "óeðlilega" há laun, eins og Pétur Blöndal, Hannes Hólsmteinn og fleiri af hönnuðum íslensks efnahagskerfis hafa margoft sagt í riti og ræðu

Þessir hinir sömu tala svo um að kjarasamningar eigi að vera frjálsir!!

Nafnlaus sagði...

Það er rétt að Ólafur kom þessu á, enn þettað kerfi gengur ekki þegar það virkar bara á annan vegin. Semsagt lán verðtryggð en ekki laun, barnabætur, persónuafsláttur ofl. Enn ég bendi nú á að það er nú ekki bara gjaldmiðilinn sem er aðal meinið, heldur léleg efnahagsstjórnun á íSlandi til margara ára og við skulum vera með það á hreinu hvaða flokkur hefur verið við völd flest þessi ár. Bendi á grein hans Benidikts í frétablaðinu um helgina.Þar sem hann segir að þegar við tókum upp krónuna þá var ein Dönsk króna á móti einni Íslenskri og síðan hefur sú Íslenska rýrnað um heil ósköp.Pétur og Hannes vilja frelsi sem hentar þeim ekki annað, samnber SPRON.