laugardagur, 13. desember 2008

Stjórnvöld

Á bannárunum kom Björn Blöndal framlengd hönd stjórnvaldsins til þess að fá íslendinga til þess að hætta að drekka brennivín, til höfuðstaðar Þingeyjarsýslu og ræddi við yfirvaldið um hvernig best væri að standa að því að finna bruggara í sýslunni. Yfirvaldið sem var þekkt fyrir að vera raunsætt og vel á nótunum um skoðanir fólksins í landinu, taldi best væri að fá bændur til að leita á eigin landi, því þeir þekktu það best. Ekki leyst Blöndal á áætlun yfirvaldsins.

Nú er því haldið að okkur að tímarnir séu breyttir.

Er það svo? Stjórnvaldið hefur falið yfirmönnum bankana að passa upp á gögn og rannsaka sig sjálfa.

Þegar Rússar og Kínverjar sendu hvorum öðrum tóninn, skömmuðu þeir alltaf Albaníu, en allir vissu við hvað þeir áttu. Nú eru innanflokksátök í Sjálfstæðisflokknum komin á það stig að þingmenn flokksins eru farnir að krefjast afsagnar ráðherra Samfylkingarinnar en eiga augljóslega við eigin ráðherra.

Ef ég skil ummæli formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins rétt, þá voru þeir rétt í þessu að finna upp snjalla lausn framtíðarlausn fyrir Ísland. Það er samstarf við nágrannalönd okkar sem einnig eru í samstarfi sem heitir Evrópusambandið. Þessu lönd eru einnig með gjaldmiðil eftir því sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins voru að uppgötva og heitir Evra

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú erum við að tala saman Guðmundur ...meira svona!
Þakkir,
Elísabet

Arnþór sagði...

Eftirlaunaósóminn er smámál. Verðtrygging er stórmál. Það er háttur þeirra sem eru í afneitun að einbeita sér að smámálum svo ekki þurfi að fjalla um sjálft vandamálið.

Aðgerðir sem ríkisstjórn getur beitt til að ná í fjármuni til að endurgreiða erlend lán Seðlabanka eru hækkaðar álögur og skattheimta. Að auki greiðir launafólk alltaf aukaskatt sem við köllum verðtryggingu sem leggst á fólk samkvæmt sérstakri reikningskúnst sem eingöngu getur hækkað aukaskattinn. Þegar ríkisstjórnin hækkar skatta á launafólk getur hún ekki sjálf reiknað með þessum aukaskatti eða verðtryggingu, enda rennur afrakstur hans ekki í ríkissjóð heldur til lífeyrissjóða og annarra fjármagnseigenda ef einhverjir eru. Til þessa verks nýtur hún í raun fulls stuðnings verkalýðsfélaga þó nú sé reynt að malda í móinn í nafni sýndarmennsku og lýðskrums.

Fljótlega mun þessi aukaskattur eða verðtrygging renna í sjóði sem erlendir aðilar eiga þegar þeir eru orðnir eigendur íslenskra banka og húsnæðis í stórum stíl. Verðtryggingin eða aukaskatturinn verður seldur þeim sem trygging á endurgreiðslu vegna skulda sem eigendur bankanna stofnuðu til og stungu undan. Bráðum verður of seint að vera á móti þessum aukaskatti Guðmundur en eftirlaunaósómann er hægt að afnema hvenær sem er.