mánudagur, 26. janúar 2009

Enn þráast Sjálfstæðisflokkurinn við

Stundum hættir manni til þess að segja; þetta sagði ég. Það var fyrri hluta nóvember mánaðar sem fram komu hugmyndir m.a. frá verkalýðsforystunni að það ætti að setja fagmenn í ráðherrastóla fjármála og viðskipta. Ryðja ætti stjórn Seðlabanka og Fjármálaeftirlits. Sjálfstæðisflokkur hafnaði þessum hugmyndum og er enn að því í dag og hefur með því stóraukið þann vanda sem við búum við. Einnig má minna þá umfjöllum sem þessi hugmynd fékk.

Ný stjórn með Jóhönnu sem forsætisráðherra, fagmönnum sem fjármála og viðskiptaráðherra ásamt því að skipt væri um seðlabankastjóra og stjórn bankans, sama gilti um fjármálaeftirlits, myndi örugglega skapa nauðsynlegan frið í landinu fram að kosningum. Þann tíma væri unnið að bráðnauðsynlegum endurbótum og hreinsunum.

Það er svo sem tími til þess að gera þetta seinna í dag.

4 ummæli:

Björn Jónasson sagði...

Það er tóm vitleysa að tala um fagmenn. Þeir hafa tuttuguogeina skoðun á öllum málum.

Hvort viltu hlusta á Jósef Stiglitz, nóbelsverðlaunahafa, prófessor Róbert Aliber, Jón Daníelsson, Jóhannes Björn, og fleiri sem hafa mælt eindregið gegn samstarfi við AGS eða þá innlendu hagfræðinga sem sáu aldrei neina bliku á lofti og styðja nú ofurklyfjastefnu AGS með háum vöxtum og niðurskurði.

Ég vil miklu frekar sjá þig sjálfan sem fjármálaráðherra, sem hefur lýst skynsamlegum skoðunum um hvað beri að gera.

Hagfræðingar hafa ekkert endilega vit á stjórnmálum og eru heldur ekki nauðsynlega góðir stjórnendur.

Nafnlaus sagði...

Ganga verður úr skugga um að sú ríkisstjórn sem tekur við sé skipuð aðilum sem EKKI ætla í framboð.

Þeir sem ætla í framboð þeir hafa ugglaust nóg að gera fram að kosningum eftir átta vikur, c.a. 4. apríl. Hví bíða lengur?

tm

Nafnlaus sagði...

Hvernig hefði það nú litið út að hafa Þorgerði Katrínu-KB drottningu í stóli forsætisráðherra ?

Almenningi hefði liðið eins og Hreiðar Már, og Sigurður Einarsson eða Finnur Ingólfsson og Ólafur Ólafsson væru komnir í stól forsætisráðherra og Seðlabankastjóra.

Varðandi kt, 660208-0700 sem er eign, 7 hægri ehf, Mávahrauni 7, 220 Hafnarfirði, þá er augljóst að þann 06. febrúar næstkomandi er eitt ár liðið frá stofnun félagsins.

Samkvæmt heimildum á gamla Kaupþing hf, að fara í gjaldþrot þann 14.02 nk, og því augljóst að sú dagsetning á að harmonera við fyrningarfrest sem væntanlega er eitt ár á gerningi Kristjáns Arasonar stjórnarmanns í 7 hægri ehf, til að komast undan persónulegum ábyrgðum.

Ef einhver hefur ekki vitað það þá er varamaður í stjórn 7 hægri ehf, Þorgils Óttar Matthíssen.

Hver ákvað dagsetninguna á þroti gamla Kaupþings hf ?

Nafnlaus sagði...

Við verðum að fá utanþinsstjórn strax og síðan nýja Stjórnarskrá áður en kosið er næst!
Ég hvet alla sem geta að setja link á Nýtt Lýðveldi inn á blogg og eða vefsíður.

Hér er öflugur linkur: http://www.larouchepac.com/ fyrir lýðræðis unnendur.

Nýtt Lýðveldi skjótt.