Á undanförum árum hefur ítrekað komið fram í viðtölum við forsvarsmenn valdhafanna og eins auðmanna að þeir hefðu ekki ekki trú á gildi þess að Ísland gengi í ESB. Þeir hafa haldið því að sambandið myndi takmarka möguleika Íslendinga og þann sveigjanleika sem Ísland hefði.
Við gætum náð fríverslunarsamningum og hefðum möguleika á því að verða fjármálamiðstöð eins og Lúxemborg eða Ermasundseyjar. Því var haldið að almenning að sá möguleiki væri ekki til staðar ef Ísland væri í ESB.
Hagdeild ASÍ ásamt viðurkenndum hagfræðingum, innlendum og erlendum, sýndu fram á umtalsverðan ávinning fyrir íslensk heimili og fyrirtæki, ef gengið væri í ESB og skipt um gjaldmiðil. Vaxtastig myndi lækka og þá sérstaklega af langtímalánum og til boða stæðu mun hagstæðari kjör á íbúðalánamarkaði en nú er. Neysluverð myndi lækka vegna þess að fákeppni yrði brotin á bak aftur auk þess að evran myndi lækka viðskiptakostnað fyrirtækjanna.
Hagdeildir aðila vinnumarkaðsins sýndu fram á það á síðasta ári að krónan væri töluvert of hátt skráð og sú staða sem forsvarsmenn stjórnvalda héldu að almenning væri byggð á röngum forsendum.
Í dag blasir við ískaldur veruleikinn eins rakinn var á fundinum í gærkvöld og ekki síður í síðdegisútvarpinu og svo í Kastljósinu. Það hefur oft verið eftirtektarvert hvernig þáttargerðarmenn RÚV í síðsdegisútvarpi hafa hanterað umræðu um efnahagstefnu stjórnvalda, örvæntingarfull framíköll þáttagerðarkonu til þess að reyna að stoppa Guðmund Ólafsson þegar hann rakti skelfingarferil stjórnvalda og ekki síst Seðlabankastjórnar sagði allt um þessa stöðu.
Í stað þess að leggja upp áætlun um hvernig tekið væri á vandanum hafa stjórnvöld ætíð komist upp með að svara með innistæðulausum klisjum. Það voru stjórnvöld og þeirra helstu spunamenn sem gengu erinda auðmanna. Þetta er rifjað upp í nánast öllum fjölmiðlum þessa dagana. Ekkert bólar á afsögnum í Seðlabanka, Fjármálaeftirliti eða þeim ráðherrum, sem hafa verið staðnir að því ganga frekar erinda fárra auðmanna en almennings.
Margt að af því sem beint hefur verið að forsvarsmönnum og starfsmönnum ASÍ og stéttarfélaga innan þeirra samtaka, í tilsvörum á gagnrýni þeirra og ekki síður meðhöndlun nokkurra fréttamanna og spjallþáttargerðamanna, sýna svo berlega á hverjir það eru sem í raun hafa gengið erinda auðmanna.
5 ummæli:
Guðmundur !
Það heyrist oft núna að búið sé að taka ákvörðun hjá stjórnvöldum að þeir ætli að stela lífeyrissjóðum landsmanna , veist þú eitthvað um þetta ?
Síðast var þetta sagt í kvöld í einum spjallþættinum !
Hvers vegna heyrist ekkert frá verkalýðshreyfingunni vegna þessara mála ?
Kveðja
JR
Ég minnist þess nú bara að einn auðmaður hafi verið sérstaklega á móti inngöngu og það hafi verið Björgólfur Thor. Sem er sérstaklega hlægilegt með tilliti til þess að maðurinn býr nú eiginlega í London sem er ásamt Bretlandi í ESB.
Það er til ca ársgamalt viðtal við Jón Ásgeir þar sem hann segir að Ísland hafi ekki annan valkost en ganga strax inn í ESB til að verja fjármálakerfið.
Ertu ekki að leggja þeim orð í munn?
"ef gengið væri í ESB og skipt um gjaldmiðil".
Varðandi það að skipta um gjaldmiðil,
og geri ég þá ráð fyrir að vísað sé
til Evru, hvað telur þú að líða muni langur tími, þar til skilyrðum
til upptöku hennar yrði náð?
1 ár? 5 ár? 10 ár? 20 ár?
Sælir og takk fyrir innlitið.
Ætla að reyna að svara spurningum, sem til mín er beint vegna efnis pistils, eins ég hef reynt en stundum virðast svörin fara fyrir brjóstið á þeim sem spyrja og kalla á harla einkennilegar sendingar, sem ekki eru birtingarhæfar.
Verkalýðshreyfingin hefur margoft á undanförnum árum fjallað um hverjir eigi lífeyrissjóðina og ítrekað þurft að koma stjórnmálamönnum í skilning um hverjir það séu.
Hún er orðin ansi þreytt þessi rakalausa og endurtekna klisja "Hvers vegna gerir verkalýðshreyfingin ekkert"
Greinin er byggð á viðtali við Björgólf sem tekið var í desember í fyrra og var fjallað um hér á þessari síðu.
Einnig er vísað til margendurtekinna ummæla þeirra sem hafa gefið sig út fyrir að vera talsmenn ráðandi aðila í efnahags- og peningamálum um það hefur verið fjallað víða undnafarin ár.
Síðast en ekki síst vísað til hagsmuna þeirra sem eiga drjúgan meirihluta af dagvöruverzlun íslendinga og talið að sé ástæða þess að viðhaldið sé fákeppni hér á landi og mikið var fjallað um, ekki síst í fyrra.
Svo er vísað til ummæla allmargra að eina leiðin út úr þessu sé að opna islenskan markað með Evru og það hefði getað tekið tiltölulega stuttan tíma ef stjórnendur efnahags- og peningamála hefðu gengið til samstarfs við aðila vinnumarkaðs á grundvelli þess plans sem þeir lögðu fyrir ríkisstjórn í október 2007 og var fjallað töluvert um í fjölmiðlum þá og reyndar nær allan síðasta vetur.
En í stað þess er íslensk þjóðfélag og efnahagsúrræði sett á "hold" á meðan beðið er eftir flokksþingi eins stjórnmálaflokks!!??
"Margt að af því sem beint hefur verið að forsvarsmönnum og starfsmönnum ASÍ og stéttarfélaga innan þeirra samtaka, í tilsvörum á gagnrýni þeirra og ekki síður meðhöndlun nokkurra fréttamanna og spjallþáttargerðamanna, sýna svo berlega á hverjir það eru sem í raun hafa gengið erinda auðmanna."
Já, fyrst þú ert svona ágætur í að svara þeim spurningum sem að þér er beint: Þér gremst óljós skeyti sem beinast að foringjum ASÍ svo mjög að þú ert með óljós skeyti til ótilgreindra fréttamanna og "spjallþáttargerðarmanna". Sérðu virkilega enga mótsögn í þessu? Er ekki kálfalegt að gagnrýna eitthvað á þann hátt að gera sig í sömu andrá sekan um hið sama í öðru veldi? Hverjir eru þessir menn sem gengið hafa erinda auðmanna, með leyfi að spyrja?
Mér dettur reyndar í hug, í þessu samhengi, innblásnar ræður Einar Más um þessa meintu erindreka auðmannanna sem áttu að hafa hampað þotufólki og snekkjueigendum í fjölmiðlum. Hvaðan kemur honum sú hugmynd að sú umfjöllun hafi verið með velþóknun viðkomandi? Hvaðan heldur Einar að honum komi þessi mynd af auðmönnunum sem hann styðst við? Afskaplega billegur málflutningur og grunnur, ef ég má vera svo djarfur.
Kveðja,
Jakob
Skrifa ummæli