fimmtudagur, 29. janúar 2009

Séra Jón og svo við hin

Margoft hefur það verið gagnrýnt hvaða misræmi er í viðhorfum þingmanna og æðstu embættismanna til sjálfra sín og svo annara þjóðfélagsþegna. Fræg er sjálftaka þeirra með tvöfallt dýrari lífeyrisréttindum en aðrir landsmenn hafa og hvernig þeir hafa sífellt vikið sér undan því að leiðrétta það. Einungis helstu skafankar voru hreinsaðir af nú fyrir jólin eftir margra ára deilur.

Annað hefur skollið framan í okkur undanfarna daga það er munur á uppsagnarfresti og dýrum réttindum sem þessir hinir sömu hafa útdeilt til sín. Fram hefur komið að það sé nánast ómögulegt að losna við seðalbankastjóra og það kosti 300 millj. kr. og 12 millj. kr. að losna við ráðherra.

Auk þess þurfi allskonar ástæður fyrir uppsögn seðlabankastjóra og fleira í þeim dúr. Einhvern veginn minnir mig að ráðherrar og þingmenn hafi fyrir nokkru þóttst svelgjast á digrum ráðningarbónusum og starfslokasamningum bankaliðsins.

Einnig og alls ekki síður hrekkur maður við, sé litið hversu harkalega þingmenn sjálfstæðismanna hafa barist gegn staðfestingu á réttindum launamanna í uppsögn, þ.e. ILO 58 reglunni, sem flestar þjóðir í Evrópu og margar í Asíu hafa staðfest. En þar er kveðið á um að vinnuveitandi verði að tilgreina ástæður uppsagnar.

Nú blasir hins vegar við að á sama tíma sömdu þingmenn með Davíð í broddi fylkingar við sjálfa sig um þessi atriði á meðan þeir höfnuðu að staðfesta samskonar réttindi fyrir almenna launamenn.

Maður er svo mörgum sinnum búinn að fá upp í kok á þessu liði og tekur fagnandi tilllögum um stjórnlagaþing þar sem þingmenn og ráðherrar fá ekki að stíga inn fyrir dyrnar.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig er það að leggja niður Seðlabanka Íslands og taka upp Íslenska Seðlabankann.

Væri það ekki á pari við Gamli Banki / Nýi Banki sem gert var fyrir kvartári?

tm

Nafnlaus sagði...

Þessa seðlabanka stjóra/stjórn burrrrt
Sama hvað það kostar.Það er vel þess virði að sjá þá fara.

Þeir druslast örugglega ekki út með einn plastpoka undir hendinni eins og fyrrum Landsbankastjóri Sverrir Hermannsson gerði fyrir laxveiðitúra.
hummm ! Hver var þá í ríkistjór, ég bara man það ekki.

Nafnlaus sagði...

Þetta er satt..en á einnig við um Séra "Karl" og svo við hin...
Anna Benkovic M.

Nafnlaus sagði...

Núna eru sjálfstæðismenn blessunarlega út úr ríkisstjórn og svo er það verk kjósenda að halda þeim frá áhrifum til frambúðar ekki satt.

Guðmundur sagði...

Já það er rétt, en sé litið tilbaka þá virðast íslenskir kjósendur hafa mikla ákaflega tilhneigingu til þess að kjósa alltaf það sama.

Guðmundur Ólafsson hagfræðingur sagði eftir síðustu kosningar að það væri einungis ekki sem gæti bjargað Íslandi frá hruni, það væri að skipta um kjósendur.

Nafnlaus sagði...

Ég mæli með að ein af þeim kröfum verkalýðshreyfingarinar verði þessi regla ILO 58 og líka að breyta lögum um lífeyrissjóði að þar sitji bara sjósfélagar í stjórnum sjóðana. Þessar kröfur eru ekki verðbólgu kvetjandi .Á þessum tímum er regla þessi nauðsyn. Best gæti ég trúað að Jóhanna stæði með okkur í þessum kröfum.Enn þettað með kjósendur er bara sönnun á orðum fyrrum markaðsstjóra OLÍS "fólk er fíbl". Við erum svo fljót að gleyma og líka vana föst ekki betra enn beljur á bás, alltaf að velja það sama. Er ekki fólk alltfa að versla við Baugs veldið ? Kveðja Simmi.