fimmtudagur, 29. maí 2008

Aðför Kaupþings að launamönnum

Æðsti stjórnandi Kaupþings var á árinu 2006 tvo mánuði að vinna fyrir ævitekjum eins verkamanns og það tekur 321 fullvinnandi verkakonur allt árið 2006 að vinna fyrir launum æðsta stjórnanda Kaupþings. Stjórnendur Kaupþings taka ekki undir þau markmið að stuðla að stöðguleika, en þeir vilja aftur á móti sitja einir að honum. Þeir vilja sitja í þeirri stöðu að geta hrifsað til sín hluta arðsins áður en hann kemur til skipta meðal þeirra sem eiga fjármagnið og skópu það með ráðdeild sinni eins og t.d. að greiða í lífeyrissjóði og eiga sparifé á bankabók.

Á sama tíma héldu stjórnendur Kaupþings lánum og yfirdráttum að ungu fólki. Í forstofum allra stórmarkaða voru agentar Kaupþings og í öllum blöðum voru birtar heilsíðuauglýsingar. Því voru boðin „góð“ kjör ef það flytti öll sín bankamál og lífeyrissjóðsmál til bankans. Margt af unga fólkinu stóðst skiljanlega ekki freistingarnar og eyðslan var gríðarleg. Hún byggðist á því að áfram yrði sami uppsveiflan í a.m.k 40 ár.

Allar greiðsluáætlanir sem Kaupþing hélt að unga fólkinu voru byggðar á þeim forsendum og dæmið gekk þannig upp. Vitanlega voru keyptar rúmgóðar íbúðir og þær innréttaðar með glæstum hætti og nýjir bílar stóðu í hlaðinu. Og í sjónvarpinu glumdu auglýsingar um að unga fólkið ætti að byrja að græða og fara í fótbolta- og innkaupaferðir til London, golf- og skíðaferðir til Ítalíu á yfirdrætti sem væri bara 20%.

Á sama tíma kom fram hver hagfræðingurinn á fætur öðrum og benti á að þetta gæti ekki endað öðruvísi en með harðri lendingu efnahagslífsins að loknum framkvæmdum á austurlandi á árinu 2008 til 2010. Þá myndu þeir sem tækju mikil lán lenda í erfiðleikum vegna þess að verðbólgan myndi sveiflast upp og krónan falla. Auk þess setti ríkisstjórnin almennum lífeyrissjóðum skorður í kynningu á starfsemi sinni á meðan bankarnir nutu frelsis.

Á sama tíma gerði ríkisstjórnin ekkert til þess að styrkja stoðir efnahafslífsins og setja bönkunum skorður í innflutning á erlendu lánsfjármagni. Ráðherrar fóru í stað þess mikinn og slógu sér á brjóst og bentu fólki á hversu snjallir þeir væri. Ísland væri best, af því þeir sætu við stjórnvölinn og væri að leggja undir sig heiminn með sinni efnhagssnilli. Þeir gerðu gys af hagfræðingum sem bentu á veilurnar í efnahagstefnunni og sögðu að þeir væru einungis þjakaðir af öfundsýki í garð þeirra sem velgengi nytu. Ráðherrarnir fóru í kosningar undir þessum merkjum og fólk vildi trúa að allt gengi svona vel og það myndi halda áfram og kaus í samræmi við það.

Í dag er margt af hinu unga fólki komið í skuldafangelsi Kaupþings og á allt undir hvernig bankinn tekur á þeirra málum. Við starfsmenn stéttarfélaga höfum fengið lýsingar félagsmanna á því hvaða gylliboð agentar Kaupþings hafi boðið þeim.

Í fyrradag hringdu tveir félagsmenn í mig og sögðu mér frá símtali sem þeir höfðu fengið frá agent Kaupþings, KB-ráðgjöf. Þeim voru boðin sérstök kjör á lánum og yfirdrætti ef þeir flyttu öll sín lánamál til Kaupþings. Þeir ætti einnig að flytja lífeyrissjóð sinn til Kaupþings. Þeir ættu að ganga úr stéttarfélaginu og hætta að greiða í þá hít og láta Kaupþing það eftir að ávaxta þá peninga. Fyrirtækin væru þreytt á að láta segja hversu mikla kauphækkun þau ættu að útdeila, oft vildu þau hækka laun mikið meira en gætu það ekki vegna þeirra skorða sem samningar verkalýðsfélaganna settu þeim.

Agentar Kaupþings sögðu að launamönnum stæðu til boða launahækkun ef þau hættu að greiða í sjúkrasjóð og aðra sjóði stéttarfélaga sem væri botnlaus hít. Félagsmenn spurðu agentinn hvað með tryggingarþátt sjúkrasjóðanna. Svar agenta Kaupþings var að það skipti engu því öllum stæðu bætur Tryggingarstofnunar til boða!! Til upplýsingar þá býður sjúkrasjóður Rafiðnaðarsambandsins félagsmönnum 80% launatryggingu komi upp langvinn veikindi upp á heimilum félagsmanna, auk annarra margháttaðra bóta.

Launamenn hljóta að velta því fyrir sér hvort þeir eigi að skipta við Kaupþing. Reyndar er svo komið fyrir nokkrum að þeir eiga ekki valið.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hann Davíð minn tók út aurana sína úr þeim banka.

Far og gjör slíkt hið sama.

Miðbæjaríhaldið

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir þessa grein Guðmundur.

Bankarnir eru óforskammaðar stofnanir drifnar áfram af grægði og engu öðru. Mitt í hlutabréfalækkunum og kreppu á fjármálamörkuðum skila bankar á Íslandi hagnaði. Útskýringar.. innleystur gengishagnaður. Já, einmitt. Hefur enginn spurt sig af því hvort íslensku bankarnir tóku skort stöðu í íslensku krónunni?

Bankarnir eru kaldrifjaðar hvítflippa glæpastofnanir sem hugsa ekki um fólk heldur gróða. Sem hugsa ekki um að þjóna heldur græða. Svo einfalt er það.

Svo finnst mér alveg ótrúlegt að fjölmiðlar skuli flagga skýrslum og álitum frá svokölluðum greiningadeildum bankanna. Greiningingadeildum sem gerðu langt upp á bak... eða viljandi gert! Og vöruðu ekki kjaft við því að óhagstætt væri að taka lán í erlendri mynt. Það kom aldrei nein viðvörun. Greiningadeildir.. my ass. Sorry... get ekki orða bundist.

Nafnlaus sagði...

Ef þú tókst erlent lán og vissir ekki að það væri áhætta í því ertu hálfviti, þýðir ekkert að vera kenna þeim sem veitti þér lánið um það. Miðaði enginn byssu á þig og sagði þér að eyða þessum peningum.

Þú ert bara klisjukennd týpa sem getur ekki tekið ábyrgð á þinni eigin skammsýni.

Og Guðmundur, varst þú drengurinn sem last um Lech Walesa í blöðunum og dreymdir um að feta í hans fótspor. Ég get allavegana sagt þér að planið þitt er ekki að ganga eftir, þvílíkur froðusnakkur og besservisser sem þú ert.

Nafnlaus sagði...

Góð grein, orð í tíma töluð.
Kv, Sigurjón Vigfússon

Nafnlaus sagði...

þr, ert þú þessi drengur sem last um láka og dreymdir að verða hann fyrir breytinguna ?

Yfirlýsingagleði þin og alhæfing jaðrar við einelti. Vonandi kennirðu ekki börnum þínum að haga sér svona á netinu.

Það er vissulega rétt að þú bendir á að að margir sem tóku erlend lán beittu skammsýni og tóku séns - en að kalla þá hálfvita segir meira um þig en þá.

Að líkja greinarhöfundi við lítinn dreng með Lech Waleza drauma er barnalegt. Og svo tekurðu fram úr sjálfum þér með froðusnakks og besservisser - kommentinu.

Ég vil enda þetta á að benda þér á að ef þér misbýður þetta logg þá skaltu ekki lesa það. Miðaði enginn byssu á þig og sagði þér að lesa þetta. Það miðaði heldur enginn byssu á þig og sagði þér að vera ónotalegur á komment kerfinu.

Þú ert týpan sem kemur kommentakerfum og því í vandræði og þú ert ástæðan fyrir að margir skoða alvarlega að hææta að hafa nafnleysi á netinu.

Snautaðu yfir á BarnaLand, þar sem þínir líkar hafa tekið yfir síðu til ómerkilegs snakks og almenns dónaskapar.

austmann

Nafnlaus sagði...

Einkennilegt þetta síðasta innlegg þr. í besta falli spjátrúngslegt.

Ég hef fylgst með umfjöllun Guðmundar um nokkurt skeið og þó þar sé kveðið fast að fylgja þar rök og skýringar og skiljanlegt. É

Þitt innlegg er ekki merkilegt og þér fer illa að nota orð eins og klisja.

Grow up.

PS: Með það að hættu að vera sjálfur að detta í klisjurnar get ég ekki ráðið við mig að láta þetta fylgja með og biðst um leið afsökunnar - ég hugsa að flestir sem þetta lesa gruni, hvar þú vinnur, hvað þú ert menntaður, hversu langt er síðan þú slapps út úr háskólanum, hvað þú gerir innan þíns fyrirtækis.... er ekki bara kominn tími til að fara úr stuttbuxunum og smella sér í vinnufötin og fara að gera eitthvað að viti...
Góða helgi