laugardagur, 17. maí 2008

Loksins

Það er ánægjulegt að ríkisstjórninni tókst loksins að laga stöðuna í efnhagsmálum að nokkru leiti. En þessi biðtími hefur verið fyrirtækjum og ekki síður heimilum dýr, og kaldranalegar kveðjur fyrir almenning að hlusta á ráðherra hrósa sér fyrir ráðvendni. Fréttirnar í gær staðfesta að flest ef ekki allt sem gagnrýnt hefur verið í efnhagsstjórninni var rétt. Hún hefur verið röng og vandinn er að mestu innanhúss.

Það er vitanlega niðurlægjandi fyrir þá sem hafa farið með efnahagsstjórnina undanfarinn á skuli fá svona hirtingu og skipað að taka til. Það er einnig leiðinlegt að þurfa að hlusta á það neikvæða tal sem fram fer um íslenskt efnahagslíf í fundarhléum og í kaffipásum þegar maður er að störfum niður í norðurlöndum.

Okkur hefur sett mikið niður í áliti, mjög mikið. Það er löngu kominn tími á nokkra af þeim sem hafa skapað þetta ástand.

Engin ummæli: