sunnudagur, 18. maí 2008

Kókkassar við völd

Því var haldið fram í aðdraganda síðustu kosninga að of stór hópur íslenskra kjósenda kysi sinn flokk sama á hverju gengi. Þó svo settir væru Kókassar í efstu sætin þá myndu þeir ná kjöri og fengju sín 37%. Stór hópur þeirra sem væru forsvari hefðu álíka hæfileika til þess að taka þátt í pólitískri umræðu og Kókkassi.

Íslensk stjórnmál eru eins og enski fótboltinn, menn haldi með sínu liði, sama á hverju gengur. Umræðurnar í vetur staðfesta þetta. Þar má benda á REI málin, efnahagsmálin, skipan héraðsdómara, eftirlaunamálin og svo maður tali nú ekki um úrlausnir á peningastefnunni. Við blasa stjórnmálamenn sem klifa á rakalausum klisjum og er það fullkomlega ómögulegt að setja fram hugsun sína á rökrænan hátt.

Frjálshyggjan hefur verið áberandi í íslensku þjóðfélagi á undanförnum árum, eins og rakið er í óvenjulega góðu Reykjavíkurbréfi í dag. Þeir sem hafa komist í þá stöðu að geta hrifsað til sín geypilegar fjárhæðir hafa umhugsanalaust gert það. Við völd hafa verið stjórnvöld sem hafa fylgt þessari stefnu með því að lækkað skatta á hinum efnameiri á meðan þau hafa látið skerðingarmörk sitja kyrr og með því aukið skatta á hinum efnaminni. Stjórnvöld sem hafa staðið fyrir miklum eignatilfærslum og ætla ekki að víkja af þeirri leið, eins svo glögglega kom fram í ræðu forsætisráðherra í morgun og hefur verið til athugasemdarlausrar og vandlegrar umfjöllunar í öllum fréttatímum í dag. Maður sem vill viðhalda því efnhagsástandi sem við búum við.

Bent hefur verið á að með óréttmætum hætti sé tekið af þeim arði sem ætti að skila sér inn til hlutafjáreigenda og þar með lífeyrisþega, sem eiga að stærstum hluta það fjármagn sem er verið að spila með. Það sé ekki eðlilegt að þeir sem fara með stjórnun fjármagns, taki til sín ofurlaun og enn hærri bónusa og skerði með því ávöxtun lífeyrissparnaðar.

Stjórnmálamenn hafa í skjóli þessa úthlutað sjálfum sér umtalsverðar upphæðir úr ríkissjóð og sett ný lög um sértæk eftirlaun. Þeir eru þar með í engu eftirbátar sérhyggjubræðra sinna í fjármálageiranum. Stjórnendur hinnar pólitísku umræðu sendu þeim tónninn sem gerðu athugasemdir og upplýstu okkur um leið um getuleysi sitt til uppbyggilegrar umræðu með því að færa fram þau rök ein, að þeir sem gerðu athugasemdir við þessar athafnir væru þjakaðir af öfundsýki.

Sé litið til þeirra sem valdir hafa verið til að standa að hinni upplýstu umræðu, er það augljóslega rétt að það voru Kókkassar sem náðu kosningu, en Spurkassarnir eru við stjórn í Seðlabankanum.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sjálftakan úr almenningshlutafélögum hefur sannarlega verið yfirgengileg, og sennilega lögbrot líka. Að minnsta kosti væri svo í þróaðri samfélögum.

Misbeiting þingmanna á löggjafarvaldinu til þess að efla persónulegan hag sinn er þó miklu alvarlegra mál.

Og nú boða Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde frumvarp um eftirlaunin sem er ekki annað en kattarþvottur.

Fólkið á Alþingi er heillum horfið. Almenningur þarf að láta finna fyrir sér.

Nafnlaus sagði...

Kókkassarnir náðu völdum, algerlega innihaldslausir. Ég vil innrás!

Nafnlaus sagði...

Til upplýsinar:

http://dv.is/frettir/lesa/8910