laugardagur, 17. maí 2008

Örvænting forsætisráðherra

Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að forsætisráðherra sem áður var fjármálaráðherra og hefur verið þáttakandi í mótun þeirrar efnahagsstefnu, sem hefur valdið íslenskum almenning og heimilum gríðarlegum búsifjum og mikilli eignatilfærslu í þjóðfélaginu, flytji ræðu eins og hann flutti í Valhöll í morgun og farið var yfir í hádegisfréttum. Hér er með örvæntingarfullum hætti reynt að beina sjónum almennings frá eigin afglöpunum í efnahagsstjórninni.

Öll vitum við, nema þá kannski fyrir utan örlítils hóps sem meðtekur allt athugasemdalaust sem frá Valhöll kemur, að við værum ekki í þessari stöðu sem við erum í, værum við innan Evrópusambandsins. Það er ekki boðlegt og óásættanlegt að forsætisráðherra beri fram þann fáránleika sem hann sagði í morgun. En það staðfestir enn einu sinni hvers vegna við erum á þeim stað sem við erum. Og við erum fjarri því að komast inn í ESB, til þess þarf mikla hreingerningu í efnahagsmálum Íslands.

Er ekki að verða nóg komið? Forsætisráðherra ætlar sér augljóslega að halda því til streitu að bjóða heimilum og fyrirtækjum áfram upp á sérhannaðar rússibanaferðir sínar með efnhagslífið og þar með aukna eignatilfærslu frá þeim sem minna mega sín til hinna efnameiri. Afnema launahækkanir með gengisfellingum og tryggja áframhaldandi ofurvexti.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það fjarar undan Sjálfsstæðisflokki. Algjört ráðleysi í borgarmálefnum Reykjavíkur-fylgið hrynur þar.
Efnahagsmálin eru á ábyrgð fyrrum forsætirráðherra og nv. Seðlabankastjóra og núverandi forsætirráðherra- þeir geta ekki skorast undan því. Sjálfstæðisflokkur hefur undir stjórn þessara manna dregð lappirnar í Evrópumálum okkar Íslendinga og staða okkar orðin mjög slæm. Við síðustu yfirlýsingu formanns Sjálfsstæðisflokksins í ESB málum-þá hlýtur ráðleysishugafarið í Flokknum að fara að segja til sín á landsvísu eins og í Borginni.

Nafnlaus sagði...

Ojá, nú er tími spillingar eins og vorið og kemur góð spretta þegar að staðreyndirnar vaxa á fullum krafti frá hugsandi þjóð.
Mikið athyglisvert.

Nafnlaus sagði...

Hefði ESB-aðild komið í veg fyrir að fjárglæramenn, sturlaðir af græðgi, eignuðust bankana?

Nafnlaus sagði...

Satt og rétt.

Hann er bersýnilega verðmætur, forsætisráðherra og seðlabankastjóra, rétturinn til að koma skríðandi til vinaþjóða til að veita neyðarlán eftir að efnahagstjórn hefur algerlega mistekist.

Þetta er ekki merkilegt sjálfstæði, þetta er ekki merkilegtur málflutningur.

Er hægt að leggjast lægra.

Nafnlaus sagði...

Þetta er einmitt málið. Geir er að gera rosaleg mistök með því að tala svona inn í hóp hinna innmúruðu. Hann virðist halda að þeir vilji heyra svona bull. Auðvitað mundi Ísland ekki vera í gengisfellingarkröggum - - né heldur í viðvarandi vaxtaorki ef við værum innan ESB. "Það sér hver maður" - eins og þekktur leiðtogi sagði svo oft hér á árum . . . . .