mánudagur, 5. maí 2008

Heftun skoðanamyndunar

Eitt af því sem mér finnst einna leiðinlegast við fyrrverandi flokksfélaga mína er hversu illa þeir þola umfjöllun og svokallaða álitsgjafa.

Strax og einhver útvarpsþáttur fer í loftið sem gerir athugasemdir við frjálshyggjuna, eða umræður fara fram í spjallþætti þar sem frjálshyggjumönnum finnst á sig hallað, þá byrja þeir að hrópa, þessi stöð er vinstri sinnuð, hún gætir ekki hlutleysis. Er þetta Hljóðvarpinn? Það vantaði skoðanir hægri sinnaðra í þáttinn. Er Stöð 2 einhver vinstri stöð?. Hvers vegna er okkar skoðunum ekki hleypt að?

Reyndar ganga hinir hægri sinnuðu svo langt að margir af flokksmönnum Sjálfstæðisflokksins vilja ekki kannast við að þetta séu þeirra skoðanir. Margir tóku þann kost eins og t.d. undirritaður og sögðu sig úr flokknum sakir þess að þeir töldu hinar öfgakenndu hægri skoðanir sem í sífellu voru kynntar í fjölmiðlum sem hinar einu og sönnu skoðanir Sjálfstæðisflokksins voru ekki vera þær sem þeir vildu styðja. Reyndar hurfu þær oftast af sjónarsviðunum 2 mán. fyrir kosningar. Ég var og er þeirrar skoðunnar að það hefði verið mikið nær að Frjálshyggjumenn hefði sýnt okkur hinum þá kurteysi að fara úr Sjálfstæðisflokknum og stofna sinn eigin flokk. Nokkrir þessara gutta fara þessa dagana hamförum yfir því sem birt er hér á þessari síðu.

Reyndar skil ég ekki frekar en margir aðrir hvar Frjálshyggjumennirnir draga línuna milli hægri og vinstri. Það er á þeim að skilja að allir sem ekki eru þeim sammála séu í vinstra liðinu, svo ég noti þeirra eigin orð. Það er nú svo að það er fjölmargir þar á meðal stuðnignsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eru ósammála hinum öfgakenndu hægri mönnum, en telja sig samt sem áður vera hægri menn. Ég er t.d. næsta viss um að margir af hinum svokölluðu vinstri mönnum myndu kalla sumt af því sem ég hef sett fram vera hægri stefnu.

Það sem skilur alla aðra frá hinum öfgakenndu hægri mönnum, er að þeir gera engar athugasemdir þó allir þátttakendur í einum spjallþætti séu Frjálshyggjumenn. Það virðist nú vera svo að það séu nefnilega allir aðrir en Frjálshyggjumenn, sem þola öðrum að hafa aðrar skoðanir en þeir sjálfir. Í dag er harðasta Sovétið falið í frjálshyggjunni, þeir sem þar fara boða mestu frelsiskerðinguna.

Það er svo sem ekkert einkennilegt að þeim sem lögðu upp efnhagsstefnuna líði illa þessa daga. Hver prófessorinn og hagfræðingurinn á fætur öðrum kemur fram á sjónarsviðið og bendir á að þeir sem hafi farið með efnahagsstjórnina undanfarinn áratug hafi viljandi leynt landsmönnum hinu rétta. Verðbólga hafi verið falinn.

Með þessu blekktu stjórnvöld almenning vísvitandi um velmegun, sem ekki var til staðar til þess eins að ná endurkjöri í síðustu kosningum. Blekking sem leiddi til þess að almenningur skuldsetti sig í góðri trú og gerði greiðsluáætlanir sem í dag reynast vera byggðar á kolvitlausum forsendum og nú stefna margar þessarar fjölskyldna í mikla erfiðleika.

Ábyrgðin liggur öll hjá þeim sem settu upp þá efnahagsstefnu sem er að bíða skipbrot þessa dagana. Það verður ekki þagað í hel. Það er svo annað mál hvort íslenskur almenningur láti það yfir sig ganga, um það hef ég fjallað áður og skil reyndar ekki upp eða niður í því.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er tekið úr ummælum við blogg hjá Agli -Mogginn til hægri, þar sem ég var að þvarga við einn hægri öfgistann. Sem er eiginlega eins og að berja hausnum við vegg.


“Munurinn á hægrimanni og vinstrimanni er sá, meðal annars, að hægrimaðurinn viðurkennir að á Íslandi ER stéttaskipting, hefur alltaf verið, og mun alltaf vera, rétt eins og í öðrum löndum í gegnum sögu mannkyns. Vinstrimaðurinn neitar að horfast í augu við þetta og keppist við að sannfæra sjálfan sig um að hér hafi, í gömlu góðu dagana, allir verið jafnir.”

Lýsingin á stéttaskiptingunni er krónísk hægri öfgista blinda. Af því að stéttaskipting er þarna ... þá er það óskrifað lögmál. Sem best er að nýta sér út í ystu æsar og viðhalda út i rauðan dauðann --> samkvæmt hægri öfgistum.

Svo er stór munur á hægri manni og hægri öfgista. Í Sjálfstæðisflokknum er fullt af fólki sem lætur sig náungann varða. En það er líka fullt af hægri öfgistum sem gæti ekki staðið svo mikið sem meira á sama um það sem ég svo eftirtektanverðanlega kallaði... sauðsvartur almúginn.

En það fyndnasta við hægri öfgista er að þegar eitthvað kemur upp á og þeir verða frumskógarlögmálinu að bráð (oftast nær af sér líkum dýrum í mannheimum -þ.e. hægri öfgistum) breytast þeir í hógværa hægri menn á einni nóttu -ef ekki jafnaðarmenn eða eins og Jónas kýs að kalla þá -vinstri menn.

Nafnlaus sagði...

Ertu ekki að leika fórnarlamb Guðmundur?

Það er bara ekkert furðulegt eða neins konar tvískinnungur ef frjálshyggjumenn þegja þegar á skjánum birtist þáttur þar sem eingöngu er talað við skoðanabræður þeirra.

Þeir eru orðlausir af undrun.

Þessir þættir sem þú lýsir eru hvítir hrafnar.

Að lokum finnst þér það ekki trist að vera orðinn skoðanabróðir Þórhildar Þorleifsdóttur?

Mér myndi ekki líða ver ef ég vaknaði einn dag og væri orðinn sammmála Ella Schram í einu og öllu.

Nafnlaus sagði...

Ef þú ert ekki hægri maður og ekki vinstri maður. Þá ertu bara eitt, hreinn og beinn íslendingur.

Bestu kveðjur frá dyggum lesanda.

Nafnlaus sagði...

Það sem er hvað mest ergjandi við þessa hörðu ungu hægrimenn í dag er lögmálahyggjan. Þeir eru margir hverjir búnir að finna rétta svarið og það er alltaf eins. Markaðurinn (einkaeign) leysir þetta best. Alveg sama hvert vandamálið er. Það þarf bara einhver að eiga þetta og geta grætt á því og þá er vandamálið leyst.
mér hugnast svona ofurtrú á einni leið afskaplega illa.