sunnudagur, 4. maí 2008

Viðskiptaráðherra blaðrarÍ Silfrinu í dag staðfestu stjórnmálamenn enn einu sinni þekkingarleysi á efnahagsstjórn og ekki síður skeytingaleysi yfir því hvaða stöðu þeir hafa komið allmörgum fjölskyldum í. Ummæli viðskiptaráðherra lýstu þessu svo vel og hann nánast blaðraði út í eitt.

Enn einn hagfræðiprófessor hefur stigið fram og gagnrýnt Seðlabankann og stjórnvöld harðlega opinberlega. Hann segir að hið opinbera hafi farið út í ógætilegar fjárfestingar. Seðlabankinn hafi brugðist við á rangan hátt og úreltum hagfræðikenningum. Verðbólgukúfnum var frestað með því að hækka gengið og erlendir bankar vilja ekki veita íslendingum lán.

Stjórnmálamenn hafi í engu sinnt aðvörunum og hver ákvörðunin á fætur annarri sem tekin var röng og heimilunum blæðir. Eins og rakið heufr verið í hverjum pistilinum á fætur öðrum hér. Ráðherrarnir draga umræður með ferðalögum til Kína eins viðskiptaráðherra gerði og hann setur greinilega vandamálin þar ofar íslenskum heimilum. Enda hrynur fylgið af honum. Hann boðar lausnina í því að ráðherrar ætli í næstu viku að hitta aðila vinnumarkaðsins. Það eru reyndar orðnar einar 4 vikur síðan menn báðu um þann fund. Ekki voru það stjórnvöld sem höfðu frumkvæði að fundinum.

Sjálfsagt ætla þeir að biðja launamenn til þess að axla enn meiri byrðar og hjálpa þeim að taka 500 milljarða lán með því að setja lífeyrissjóð sína í pant. Vonandi hefur einhver af fulltrúum launamanna uppburði á þeim fundi að spyrjast fyrir um hvort þeim finnist ekki ástæða til þess að biðja heimilin afsökunar og ráðherrar Samfylkingar reyni að auka trúverðugleika sinn með því að afnema eftirlaunasjóðinn, áður en þingi verði slitið.

Engin ummæli: