föstudagur, 16. maí 2008

Örvænting sjálfstæðismanna

Ég skil útspil Björns í gær þannig að hann sé að reyna að trufla þá umræðu sem er í gangi. Björn er ásamt forystu Sjálfstæðisflokksins að víkja sér undan því að ræða þau mál sem eru á dagskrá.

Lausnir dagsins í dag :
· Efnhagsstefna undanfarinna ára. Þau mistök sem hafa verið gerð og hvað þarf að leiðrétta.

· Efnhagsleg staða fyrirtækja og heimila í dag. Hvað er til úræða?

· Hvers vegna gerir ríkisstjórnin ekkert? Hún er að vinna feykileg skemmdarverk með því að gera ekkert. Sparar reyndar ríkisjóð fjármuni, en með því er ríkisstjórnin að leggja miklar og óþarfa byrðar á heimilin og fyrirtækin.

Lausnir til langframa :
· Hvað þarf að gera til þess að við þurfum ekki reglulega að upplifa rússibanaferðir krónunnar?

· Hvernig getum við tryggt svipað dagvörverð og er í nágrannalöndum okkar. Svipaða verðbólgu og svipaða vexti.

Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa með aðstoð Styrmis leikið ítrekað þann leik að eyðilegga umræðu og enn er gerð tilraun til þess.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"Hvernig getum við tryggt svipað dagvörverð og er í nágrannalöndum okkar."

Svarið við þessu er einfalt.
Hvergi í hinum vestræna heimi er samþjöppunin jafn mikil í dagvöruversluninni og hér á landi.
Til að breyta þessu á að leysa Haga (Baugseign) upp í þrjá parta.
Neyða Baug til að selja tvo þeirra.
Þá er ástandið á markaðinum orðið svipað og í Bretlandi.
Hvers vegna er þetta ekki gert úr því að málið er svona einfalt?
Jú, það er vitað að Solla fer strax uppí Borgarnes, heldur ræðu og segist fyrr lá lífið (pólitískt) en að blakað verði við Baugi.
Það mun verða Borgarnesræðan númer þrjú.
B

Nafnlaus sagði...

Af hverju ætti Solla að gera það?
Getur verið að þú byggir þessa skoðun þína á túlkun Styrmis á Borgarnesræðum ISG?
Sem er einmitt lýsandi dæmi um það sem Guðmundur er að tala um, að Styrmir eyðileggi umræðu með orðhengilshætti og/eða kjaftæði, frekar en málefnalegri umræðu.

Nafnlaus sagði...

Ég fer einfaldlega eftir viðurkenndum hagfræðikenningum um að samþjöppun leiði til hærra verðs.

Ég sé ekki hvað það hefur með Styrmi að gera. Ekki lærði ég hjá honum.

Um Sollu fer ég eftir aðgerðum hennar á þingi.
Ekki hefi ég heyrt hana kvarta um yfirgnæfandi markaðshlutdeild Baugs.
Ekki hefi ég heyrt hana tala um að minnka hana.
Minnkun markaðshlutar ráðandi aðila er vísasta leiðin til að halda niðri verði.
Hvar er Solla?
Fyrir hvern er hún fulltrúi?

Ég hlustaði á Borgarnesræður hennar og þarf hvorki þig né Styrmi til að túlka þær fyrir mig.
Þakka þér samt.
B