þriðjudagur, 6. maí 2008

Blekkingar opinberast

Það er að renna upp fyrir stjórnvöldum sú ískalda staðreynda að athugasemdir stéttarfélaga við efnahagsstefnuna hefur verið rétt. Sama gildir um viðvaranir margra innlendra hagfræðinga. Undanfarið hafa komið hingað erlendir hagfræðingar sem benda hver á fætur öðrum á hvaða villigötum íslenskt efnahagslíf hefur verið.

Hannes Hólmsteinn elsti efnahagsráðgjafi!! undanfarinna ríkisstjórna hefur ritað margar blaðagreinar og eins fengið hingað helstu boðbera frjálshyggjunnar. Hann kynnti Prescott í fyrra sem sérfræðing í skattamálum sem hélt fram að við skiluðum ekki nægilega löngum vinnudegi.

Það var víðsfjarri sannleikanum sem Hólmsteinn hélt fram ásamt félögum að Prescott hafi fengið nóbelsverðlaun fyrir þekkingu sína í lækkun skatta. Hann fékk verðlaun fyrir stærðfræðilegt líkan af hagsveiflum. Sama var upp á teningunum þegar spaugarinn Laffer var fengin hingað til þess að kynna galdrahagfræði sína. Á þetta hef ég bent hér og hér. Lausnir byggðar á blekkingu losa okkur ekki úr blekkingarheiminum.

En frjáls borgari nýtur sömu réttinda og þeir sem göfugastir eru og frjáls hugsun beygir þolinmóð stjórnvöld með samtakamætti sínum. Jafnréttishugsjónin á sér djúpar rætur meðal íslenskra launamanna og það er hún sem við viljum sjá sem raunveruleika í verunni. Það efsta sem verður á kröfulista launamanna hvað varðar þjóðarlán er að ríkisvaldið nýti hluta þeirra fjármuna til þess að bjarga heimilum sem eru kominn í vandræði fyrir tilstilli rangrar efnahagstefnu stjórnvalda.

Nú er svo komið að byggingariðnaður dregst hratt saman. Ingibjörg Sólrún og Jóhanna sögðu í fréttum að svo væri ekki og vitnuðu til samanburðartalna frá Íbúðarlánasjóð, en slepptu bankalánum, erlendum lánum og lífeyrisslánum. Dæmigerð vinnubrögð stjórnmálamanna. Þetta gera þær þó svo að í fréttum sé fjallað um uppsagnir fyrirtækja í byggingariðnaði.

Þetta staðfestir að ráðherrar ætla sér að nota byggingariðnaðinn þar sem starfa um 20 þús. manns, sem kælikerfi fyrir hagkerfið og það vefst ekki fyrir ráðherrum að sveipa það blekkingarvef.

Þessi atriði reiknum við með að hljóti að hafi verið ofarlega í umræðum fulltrúa ASÍ við stjórnvöld í dag á hinum samhenta og eindregna fundi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, guð forði okkur frá því að fá ráðleggingar frá hagfræðingum sem hafa meðal annars rannsakað hagveiflur.

Frekar skulum við hlusta á rafiðnaðarmann sem hefur þekkingu á málinu.

Nafnlaus sagði...

Kæri Þórður G,

Ef þú lest greinina er rafiðnaðarmaðurinn að benda á að hagfræðingar á vegum Hólmsteins hafa verið á öndverðum meiði við hagfræðinga sem koma hér á annarra vegum.

Ég hef ekki séð að rafiðnaðarmaðurinn hafi verið að koma með lausnina, heldur að benda á að stjórnvöld séu ekki að taka á málinu og að neita að það sé eitthvað mál í gangi.

Auk þess vilja þau nota eftirlaun mín og þín til að halda fylleríinu áfram, og að fresta þynnkunni um einhver ár. Þetta hafa rafiðnaðarmenn, hagfræðingar, verkfræðingar, lögfræðingar, forstjórar og jafnvel einhverjar fleiri stéttir bent á.

Athugasemd þín hljómar eins og þú hafir lesið greinina með gleraugunum sem félagar í SSHDBB (*) fá. Fólk má sumsé ekki hafa skoðun því það er ekki með háskólagráðu.


* = SértrúarSöfnuður Heilags Davíðs í Bárujárnshúsinu við Bergþórugötuna

Nafnlaus sagði...

Ég sagði aldrei að fólk mætti ekki hafa skoðanir nema að gefnum ákveðnum menntunarskilyrðum. Síður en svo.

Ég er einfaldlega að benda á hversu hæpið það er að slá málflutnings ákveðins fræðimanns út af borðinu, með þeim rökstuðningi að Nóbelsverðlaun hafi fengist fyrir rannsóknir á hagsveiflum, en ekki skattamálum.