Ég beindi máli mínu að Kaupþingi í gær. Fjallaði um agentana sem fara um og reyna að fá ungt fólk til þess að hætta að greiða í almennu lífeyrissjóðina, greiða frekar í lífeyrissjóð Kaupþings og færa alla bankastarfsemi sína þangað. Auk þess að þeir reyndu að telja ungt á að ganga úr stéttarfélögunum. Ég fékk mikinn fjölda pósta auk símtala og mér kom það á óvart hversu margir höfðu ekki áttað sig á þessari starfsemi.
Ástæða er að geta þess að Kaupþing er ekki eitt banka um að ástunda þessa iðju. Þekkt er að fyrstu níu mánuðir inngreiðslu fer í þóknum til agentana, oft verður unga fólkið undrandi þegar því verður ljóst að það er að glata réttindum á því að færa sig. Einnig er þekkt meðal agentana að nota þá aðferð að benda fólki sem vill ekki færa samtryggingarsjóð sinn, að færa a.m.k séreignarsparnað sinn á þeim forsendum að ekki sé rétt að hafa öll eggin í sömu körfu.
Allir sem þekkja til lífeyriskerfisins vita að séreignarsparnaði lífeyrissjóðanna er beint í mismunda fjárfestingasjóði til þess að dreifa áhættu. Séreignarsjóðir bankanna gera slíkt hið sama, þannig að þessi klisja er ómerkileg blekking. Þessir fjármunir hafa reyndar eins og kunnugt er verið undirstaða útrásar bankanna. Arður þeirra hefur síðan gengið í gegnum einkaupptöku efstu stiga bankanna, og restinni hefur verið skilað til þeirra sem eiga fjámagnið.
Nú þessu til viðbótar hafa agentarnir beint spjótum sínum að annari starfsemi stéttarfélaganna eins og rakið var í pistlinum í gær. Margt ungt fólk hefur ekki áttað sig á því umhverfi sem íslensk stéttarfélög bjóða upp á. Um árabil reyndu íslensk stéttarfélög að fá stjórnmálamenn til þess að byggja upp samskonar umhverfi og gert hafði verið í hinum norðurlandanna. Íslenskir stjórnmálamenn fengust ekki til þess þannig að stéttarfélögin gáfust upp og byggðu upp tryggingarkerfi í gegnum kjarasamninga, fleiri veikindadaga en eru í erlendum kjarasamningum, sjúkrasjóði til þess að bæta upp slakar bætur almannatryggingarkerfisins og svo lífeyrissjóði þar sem íslenskir þingmenn bjuggu einungis sér og útvöldum opinberum starfsmönnum það umhverfi.
Þetta tryggingarumhverfi íslenskra fjölskyldna er orðið í flestu betra en þekkist annarstaðar og hefur valdið því að tryggð íslenskra launamanna við stéttarfélögin hér á landi er mikið meiri en þekkist annarsstaðar, þökk sé hægri sjónarmiðum íslenskra stjórnmálamanna. En þetta er það umhverfi sem bankarnir hafa verið að gera atlögu að. Reyndar hafa frjálshyggjumenn hér á landi látið þetta kerfi fara mikið í taugarnar á sér, eins og ég hef alloft komið að í pistlum mínum hér á þessari síðu og reyndar víðar, hvort það sé vegna þess að þeim sé orðið ljóst að það var afstaða þeirra hefur tryggt uppbyggingu kerfisins veit ég ekki. En allavega hefur maður lúmskt gaman af óförum þeirra nú á tímum um allan heim.
Ástæða er að geta þess að ég var í Karphúsinu í gær við kjarasamningagerð og Kaupþingsmenn höfðu samband og báðu mig að rölta yfir í næsta hús þar sem eru höfðuðstöðvar Kaupþings. Við förum yfir málinn á hreinskiptan hátt. Ég fór þaðan út sáttari en þegar ég gekk inn.
Skömmu síðar stóðum við samningamenn rafiðnaðarmanna í kaffistofu Karphússins og horfðum við á höfðuðstöðvar Kaupþings sveiflast eins og laufblað þegar jarðskálftinn fór hér um. Ótrúlegt að horfa í hinar geysistóru glerfleti bylgjast eins sængurver á snúru.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli