föstudagur, 16. maí 2008

Frjálst flæði launamanna


Var í Kaupmannahöfn í vikunni á ráðstefnu um frjálst flæði launamanna innan Evrópska efnahagssvæðisins. Á ráðstefnuna voru nokkrir fyrirlesarar auk undirritaðs voru forsvarsmenn þessara mála frá hinum norðurlandanna, auk lögfræðings með sérþekkingu í Evrópurétti og einn þingmanna Dana á Evrópuþinginu.

Sérstök ástæða virðist vera þó einkennilegt sé, að taka það fram að Ísland er hluti af Evrópska efnahagssvæðinu og launamönnum á svæðinu, einnig hinum nýju 10 ríkjum er heimilt að koma hingað í atvinnuleit. Á þetta er bent, sakir þess að allmargir virðast ekki hafa áttað sig á þessu, þegar viðkomandi ræða málefni Evrópu.

Evrópa var í kyrrstöðu þegar nokkur fullvalda ríki stofnuðu til Evrópusambandsins. Forsvarsmenn þeirra landa sem að stofnun sambandsins stóðu, óttuðust að óbreytt staða myndi leiða til lakari samkeppnisstöðu Evrópu á meðan mikill uppgangur væri á öðrum svæðum eins og Asíu og Bandaríkjunum. Árangurinn hefur verið góður og tekist hefur að skapa feykilegan fjölda nýrra atvinnutækifæra. Samfara meiri efnahagslegum stöðugleika. Óhætt er að segja að þó svo við séum ekki beinir þátttakendur að ESB, þá hefur tilvist sambandsins verið ein af helstu undirstöðum þess mikla uppgangs sem hefur átt sér stað hér á landi undanfarin ár.

Svíþjóð og Finnland gengu árun upp úr 1990 í gegnum svipaða kollsteypu og við erum að upplifa nú. Atvinnulífið þar krafðist þess að stjórnvöld styrktu gjaldmiðilinn og stækkuðu markaðssvæði fyrirtækjanna. Atvinnulífið í þessum löndum hefur notið góðs af þeirri ákvörðun að ganga í ESB. Þetta á ekki síður við um heimilin. T.d. var mikið atvinnuleysi í Finnlandi en það hefur minnkað umtalsvert. Landbúnaður í þessum löndum átti í erfiðleikum en blómstrar núna. ESB hefur lagt mikla áherslu á að tryggja félagslega stöðu einstaklingsins og þaðan hafa komið miklar úrætur á því sviði. Lönd sem áður voru í mikilli lægð og bjuggu við mikla kreppa hafa náð sér vel á strik bæði í vestanverðri Evrópu og eins hafa markaði verið að vaxa austur á bóginn og kaupgeta og velmegun fer vaxandi í þeim löndum, sem leiðir til hratt vaxandi markaðar á svæðinu.

Áberandi hefur verið í stefnu á Evrópska efnahagssvæðinu að stuðla að aukinni menntun og styrkja menntun í atvinnulífinu. Um þriðjungur launamanna skiptir um störf á hverju ári. Um 10% starfa hverfa á hverju ári og skapa þarf jafnmörg ný og fleiri til viðbótar til þess að standa í vegi fyrir atvinnuleysi og að taka á móti nýjum fólki á vinnumarkaðinum.

Gríðarlegur fjöldi launamanna hefur sótt vinnu vestur á bóginn. Með því hafa þeir átt sinn þátt að byggja enn frekar upp efnahagslíf viðkomandi lands og verið forsendur uppgangs í vestrænum löndum, eins og hér heima. Þeir fara heim með hluta af launum sínum og stuðla með því að hraðari uppbyggingu þar, auk þess að ESB hefur veitt miklum styrkjum til efnahagslegrar uppbyggingar í þessum löndum.
Það eru helst starfsmannaleigurnar sem hafa valdið skaða á þessum markaði. Þær hafa smeigt sér undan því að greiða lágmarkstryggingargjöld, skatta, orlof og veikindafrí. Hinir erlendu launamenn hafa lent bjargarlausir út á götu hafi þeir lent í slysum eða veikindum. Mörg óhugnanleg dæmi voru nefnd, eins og t.d. forstjóri eins norsks fyrirtækis tók erlendan starfsmann sinn sem lenti hafði í slysi og ók honum upp í sveit og skyldi hann þar eftir á fáförnum sveitavegi alslausan og án vegbréfs.

Forsvarsmönnum norrænu sambandanna bar saman um að mikill árangur hefði náðst í að lagfæra stöðu hinna erlendu launamanna. Í dag vinna á norðurlöndunum vel á þriðju milljón erlendra farandverkamanna, sem sýnir vel sterka stöðu vinnumarkaðs norðurlandanna. Þau eru þróttmesta svæðið í Evrópu jafnvel þau víðar væri leitað. Mikil framleiðni og sveigjanlegur vinnumarkaður er að skila okkur þessa stöðu. Jafnræði og tryggt umhverfi með öryggisnetum fyrir þá sem minnst mega sín. Ríkisstjórnir norðurlandanna hafa á undanförnum árum unnið að betrumbótum á lögjöf um farandverkamenn, þar á meðal hin íslenska.

Mörg fyrirtæki hafa með stuðningi öfgakenndra hægri manna hafa viljað greiða austanmönnum sömu laun og greidd eru í þeirra heimalandi, en mikil andstaða er gegn því. Fulltrúi Íslands greiddi þessu atkvæði á sínum tíma, sá maður er að því ég best veit ráðherra núna. Það liggur fyrir að með því væri verið að tryggja áframhaldandi efnhagslega lægð í þessum löndum, sem væri andstætt þeim markmiðum sem sett voru með Evrópska efnahagssvæðinu, það er að stuðla að auknum viðskiptum á svæðinu. Ef erlendum launamanni væru greidd lægri laun en heimamanni fyrir sömu störf er verið að mismuna hinum erlenda launamanni með ólögmætum hætti. Það er brot á jafnræðisreglum. Ef þessi leið væri farin, samsvaraði það því að tekin væri hraðlest til lökustu kjara á Evrópska efnahagssvæðinu og engum til hagsbóta.

Engin ummæli: