fimmtudagur, 21. febrúar 2008

Allt annað en ESB og Evru

Nú er svo komið að það er að renna upp fyrir andstæðingum ESB og Evrunnar að allar fullyrðingar sem þeir hafa staglast á standast ekki.

Það er viðurkennd hernaðarlist í pólitík að skjóta óþægilega umræðu út af borðinu, hafna rökum og stara á tærnar en ekki fram á við. Það er skelfilegt þegar forystumenn í stjórnmálum leggja stór mál í umræðufarveg í þeim tilgangi einum að komast hjá umfjöllun og fá niðurstöðu.

Örvæntingarfullt er spurt hvort ekki sé hægt að gera eitthvað annað, bara eitthvað, svo ekki þurfi að viðurkenna þá stöðu sem kominn er upp. Tökum upp dollar, svissneskan franka, eða breska pundið, bara eitthvað annað en Evru.

Í viðtali við forsætisráðherra í Fréttablaðinu í dag kemur enn ein flóttaleiðin, Kína. Land þar sem allar reglur hvað varðar aðbúnað og öryggi launamanna eru þverbrotnar. Mannréttindi vikta lítið.

Í kjölfar Viðskiptaþingsins hafa sömu menn gripið í enn eitt hálmstráið og keppast við að lýsa því yfir að hugmyndin um einhliða upptöku annars gjaldmiðils sé komin út af borðinu og fullyrt að eingöngu séu tvær leiðir færar: aðild að ESB, eða óbreytt ástand. Hjúkk þvílík einföldun.

Þessar fullyrðingarnar hafa ekkert verið rökstuddar frekar en fyrri daginn. Einföldun umræðunnar þjónar náttúrlega pólitísku gjaldþroti í umræðu sem var að hefja sig til flugs.

Þessi tiltekni hópur verður að viðurkenna stöðuna og hætti að gera tilraunir til þess loka fyrir tímabæra rökræðu, sem var kominn á fleygiferð.

Engin ummæli: