Þegar litið er til náms á framhaldskólastigi kemur í ljós að arðsemi náms í rafeindavirkjun er hæst eða um 16%. Meðaltekjur þeirra eru hærri en margra háskólamenntaðra hópa. Rafvirkjar fylgja þar fast á eftir með um 13% arðsemi. Arðsemi náms verkfræðinga er liðlega 20%, hjá læknum tæplega 20% og hjá viðskipta- og hagfræðingum liggur arðsemin milli rafeindavirkja og rafvirkja.
Bakarar og prentarar eru aðeins á eftir rafvirkjun. Framhaldskólakennarar og sálfræðingar eru með um 5% arðsemi náms.
Það er geysileg vöntun á fagmönnum ekki síst í rafiðnaðargreinum. Ef t.d. er litið nýju álveranna þá hefur gengið erfiðast að fullmanna rafiðnaðarverkstæðin.
En viðhorf þjóðfélagsins til verknáms endurspeglast mjög vel í umræðum og ákvörðunum Alþingis, verknám er svelt fjárhagslega, skólarnir fá ekki fjármuni fyrir nauðsynlegum kennslutæjum og nemar í verknámi er gert að greiða margskonar efnisgjöld og skólagjöld þeirra er um 50 þús. kr. hærri en á bóknámsbrautum.
4 ummæli:
Þetta er nú ekki flókið það er til nóg af rafvirkjum í landinu. Það þarf bara að borga þeim hærri laun þá koma þeir til starfa...
Því miður er það þannig að iðnnám hefur setið á hakanum og þó að hægt sé að benda á Alþingi í þeim efnum er vandamálið að hluta samfélagslegs eðlis.
Það er reyndar smá von á tímabærri viðreisn í kringum nýtt frumvarp til framhaldsskólalaga.
Það eru um 3000 starfandi rafvirkjar/rafvélavirkjar/rafveituvirkjar í landinu í dag, þar af eru um 350 erlendir. Auk þess eru um 400 starfsþjálfunarnemar í rafvirkjun starfandi við fagið og ríflega jafnstór hópur í verknámsskólunum.
Meðalheildarlaun rafvirkja eru um 430 þús. kr. á mán. og meðalvinnuvika um 47 tímar. Meðaldaglaun eru 320 þús. kr. á mán.
Það eru um 600 rafvirkjar við önnur störf, margir þeirra hafa menntað sig meir.
Um 180 rafvirkjanemar hafa tekið sveinspróf á ári undanfarin ár.
En ég skil samt sem áður ekki hvað fyrsta comment tengist pistlinum
Er eitthvað að því að iðnnemar þurfi að greiða hærri skólagjöld? þeir fá jú réttindi sem gefa þeim hærri laun (jafnvel hærri en háskólamenntað fólk eins og þú réttilega bendir á) á meðan stúdentinn gefur ekkert nema ávísun á frekara nám, nám sem kostar.
Skrifa ummæli