þriðjudagur, 26. febrúar 2008

Góð viðbót á vinnumarkaði

Í dag var skrifað skrifaði í dag undir samninga um nýtt gagnaver á Keflavíkurflugvelli. Mjög góð viðbót við atvinnumöguleika hér á landi. Þetta býður upp á mörg góð störf, en þessar framkvæmdir kalla á aukna raforku og fleiri virkjanir. Össur hefur staðið sig vel í þessu máli og á hrós skilið.

Um nokkurn tíma hefur legið fyrir hratt vaxandi þörf á stækkun og fjölgun gagnavera. Ef við vildum vera gjaldgeng á þeim markaði, var forsenda þess væri að Ísland yrði betur tengt við Evrópu og Ameríku með öflugum samskiptastrengjum.

Mörg fyrirtæki á þessum markaði hafa horft til Íslands vegna möguleika á orku og landrými og ekki síður gnótt af svölu loftslagi og kælivatni sem leiðir til mun minni orkunotkunar.

Svæðið á Keflavíkurflugvelli tilvalin kostur fyrir staðsetningu gagnaverum og mjög vel staðsett í öllu tilliti. Með þessum samning fæst góð nýting á mörgum þeirra húsa og skála sem eru á svæðinu, en kallar jafnframt á mjög hraða endurnýjun á hinu ameríska rafkerfi, dreifikerfum á öllu svæðinu og spennum.

Endurnýjunin rafkerfisins kostar nokkra milljarða, sem einhverra hluta „gleymdist“ að geta um þegar forsvarsmenn Þróunnarfélagsins kynntu svæðið í upphafi og nýtingarmöguleika þess. Forsvarsmönnum Rafiðnaðarsambandsins var óspart sendur tónninn þegar þeir voru svo „ógætnir“ að benda á ónákvæmni Þróunnarfélagsins.

Ríkisstjórnin greip þá til þess ámælisverða úrræðis að setja bráðbirgðalög og kippti öllum íslenskum og evrópskum rafmagnsreglugerðum úr sambandi á svæðinu til þess að bjarga málunum, en þverbraut með því jafnræðisreglur.

Allt saman óþarfi því íslenska rafmagnseftirlitið hafði ári áður bent Þróunnarfélaginu á hvað það þyrfti að gera til þess að svæðið uppfyllti þær kröfur sem gerðar eru um rafmagnsöryggi gagnvart öðrum fyrirtækjum og almenning hér á landi.

Engin ummæli: