mánudagur, 25. febrúar 2008

Náttúruperlur í forina

Össur sagði á Alþingi í dag, að ríkisstjórnin hafi verið að taka sér ný stjórntæki, sem eigi að koma í veg fyrir að náttúruperlum verði kastað í forina. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands er að vinna hagrænt mat á áhrifum stóriðjuframkvæmda á íslenskt efnahagslíf sem á að vera tilbúið í vor.

Á stundum erfitt að átta mig hvert Össur er að fara með myndlíkingum sínum, en er sammála að klára eigi Rammaáætlun og fara svo eftir henni. Var einn af mörgum sem kom að gerð hennar og veit að þar var vel unnið.

Ég hef áður haldið því fram hér á Eyjunni að viðhorf til náttúruverndar eru tekjutengd. Þar á ég við að ef atvinnuástand slaknar mikið hér á næstunni þá munu viðhorf íslendinga breytast yfir í að menn munu hiklaust líta í kringum sig í leit að næsta virkjunarstað.

Og þá munu kjósendur gera sömu kröfur til þingmanna og gerðar voru fyrir nokkrum árum, sem leiddi til Kárahnjúka og álvers í Reyðarfirði.

Þar spái ég að menn beri niður í neðri hluta Þjórsár. Þær virkjanir eru ódýrar og nýta vel þau lón sem þegar eru fyrir og skora vel í Rammaáætlun. Menn eru búnir að sjá það á Hellisheiði að gufuaflsvirkjanir taka meira pláss en vatnsaflsvirkjanir.

Auk þess verða umbrot á landi við neðri virkjanir Þjórsár ámóta og fara undir einn golfvöll, og engin leitar til náttúruverndarráðs þegar ákvörðun um slíkt mannvirki er tekin.

Engin ummæli: