Nú er að nást samkomulag milli ASÍ og SA um launaþátt kjarasamninga og endurskoðunarákvæði. Stefnt er að samningstími verði til október 2010. Hækkun almennra launtaxta verði 18.000 kr. við undirskrift. 13.500 kr. árið 2009 og 6.500 kr. árið 2010.
Hjá iðnaðarmönnum með sveinspróf verður hækkunin 21.000 kr. við undirskrift, 17.500 kr. árið 2009 og kr. 10.000 árið 2010. Launatrygging fyrir starfsmenn sem hafa verið hjá sama vinnuveitanda frá 1. jan. 2007 verði 5.5% og 4.5% fyrir starfsmenn sem hefja starf síðar og fyrir sept. 2007. Launaþróunnartrygging árið 2009 verður 3.5%. Síðan er samið um 2,5% almenna hækkun launa og launatengdra liða 1. Jan. 2010.
Þessa stundina standa yfir viðræður við landssamböndin um fjölmargar sérkröfur, þar ber hæst lenging á orlofi og virðist stefna í að það verði lengt upp í 30 daga á ári.
Einnig voru settar fram sameiginlegar kröfur í nafni ASÍ. Þar er um ræða allmörg atriði sem hafa oft staðið um harkalegar deilur milli fyrirtækja og starfsmanna. Eins og t.d. uppsagnir og skýringar á forsendum þeirra, stórhækkunm slysatrygginga og skilmerkari skilmálar þeirra, skilgreiningar á atvinnusjúkdómum, vikulegir frídagar, aukin námsfrí á launum og breytingar á fríum vegna veikinda barna.
Reiknað er með að seinni partinn í dag verði þessi þættir langt komnir og þá verði stærsti þröskuldurinn hvort ríkisstjórnin vilji koma að þessum samningum, eða hvort hún velji þá leið sem hún valdi um áramótin að sprengja allt í loft upp á kostulegri rakaleysu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli