sunnudagur, 3. febrúar 2008

Reykherbergið á Hótel Búðum


Skemmti mér við að leysa morðgátur á Hótel Búðum um helgina. Frábær staður þó það væri ansi svalt úti við og það tók í að skreppa út í göngutúra. Eldhús hótelsins með þeim betri og gáturnar sem Ævar Örn og Davíð Þór setja saman reyna vel á ímyndunarafl gesta og kalla á miklar vangaveltur.

En það vefst ekki fyrir þeim í sveitinni að leysa vanda reykingafólksins, sem ekki fær að ástundað iðju sína inni við en það tekur í að standa úti í 15 stiga gaddi og norðan golu. Fengin var að láni gamall Landróver og honum stillt upp við andyri hótelsins.

Varð ekki var við að sveitarstjórn eða opinberir embættismenn gerðu nokkrar athugasemdir við þetta hátterni, þaðan af síður gestirnir sem sátu í góðu yfirlæti við sína iðju í afturbekkjum Róversins og pældu í hver hefði myrt hvern og til hvers.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Bara rómó stemning !