laugardagur, 9. febrúar 2008

Íslenskir stjórnmálamenn

Við búum í landi þar sem stjórnmálamenn vilja að við trúum því að allt hið góða sé frá þeim komið. Landi þar sem litlir rakkar setjast að stjórnmálamönnum, mynda um þá verndarmúr og kóa með þeim og fá í staðinn bita af köku hins opinbera. Til rakkanna renna dómara- og prófessorsstöður ásamt stjórnarsætum í opinberum stofnunum, þar sem þeir hafa samþykkt að þeir sjálfir skuli vera með tvöföld laun almennra starfsmanna fyrir hvern nefndarfund.

Rakkarnir þurfa svo ekki að mæta í vinnuna, þeir fá laun sín inn á bankareikninginn meðan þeir sitja í Brasilíu og endurskrifa söguna og hrósa þar stjórnmálamönnum fyrir góða stjórnarhætti og halda ráðstefnur með heimasmíðuðu efni um að þeir hafi bjargað fátækum á Íslandi með því að lækka skatta á þeim ríkustu. Almúginn má vita það að það eru bara aumingjar sem vilja vera heima hjá sér bótum. Við í frjálshyggjunni viljum lengja vinnudaginn enga leti takk fyrir.

Okkur almúganum er kennt að ekki eigi að trufla stjórnmálamenn eftir kjördag. Þeir geti hjálparlaust sett sín eftirlaunalög og haft sín reykherbergi. Selt sínum rökkum í eigin þróunnarfélögum eignir hins opinbera og úthlutað hliðhollum hlutabréfum á O gengi. Almúganum sé jafngott að vera ekki að skipta sér að því.

En ef svo illa fer að einhver hlaupi útundan sér og snurða hlaupi í plottið, þá skipa stjórnmálamenn sjálfa sig í nefndir og fara mildum höndum um hvorn annan í Reyklausum skýrslum. Jú það eru allar líkur á að þeir hinir sömu lendi í svipuðum vanda og þá er gott að eiga inni prik þegar að því kemur að skrifa næstu skýrslu.

Álit stjórnmálamanna á almúganum kemur glögglega fram í Kastljósum og Silfrum þar sem þeir víkja sér undan að svara öllum spurningum og hika ekki við að ljúga upp í opið geð þjóðarinnar. Best líður stjórnmálamönnum fái þeir að sitja einir í Kastljósunum og Silfrunum, þá geta geta þeir sviðsett umræður þar sem hvergi er komið að neinum málefnum og umræðunni er ætíð snúið upp í keppni um hver sé flínkastur í að snúa út úr og finna smjörklípur.

Það eru reyndar ekki bara stjórnmálamenn sem koma fram við almúgann eins og hann sé fífl. Tryggingarfélag auglýsir í gríð og erg að það vilji taka það sérstaklega fram að það sé farið að greiða út tyggingarbætur ef viðkomandi hlutur sé tryggður.

Stjórnmálamenn krefjast þess að almúganum sé umsvifalaust sagt upp störfum ef eitthvað kemur upp á, og þeir setja lög um að almúginn verði dreginn fyrir dómstóla verði honum eitthvað á í messunni og hótað meiðyrðamálum segi hann sannleikann. Meðan stjórnmálamenn svamla óáreittir í gegnum sitt fúafen í trausti þess að minni almúgans sé ekkert og hann sé fífl.

Í sjálfu sér er það rétt ályktað hjá stjórnmálamönnum, sé litið til þróunnarinnar. Almúginn sem treður marðvaðan og kýs endurtekið yfir sig sömu trúðana til þess eins að hafa eitthvað til þess að tala um á kaffistofunum og fyrir hendi sé nægilegt efni fyrir áramótaskaupið og spaugstofurnar. Öll vitum við að íslenskir stjórnmálamenn eru ekki nýtir til annars brúks.

Það er svo hlutverk aðila vinnumarkaðsins að stjórna efnhagslífinu eins og þeir hafa gert frá því Þjóðarsáttin var gerð. Fram að þeim tíma höfðu stjórnmálamenn viðhaldið óðaverðbólgu og fyrirtækin kominn að fótum fram og atvinnuleysið 10 – 15%. Jón Baldvin bjargaði málunum í horn með því að sjá svo um að reglur Evrópubandalagsins tækju hér sjálfvirk gildi, enda nauðsynlegt því íslenskir stjórnmálamenn hafa engan tíma til þess og umboðsmaður Alþingis sagði okkur um daginn að drjúgur hluti þeirra laga sem íslenskir stjórnmálamenn settu væru svo vitlaus að engu tali tæki. Þau stönguðust á þvers og kruss og oft þvert á Stjórnarskránna.

Fyrrverandi forsætsiráðherra svaraði því að það væri svo sem nó problemm; „Þá breytum við bara Stjórnarskránni“. En hafið stjórnmálamenn afsakaða þeir taka ekki símann til þess að svara óþægilegum spurningum, þeir eru svo uppteknir við að skara eld að eigin köku.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þetta er ótrúlega flott greining hjá þér Guðmundur, eftirlaunafrumvarpið er sofnað, sala á hundruðum íbúða til valdra vina er þöguð í hel, REI málið afgreitt á pari, og við erum vissulega klikkuð að kjósa þetta lið yfir okkur aftur og aftur, en hvað getum við gert? sjá núna til samfylkingarinnar sem margir bundu vonir við að mundi koma fersk inn, bara núll, heyrði áðan brot úr kvóta umræðum þar hneikslaðist samf.Katrín á sinnaskiptum framsóknar en hafði sjálf ekkert um málið að segja, þetta lið er ekki í lagi

Nafnlaus sagði...

Það verður fróðlegt að sjá hvort traust almennings til Alþingis - þingmanna - komist enn neðar en nú er á mælikvarða Gallup. Eða fari stígandi.

Afdrif eftirlaunafrumvarps Valgerðar Bjarnadóttur munu ráða úrslitum um það.

Ef ekkert gerist í eftirlaunasvínaríinu, þá er þetta sannkölluð ræflasamkoma sem við höfum kvatt saman við Austurvöll. Þá ættu góðir menn og konur að taka sig saman og stofna stjórnmálaflokk. Strax á haustmánuðum, í stað þess að bíða þar til tveimur mánuðum fyrir kosningar.