Það er mikið talað um rætni og skammarleg ummæli á netinu birt í nafnleysi og það er sannarlega full ástæða til þess.
En ritskoðun og endurskrifaðar fréttir eru mun hættulegri. Rifjaðust upp fyrir mér þegar ég er að fletta nýju Mannlífi greinar sem fyrrv. blaðamaður á DV hinu fyrra, undir stjórn hóps sem flutti sig yfir á Viðskiptablaðið, skrifaði og lýsti því þegar maður, sem hefur tekið það að sér að gagnrýna aðra blaðamenn reglulega fyrir óvandaða háttsemi, tók sig ætíð til og umskrifaði viðtöl og fréttir ef honum þóttu þau ekki túlka stöðu tiltekins flokks undir stjórn tiltekins manns á nægilega heppilegan hátt.
Í Mannlífi er rifjuð upp hin magnþrungna fjölmiðladeila og birta drög tiltekins manns úr tilteknum flokki um Fjölmiðlalög. Af hverju vildu þessir menn koma í veg fyrir umræðu á opnum vettvangi?
Eða þá prýðilegar lýsingar af því hvernig málin ganga fyrir sig í vöggu lýðveldisins á hinni stórgóðu síðu freedomfries hér á Eyjunni undir stjórn Republikana og hyskisins í kringum Bush með Karl Rove fremstan í flokki.
Og svo forsíðufrétt Fréttablaðsins um hvernær vandamálið við skipan dómara hófst og viðbrögð tiltekinna manna í tilkteknum flokki við umræðu um þau mál.
Hvers vegna grein geðlæknis um efnahagslífið fékkst ekki birt í Mogganum.
Flestir íslendingar hafa áhyggjur af efnahagsástandinu þessa dagana og velta því fyrir sér hver sé rót þess að tilteknir menn í tilteknum flokki fara alltaf úr límingunum þegar minnst er á Evrópusambandið og Evruna.
Og Mogginn birtir reglulega kostulegar og heimasamdar lýsingar á því hvernig málin ganga fyrir sig í ESB.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli