mánudagur, 4. febrúar 2008

Björn rökfastur

Ég er einn þeirra sem hef talið að Björn Bjarnason hafi oft þurft að sitja undir ómaklegri gagnrýni. Björn kom sjónarmiðum sínum vel fram í Silfrinu í gær. Ekki svo að ég sé sammála Birni í öllu og þá sérstaklega Evrópumálum og efnistök hans á gagnrýni við skipan dómara. En Björn fékk marga plúsa fyrir að falla ekki í sömu gryfju mörg flokksystkini hans, að gera faðerni skipaðs dómara að aðalatriði, enda kom það málinu aldrei við.

Tillögur Björns hvað varðar öryggisgæslu eru raunsæjar. Okkur ber skylda til þess að vera undir það búin að þurfa að taka á þessu og svo ekki síður hvernig við eigum að gera það í svona fámennu þjóðfélagi.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sammála þér, Björn hugsar þetta á mjög praktískum nótum.

Auðvitað verðum við að hafa öryggismálin í lagi - annað er hættulegt ábyrgðarleysi.

Ég er líka sammála þér um hversu oft Björn verður fyrir ómaklegri gagnrýni. Kannski er það vegna þess að hann hefur ekki sykursætan kjörþokka og/eða að hann hefur verið latur við að svara fyrir sig. Reyndar er þetta sennilega lang duglegasti ráðherann okkar, maður sem dvelur ekki við hlutina og lætur verkin tala.

Nafnlaus sagði...

Björn er auðvitað duglegri en allt sem duglegt er. Ég er alls ekki alltaf sammála honum en það sem ég virði við hann er að ég veit hvenær ég er sammála honum og hvenær ekki. Hann talar skýrt, rökstyður mál sitt og síðan er maður bara annað hvort sammála eða ekki.

Nafnlaus sagði...

Hreinn herforingi er þessi maður.
Rökfræðin í sambandi við ráðningu héraðsdómara er undir öllum hellum.