sunnudagur, 10. febrúar 2008

Sundabraut þrítug

Vegna fámennis er mjög dýrt er að byggja upp og reka almenningssamgöngur hér landi og það liggur fyrir að um alllangt árabil verðum við að treysta á einkabílinn. Veður eru mislind og landinn ekki spenntur fyrir því að vaða slabbið í rokinu út á næstu strætóstoppistöð. Þetta eru staðreyndir sem við komumst ekki framhjá.

Vitanlega væri það gott að hafa járnbrautalest frá Hellu upp í Bifröst og suður á Keflavíkurflugvöll og strætisvagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu, þar sem maður þyrfti aldrei að bíða lengur en 5 mín. eftir næsta vagni eins og við þekkjum t.d. í Kaupmannahöfn. Og svo sem ágætt í viðbót að fá staðviðrið sem þar er og sléttlendið svo maður geti hjólað nokkuð greiðlega í vinnuna.

Við erum tilneidd að bæta ökuleiðir um borgina. Það er rétt sem bent hefur verið á að umferðarhnútar hér á landi eru "pís of cake" miðað við það sem þekkist í borgum erlendis. Borgaryfirvöld þar ætla sér ekki að bæta þar úr og segja við borgabúum að nota neðanjarðarkefið og strætisvagnanna. Á grundvelli framanritaðs er það harla ótrúlegt hvernig íslenskir stjórnmálamenn hafa velt á undan sér Sundabraut allt af frá árinu 1977. Hún var tekinn í aðalskipulag 1984 og í þjóðvegaáætlun 1994.

Ég var þá borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og sat fundi þar sem rætt var um fyrirkomulag brautarinnar. Mikið var rætt um gott byggingarland í Geldinganesi og eins á Álfsnesi. Byggingalóðir nálægt sjónum eru alltaf vinsælar, vinsælli en land sem er í hæðunum inn landið. Jarðvegur í göngum nýtist til stækkunar á uppfyllingum við Örfirisey og forsenda nýrrar byggðar á stærð við Grafarvogshverfið.

En það er ekki nóg að þurfum að sætta okkur við framantalda galla við það að búa hér á landi, við búum einnig við stjórnmálamenn sem verja öllum sínum tíma í útúrsnúninga og telja það sitt helsta hlutverk að koma í veg fyrir framkvæmdir því þá skapist hætta á að pólitískur andstæðingur geti talist sigurvegari.

Það eina sem stjórnmálamenn geta náð saman um er margskonar sjálftaka úr ríkissjóð í formi hækkandi launa og eftirlauna. Fleiri nefnda og sértækra nefndarlauna ofan á föst laun, þó svo nefndarstarf fari fram í þegar greiddum vinnutíma. Byggingu betri aðstöðu fyrir stjórnmálamenn og fjölgun aðstoðamanna og byggingu aðstöðu fyrir þá og reykherbergja fyrir allt það fólk og mötuneyti fyrir fólkið og ráðning starfsfólks í mötuneytin og bílastæðahús fyrir það fólk og ráðningu starfsmannastjóra fyrir allt fólkið og vitanlega launadeildar og skrifstofur fyrir það fólk. Og ekki má gleyma ört hækkandi styrkjum til starfsemi stjónmálaflokkana og aðstoðamanna þar og byggingu skrifstofa fyrir það fólk allt saman.

Fyrir þetta líður almenningur en stjórnmálamenn samþykkja þá hert skattalög, en árangur í markmiðstefningu og framkvæmdum er engin.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tek undir hvert orð hjá þér