Það er yfirleitt talin nokkuð góður kostur að þeir sem skrifi fréttir kynni sér um hvað þeir eru að fjalla.
Blaðamaður Eyjunnar ber saman starfsemi Landssambanda sem ná yfir allt landið og eru með fjölda aðildarfélaga hiklaust saman við eitt stéttarfélag sem er starfrækt á einu svæði.
Samningaréttur liggur hjá stéttarfélögum ekki landssamböndum, stundum framselja aðildarfélög stéttarfélaga samningsrétt til landssambanda og stundum eru kosningar í einu lagi innan landssambanda og stundum fer atkvæðagreiðsla fram í hverju félagi. Stundum fer atkvæðagreiðsla fram á fundum og stundum er hún framkvæmd með póstatkvæðagreiðslu.
En í öllum tilfellum fara fram fundir þar sem félagsmönnum er gefin kostur á því að koma fram spurningum til samningamanna og fá skýringar.
Landssambönd þurfa því að ferðast um land allt til þess að hitta félagsmenn.
Það segir ekkert um hvernig atkvæðagreiðsla fer svo fram.
Póstatkæðagreiðsla er í flestu sama og rafræn atkvæðagreiðsla, t.d. eru allar upplýsingar sendar til viðkomandi félagsmanna og atkvæðaseðlar annað hvort í formi raflykils eða atkvæðaseðils.
Rafrænar atkvæðagreiðslur þarf að framkvæma eftir mjög störngum reglum hvað það varðar að engin komist að rafrænum grunni og eins þarf að vera tryggt að allir félagsmenn geti greitt atkvæði, það er því framkvæmanlegt þar sem hægt er að hafa samtímis í gangi rafræna atkvæðagreiðslu og opnum kjörstað.
Rafiðnaðarsambandið hefur oft notað rafrænar atkvæðagreiðslur við sérsamninga og staðbundna og var fyrst til þess af stéttarfélögunum fyrir allmörgum árum.
Kosningar hjá Starfsgreinasambandinu og Rafiðnaðarsambandinu eru með gjörólíkum hætti, eins formgerð þeirra við samninga.
T.d. vita flestir landsmenn fyrir utan blaðamann Eyjunnar að sératkvæðagrieðslru fara fram í sumum aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins eins og Eflingar og annarra félaga í svokölluðu Flóabandalagi.
Greinilegt er að sá blaðamaður sem skrifar um verkalýðsmál á Eyjunni hefur takmarkaða þekkinga á því sem hann er að skrifa um.
Ég hélt að það væru stunduð vandraðri vinnubrögð hér á Eyjunni.
3 ummæli:
Er þetta nú ekki býsna djúpt í árinni tekið, Guðmundur, út af frétt sem fjallar aðeins um það að VR sé að láta kjósa á netinu um samninginn en að önnur félög og sambönd haldi fundi og kjósi á staðnum. Og mér finnst þú býsna djarfur í ályktunum um einhverja vanþekkingu út frá því sem þarna stendur. Nákvæmlega hvað er rangt í þessu? Kannski hefði farið betur á því að segja að SGS og Rafís kysu að þessu sinni um samninginn með gamla laginu, en ég er hissa á því hvað viðbrögðin eru reiðileg.
kv,
petur@eyjan.is
Fáðu áhuga á því að afnema verðtrygginguna frekar en að standa í svona nöldri.
Ertu ekki of hörundsár Pétur? Guðmundur er reyndar beittur penni og var rétt svona að rifja upp uppsetningu verkalýðshreyfingarinnar. Hvernig háttur við kosningu er ekki aðalatriðið.
Skrifa ummæli