miðvikudagur, 20. febrúar 2008

Íslenska lífeyrissjóðakerfið það ríkasta í heimi

Eignir íslenska lífeyrissjóðakerfisins sem hlutfall af landsframleiðslu er í fyrsta skipti orðnar þær mestu í heimi.

Margar aðrar þjóðir horfast í augu við umtalsverð efnahagsleg vandamál vegna þess að þær hafa ekki sýnt sömu fyrirhyggju og aðilar íslenska vinnumarkaðsins sýndu árið 1969 með ákvörðun um uppbyggingu lífeyrissjóðakerfis.

Alltaf þegar ég les svona fréttir koma fram í huga minn yfirlýsingar og samþykktir ungliða stjórnmálaflokks, sem sumir hverjir eru nú orðnir þingmenn og jafnvel ráðherrar, um að leggja ætti niður þennan 10% skatt til verkalýðsfélaganna!!?

Engin ummæli: