miðvikudagur, 20. febrúar 2008

Vilja fá sparifé launamanna í lífeyrissjóðunum

Landsmenn hafa verið áhorfendur að ofsafengnu peningaspili ákveðins hóps á fjármálamarkaði á undanförnum árum. Vel hefur virst ganga og margir fengið vel launaða vinnu og keypt sér dýr hús og bíla og annað sett af enn dýrari húsum og bílum í London og flugvélar til þess að ferðast á milli.

Almenning hefur ofboðið ofurlauna- og kaupréttarsamningar ásamt glæstum starfslokasamningum og nú síðast 300 millj. kr. til eins manns væri hann tilbúinn að mæta í vinnuna. Í Karphúsinu í síðustu viku kom fram að sá samningur einn dugaði til þess að greiða launakostnaðauka vegna nýgerðs kjarasamnings 20 þús. VR-inga.

Mörgum landsmönnum hefði þótt eðlilegra að lækka vexti og þjónustugjöld bankanna, og greiða hluthöfum meiri arð, t.d lífeyrisjóðunum. En þar er um að ræða almenning í landinu sem geymir sparifé sitt í lífeyrissjóðunum til elliáranna, eða ef það verður fyrir því óláni að verða fyrir örorku.

Vilhjálmur Bjarnason hefur gert athugasemdir við þetta hátterni og hefur svo sannarlega náð eyrum almennings með fyrirspurn sinni til aðalfundar Glitnis.

Eigendur lífeyrissjóðanna, það eru launamenn þessa lands, eru nú spurðir af aðalfundi Glitnis hvort þeir séu tilbúnir að setja meira af sparifé sínu til þess að bjarga fjármálastofnunum, þær fá ekki lengur lánsfjármagn erlendis frá.

Þessi fyrirspurn berst á sama tíma og eigendur lífeyrisjóðanna eru að greiða atkvæði um hvort þeir eigi að samþykkja að mánaðarlaun þeirra hækki um 50 þús.kr. á næsti 3 árum

Hætt er við að margir af eigendum lífeyrissjóðanna vilji sjá meiri niðurskurð í launakjörum yfirstéttar fjármálageirans, en lækkun fundarsetugjalds á stjórnarfundi um sem nemur tvöföldum mánaðarlaunum meðalverkamanna. Almenningur vill að allur arður af hlutfjáreign þeirra renni í lífeyrissjóði þeirra, ekki til örfárra einstaklinga.

Reyndar hefur það vakið undrun margra að nokkrir virðast líta svo á að sparifé eigenda lífeyrissjóðanna sé til ráðstöfunar í ýmis gæluverkefni eins og t.d. uppbyggingar og rekstur hjúkrunarheimila.

Eða til þess að kaupa Landsvirkjun, sem hefur verið að skila að mér skilst um 2% arði.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hafðu heill mælt, foringi. Tek undir hvert orð.

Nafnlaus sagði...

Tek undir hvert orð varðandi fjármagnsfurstana.Vonandi sýna lífeyrisssjóðirnir þeim fingurinn og þó fyrr hefði verið.
Aftur á móti held ég að þú misskiljir þegar talað er um að sjóðirnir leggi til fjármagn í byggingar fyrir t.d. aldraða. Þar er ekki verið að tala um gjafafé heldur að sjóðirnir láni til þessara nauðsynlegu bygginga á þeim vöxtum sem útreiknað er að þeir þurfi að fá, að ég held 3%. Þetta er að ég tel áhættulaus fjárfesting og gerir tvennt: tryggir eldri eigendum sjóðanna húsnæði við hæfi og mögulega þjónustu til að geta elst með reisn og sjóðunum ávöxtun fjármuna. Þannig næst tvöföld"nýting" á féð. Ég held að um þetta geti náðst meiri sátt heldur en er í dag um fjárfestingar sjóðanna t.d. í FL grúpp.

Guðmundur sagði...

Nei þetta er ekki miskilningur, hjá mér. Það hefur staðið til boða lánsfé til langs tíma á góðum vöxtum í svona byggingar. En það hefur staðið á því að stjórnvöld samþykki rekstrarform og tryggi reksturinn.

En það eru aðilar sem ekki hafa sætt sig við að sjóðirnir séu ekki tilbúnir að byggja sjálfir þessi hjúkrunarheimili og reka þau. "Það kosti svo lítið af öllum þeim peningum sem eru í lífeyrissjóðunum." eins og viðkomandi heufr sagt og hefu krafist þess að Jóhanna breyti lögum og framkvæmi þetta. Mér skilst að þessi maður verði í Mannamáli hjá Sigmundi Erni á sunnudaginn

Nafnlaus sagði...

Hvergi hef ég heyrt forustumenn lífeyrissj. tala um ofurlaunin sem greidd eru í fjármálageiranum þarna kaupa þeir hluti og eru það stórir hluthafar að þeir gætu haft áhrif, vissulega eru há fundarsetu launin samt finnst mér þetta góð byrjun hjá Máa að skera niður, skrýtið að Vilhjálmur skuli vera eini maðurinn sem sýnir sukkinu áhuga, einsog allir aðrir séu að bíða eftir molum sem hugsanlega hrynja af allsnægtarborðunum,í öllum bænum Guðmundur, beittu áhrifum þínum í þá veru að ekki verði hækkuð mörkin í hlutabréfa kaupum lífeyrissjóðanna. Svo tek ég undir með góumanninum er ekki óhætt að fjárfesta eitthvað í steinsteypu, okkur og okkar til heilla

Nafnlaus sagði...

Sælir.
En eru þessar hugleiðingar með að lífeyrissjóðir kaupi Landsvirkjun eða auki hluti sína í bönkunum og öðrum áhættufjárfestingum ekki staðfesting á því að í stjórnum lífeyrissjóða ættu bara að vera fulltrúar launamannna? Eigendur sjóðana eru þeir einu sem eiga að kjósa stjórnarmenn. Þetta er eitt af því sem Guðmundur og aðrir forystumenn í verkalýðshreyfinguni ættu að beita sér fyrir. Veit að til þess þarf lagabreytingar. Það munu aukast kröfurnar um að sjóðirnir fjárfesti í ýmsum fyrirtækjum sem eru bara hreinar áhættufjárfestingar, samanber hugmyndir um csgsrcað starfsmenn Bónus yrðu með sér lífeyrissjóð.
Kveðja Sigmundur