föstudagur, 1. febrúar 2008

Vilja refsilækkun vegna hetjudáða dópsmyglara

Hvernig á að taka tillögum lögmanna meintra dópsmyglara um að þeir eigi að fá refsilækkun vegna þess að þeir vinni það afrek að sigla til Íslands með fulla skútu af dópi og fleiri kaldranaleg rök.

Það er sagt að þetta séu léttir brandarar. Þeir eru örugglega afar fáir foreldrar þeirra unglinga sem hafa lent í klóm þessara manna og þá ekki síður unglingarnir sjálfir, sem hafi smekk fyrir svona kímni.

Þeir eru orðnir kannski svona brynjaðir fyrir þessu lögmenn þessara manna, það virðist vera svo að það séu alltaf sömu lögmennirnir sem eru í þessum málum. En það er ekki afsökun, þetta er grafalvarlegt mál, dauðans alvara.

Engin ummæli: