Fréttir RÚV af gangi viðræðna undanfarinn sólarhring hafa valdið undrun meðal samningamanna ASÍ. Seinni partinn í gær var ákveðið að beina nokkurm óformlegum spurningum til SA svo menn vissu betur um stöðuna.
Fréttatofa RÚV birti í kvöldfréttum sínum mjög ónákvæmar fréttir af þessu. Þar m.a. var talað um kröfu um 6% launahækkun það er ekki rétt. Eins og glöggir lesendur frétta undanfarið vita, þá hefur ekki verið rætt um beina launahækkun, ætíð talað um krónutölu inn í lægstu taxta og svo launatryggingarákvæði.
Í hádeginu í dag var svo frétt hjá RÚV um fund formanna landssambanda í dag þar sem ætti að undirbúa kröfugerð gagnvart ríkisstjórn og talinn upp allnokkur mál sem beina ætti inn á fund ríkistjórnar í fyrramálið. Þessi frétt er öll skáldskapur.
Það liggur fyrir að núna bíða samninganefndarmenn eftir svörum SA við spurningunum. Þá fyrst er möguleiki til þess að hefja lokastig viðræðna. Það liggur líka fyrir að ef svör SA verða neikvæð þá verður líklega um þjár meginsamninga að ræða.
Stjórnvöld munu ekki koma að lausn kjaradeilunnar milli samtaka verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda fyrr en sér til lands í viðræðunum.
Viðræður eru á mjög viðkvæmu stigi og ónákvæmur fréttaflutningur RÚV hefur skapað leiðindi milli samninganefnda. Samningamenn velta því fyrir sér þessa stundina hvort fréttastofa RÚV sé að reyna að hafa áhrif á gang viðræðna með þessu hátterni, eða hver er tilgangur fréttastofu sem hefur það orð á sér að vera ákaflega vönd virðingar sinnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli